Samfylkingin og ríkisstjórnar samstarfið.

Það hefur verið ljóst að andstaða við ESB umsóknina var og er til staðar innan raða VG það hefði ekki átt að koma Jóhönnu á óvart. Einnig var og er andstaða við að sækja ráð og stuðning til AGS innan raða VG þetta hefði ekki átt heldur átt að koma Jóhönnu og Samfylkingunni á óvart nema að fólk á þeim bæ velji að hlusta ekki á þær gagnrýnis raddir sem eru þeim óþægilegar, og velji í staðin þann farveg sem Samfylkingin hefur tamið sér í ríkisstjórn að hóta samstarfsmönum sínum með stjórnarslitum ef þeir ekki fá það sem þeir vilja, þannig hefur það verið í þessari ríkisstjórn og svo var það einnig í ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðismanna. Það er því aumt að koma nú fram og kenna samstarfsflokknum um hvernig komið er í þessu stjórnarsamstarfi og færi betur að VG tæki nú af skarið og sliti þessu samstarfi strax. Ég sé ekki að nokkur flokkur geti frekar unnið með Samfylkingunni  en VG eða eru Sjálfstæðismenn reiðubúnir að endurtaka leikin frá 2007 - 2009? Eru þeir reiðubúnir að standa í annarri hótana sambúð við Samfylkinguna? Ég veit að Samfylkingunni væri vel trúandi til að hlaup aftur í fangið á Sjálfstæðismönnum enda sýndu þeir okkur vinstri mönnum hvað flokkurinn stendur fyrir  þegar þeir gerðu það eftir kosningarnar 2007. Nei Jóhanna og Samfylkingin ættu að líta sér nær og líta yfir farin veg og skoða það grímulaust hvort ekki liggi einhver sök hjá þeim sjálfum fyrir því hversu illa þeim gengur í samstarfið í ríkisstjórn hvort sem það er við VG eða aðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er orðið nokkuð langt síðan ég fór að heyra ávæning af því að LANDRÁÐFYLKINGIN ætlaði að "kasta" VG út úr "stjórnarsamstarfinu" og það fyrsta sem ég heyrði var að LANDRÁÐAFYLKINGIN væri í viðræðum við sjálfstæðisflokkinn.  Ekki ætla ég að fullyrða neitt um að eitthvað sé til í þessum orðrómi en ekki yrði ég mjög hissa.

Jóhann Elíasson, 27.3.2010 kl. 16:48

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Nei Jóhann ég ekki heldur. Það færi kannski best á því að þessir tveir flokkar störfuðu saman ég get ekki séð að það sé mikil munur á þeim hvort sem er.

Rafn Gíslason, 27.3.2010 kl. 17:30

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Rafn, ég tel að þú hafir nokkuð rétta sýn á stjórnunarstíl Samfylkingarinnar, sem byggir á einstrengingslegri afstöðu til allra mála. Í ríkisstjórn hóta þeir VG og þetta stunduðu þeir áður í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Það er annars merkilegt að þessi samskipta-hegðan Samfylkingarinnar er nákvæmlega sami stíll og allir segja að ávallt hafi einkennt Jóhönnu.

 

Ég fullyrði að hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn munu taka samstarf við Samfylkinguna til skoðunar. Ögmundur Jónasson þarf ekki að óttast það og ætti að láta af slíkri orðræðu. Enginn vill né getur starfað með Samfylkingunni og þegar þeir að lokum hrökklast úr stólunum munu þeir ekki eiga afturkvæmt nærstu 50 árin.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.3.2010 kl. 17:47

4 Smámynd: Elle_

Já, málið er að fólk á þeim bæ, Jóhönnu-bænum, velur akkúrat að HLUSTA EKKI.  Hlusta ekki neitt á neinn, heldur æða fram og út og suður í EU- og Icesave-þoku.  Og ef þú ekki hlýðir Jóhönnu, muntu hafa verra af.   Æltar þessi kona aldrei að vikja úr ríkisstjórn með hennar heyrnarlausa EU og Icesave-teymi???  Óhæfur flokkur og enginn getur unnið með þeim. 

Elle_, 27.3.2010 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband