Skömm alþingis.

Hvað eru menn að hugsa hér er það virkilega svo að sópa eigi ábyrgð þeirra sem hana báru undir teppið til að verja andlit flokkana og þeirra sem sakaðir eru, er það virkilega svo illa komið fyrir flokkunum. Nú í næsta mánuði standa hundryði heimila frami fyrir því að missa allt sitt og verða sett  á götuna vegna þessara hörmunga, og engin af þeim sem kallaðir voru fyrir rannsóknanefndina hvorki þá firri né þá seinni hafa gengist við ábyrgð og er ekki annað að heyra en að menn haldi því bara blákalt fram að þetta hafi bara gerst að sjálfu sér. Ætla ráða menn að bjóða fólki upp á svona málsmeðferð og blákalt og samviskulaust fórna hundruðum heimila fyrir eigið skinn og flokksins án þess að nein gangist við misgjörðir sýnar, fari svo þá er engin von um að þingið muni endurreisa tiltrú og traust almennings á því og satt best að segja hef ég megna skömm á þeim flokkum sem á þingi sitja núna, engin þeirra hefur sýnt sig verðugan því trausti sem kjósendur báru til þeirra í síðustu kosningum ENGIN:.
mbl.is Ingibjörg Sólrún ræðir stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er sannarlega skammarlegt, og óskiljanlegt af fólki sem segist vera jafnaðarmenn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2010 kl. 16:19

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Ég er að upplifa þessa umræðu Ásthildur á þann hátt að flokkarnir séu að verja orðspor sitt og sinna, það er það eina sem hugsað er um en ekki að þeir séu kallaðir til saka sem sök bera og mættu þar sjálfsagt kalla fleiri til en fjórmenningana.

Rafn Gíslason, 15.9.2010 kl. 16:43

3 identicon

ISG er ofmetnaðisti og versti forystumaður jafnaðarmanna frá upphafi og e.t.v. misheppnaðasti stjórnmálamaður Íslands frá stofnun íslenska lýðveldisins.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 17:14

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Rafn og mikið er ég sammála þér. Það virðist engin vera að hugsa um velferð og hag okkar þjóðarinnar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.9.2010 kl. 18:30

5 Smámynd: Elle_

Forsetinn einn ver okkur.  Pólitíkusar meta flokka númer 1 - 5.  Semja endalaust um fjárkúgun stórvelda og sækja um að draga landið undir erlend yfirráð.  Hinsvegar held ég því fram að fagmenn, alls ekki að pólitíkusar, ættu að meta hvort félagar þeirra og flokksmenn verði kærðir eður ei.  Það verður að kæra ef rökstuddur grunur liggur fyrir um sekt. 

Elle_, 15.9.2010 kl. 22:05

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Smmála þér Rafn

Guðrún Sæmundsdóttir, 16.9.2010 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband