Færsluflokkur: Bloggar
ESB og starfsmannaleigur.
21.8.2010 | 18:04
Átökin um starfsmannaleigurnar breiðist út í Evrópu.
Fjöldi starfsmanna hjá starfsmannaleigunum innan ESB hefur nú tvöfaldast á síðustu 10 árum. Á seinni hluta níunda áratug síðustu aldar og á fyrsta tug þessarar aldar var losað um atvinnulöggjöfina í fjölda Evrópulanda og reglunar um notkun innleigðs starfskrafts urðu frjálsari. Nú um alla Evrópu eykst áhugi atvinnuveitanda á því að notast við lausráðið starfslið sem hefur leitt af sér að þeir sem útleigðir eru til fyrirtækja hafa mun lægri laun en fastráðið fólk hafði áður.
Í Belgíu þar sem starfsmannaleigurnar hafa nú þegar komið sér fyrir á vinnumarkaðinum á sér stað umræða um þetta form ráðninga. - Það er staðreynd að atvinnuveitendur leita nú í auknum mæli eftir lausráðnum starfsmönum til að ná fram sveigjanlegri launakostnaði segir Matthiu Marin frá verkalýðshreyfingunni SETCA þar í landi, en í dag er fjöldi innleigðra starfsmanna frá starfsmannaleigum um 2,49 prósent af Belgíska vinnumarkaðinum og fer vaxandi.
Í Eistlandi er löggjöfin um starfsráðningar frekar laus í böndunum og sveigjanleg. En þar segir Harri Taliga formaður í Estonian Trad Union Confediration ( EAKL ) að geri það að verkum að auðvelt er fyrir atvinurekendur að losa sig við starfsfólk og með tilliti til atvinnuleysisins þá er það ekki vandkvæðum bundið að finna nýtt starfsfólk á starfsmannaleigunum fyrir lágmarks laun eða lægri. Starfsmannaleigur í Eistalandi eru almennt ekki settar undir neitt regluverk eða löggjöf en starfsemin skal þó greiða föst laun sem ekki eru lægri en lágmarkslaun í því landi sem starfsmaðurinn kemur frá.
Í Finnlandi hefur FFC sem er sambærileg samtök og ASÍ hérlendis hafið herferð gegn starfsmannaleigunum , þar er því haldið fram að ráðningarsamningar þeirra sem ráðnir séu frá starfsmannaleigum séu ó tryggir og að launin fylgi ekki ráðandi kjarasamningum í Finnlandi að mati FFC. Starfsmenn þessara starfsmannaleiga eru oftast ekki meðlimir í verkalýðshreyfingu og hafa ekki kjarasamninga til að fara eftir, þetta hefur leit til þess að mati FFC að starfsmenn hjá fyrirtækjum allmennt eiga æ erfiðra með að fá fast ráðningar.
Í Þýskalandi kom sú staða upp síðastliðin vetur að verslunarkeðjan Schlecker sagði upp þúsundum starfsmanna sinna, þessir starfsmenn voru síðan nauðbeygðir til að leita til tiltekinnar starfsmannaleigu sem jú réði þá aftur til starfa hjá sama fyrirtæki en nú á mun lægri launum. Haft var eftir konu einni í viðtali hjá ARD-TV. sjónvarpstöðinni að hún hefði lækkað í launum um 30 prósent fyrir vikið og fengi nú lélegri sumarleyfis kjör en áður. Sömu sögu er að segja um þúsundir annarra starfsmanna Schleckers sem hafa nauðbeygðir þurft að leita til starfsmannageigunar til að fá störf sín aftur , en þessi umrædda starfsmannaleiga er rekin af fyrrum starfsmannastjóra fyrirtækisins. Þessu hefur verið mótmælt harðlega og ríkisstjórn Þýskalands hefur fordæmt það að æ fleiri launþegar séu þvingaðir frá fastráðningu og boðið endurráðning gegnum starfsmannaleigur á mun verri kjörum en áður. Þar var því hótað af atvinnumálaráðherra landsins að ef um smugur í atvinnulögtöfinni væri um að kenna þá myndi það verða lagað hið snarasta, enn er allt við það sama í þeim efnum.
Í Pólandi er það reyndin að allt fleiri fyrirtæki ráða starfsfólk gegnum starfsmannaleigur og er það stefna Pólskra yfirvalda að einfalda löggjöfina svo að starfsmannaleigur eigi auðveldara með að athafna sig þar í landi í framtíðinni, nú verandi löggjöf frá 2003 gengur út á að einungis megi ráða fólk til starfa gegnum starfsmannaleigur í skemmri tíma eða til bráðabyrgða og skal ráðningin vera tengd sérstöku verkefni og ekki til lengri tíma en í 180 daga á hverju þriggja ára tímabili. Löggjöfin setur einnig reglur hvernig vinnu má leysa af hendi með þessum ráðningum og má hún ekki vera áhættusöm eða koma í staðin fyrir fastráðningu. Óþarfi er að taka það fram að Pólsk verkalýðshreyfing er á móti öllum breytingum á þessari löggjöf.
Í Bretlandi er hlutfall innleigðs starffólks það hæsta á vinnumörkuðunum í ESB eða um 4,1 prósent. Síðasta haust meðan á verkfalli póstburðafólks stóð en þar voru um 100,000 mans í verkfalli hjá Royal Mail póstdreifingarfyrirtækinu, þá tók sá atvinnuveitandi þá ákvörðun að fara í kringum verkfallið með því að ráða 30,000 þúsund lausráðið starfsfólk frá starfsmannaleigum. Þetta leiddi til feikilegra mótmæla sem að lokum varð til þess að verkalýðshreyfingin kærði Roayl Mail til atvinnudómstólsins í Bretlandi.
Til að ryðja brautina fyrir aukin hreyfanleika launþega á milli landa innan sambandsins þá lánaðist ESB árið 2008 eftir langvarandi andstöðu Breta að koma sér saman um löggjöf um starfsmannaleigur, löggjöfinni er ætlað að koma í veg fyrir hindranir gegnt atvinnurekendum sem og starfsmannaleigum í að ráða starfsmenn frá starfsmannaleigum hvort sem þær eru í viðkomandi landi innan ESB eða frá erlendum leigum, frá og með árinu 2011 á þessi löggjöf að vera komin í gagnið að fullu í öllum löndum ESB.
Í þessari samantekt minni sem byggð er að hluta til á grein Svíans Gösta Torstesson og birt með hans leifi, þá má það öllum vera ljóst að við inngöngu Íslands í ESB mun allt umhverfi Íslenskra launþega taka verulegum breytingum, þar sem starfsemi slíkra starfsmannaleiga eins og þeirra sem að framan er greint frá mun þá orðin lögleg hér á landi og ekki nóg með það heldur geta þær þá boðið upp á starfsmann frá láglaunasvæðum ESB sem og frá erlendum starfsmannaleigum og þá á þeim launum og kjörum sem tíðkast í heimalandi viðkomandi starfsmanns. Við höfum vissulega haft erlendar starfsmannaleigur hérlendis áður en þeim hefur verið gert að fara eftir Íslenskum lögum sem og kjarasamningum í einu og öllu hingað til, en það mun breytast við ESB aðild.
Við inngöngu Svíþjóðar í ESB þá var sænskum launþegum heitið því að ekkert myndi breytast hvað vinnulöggjöf landsins varðaði eða rétt sænskra launþega til að gera kjarasamninga við sína vinnuveitendur, það hefur gengið eftir að mestu, en staða sænskra launþega til að ná fram kjarabótum í samningum hefur verulega minkað þar sem atvinnurekendur þurfa ekki lengur að sækja starfsfólk á sænskan vinnumarkað þar sem svo er svo komið að starfsmannaleigur ráða orðið miklu um ráðningar og afkomu sænskra launþega og möguleika þeirra til kjarasamninga við atvinnurekendur, og eru þær komnar með starfsemi um allt landið og hafa náð eyrum atvinnurekanda.
Þessi þróun hófst í kjölfar dóms frá Evrópudómnum í hinu svo kallaða Vaxholms máli þar sem tókust á Lettneska byggingarfyrirtækið Laval og sænska byggnads, en Laval vildi ekki greiða laun eftir sænskum kjarasamningum byggnads fyrir sína Litháeysku starfsmenn. ( Sjá Færslu hér á bloggsíðu minni frá því í maí 2009 um sama mál ). Í kjölfar löggjafar frá ESB um ó hindraðan vinnumarkað innan ESB sem áður greinir frá er ekkert sem mælir gegn því né getur komið í veg fyrir það að slík starfsemi geti ekki haslað sér völl hér á landi við inngöngu okkar í ESB . Flest okkar muna væntanlega hvernig ástandið var við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og þá viðleitni bæði Impregilo og annarra verktaka þar við að flytja inn til landsins ódýrt vinnu afl, sem og viðleitni annarra fyrirtækja í bygginga geiranum til þess sama og líklega má heimfæra þessa viðleitni á fleiri fyrirtæki en bara þau sem eru í bygginga geiranum og því alveg augljóst að Íslenskir launþegar munu þurfa að takast á við samskonar vanda hvað varðar þessar starfsmannaleigur hérlendis rétt eins og launþegar annarra ESB landa hafa þurft að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Nú þarf að fara að hífa upp um sig buxurnar þingmenn VG.
20.8.2010 | 13:37
Þetta hefur verið ljóst um nokkurt skeið og engum vafa undir orpið að svo er málum háttað, hitt er aftur á móti óljósara hvort það var þetta sem þingmenn VG voru að kjósa um á alþingi 2009 og hvort þeir hafi gert sér grein um að svona lægi í málinu, ég held ekki. Það er því komin tími til að þingmenn VG vakni af þyrnirósasvefninum og stöðvi þessa vegferð áður en illa fer og meðan enn er hægt að tala um VG sem ó klofin flokk. Þingmenn VG standa frami fyrir því vali að velja á milli flokksins eða Samfylkingarinnar, ég vill minna þingmenn VG á það fyrir hverja þeir sitja á alþingi og hverjir það voru sem komu þeim þangað, sé það einlægur vilji þeirra að hunsa kjósendur sýna og félaga í flokknum þá ættu þeir að hafa það hugfast að það er eining hægt að gera slíkt hið sama við þá. Endurvekið gömul gildi VG í ESB málinu annars er VG liðið undir lok sem flokkur.
![]() |
Ný staða í ESB-málinu með „aðlögun“ í stað umsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
ESB umsókn þökk sé ístöðulausum hóp þingmanna VG.
15.8.2010 | 19:59
![]() |
Ekki þingmeirihluti fyrir ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
ESB og VG
11.8.2010 | 15:41
Hvað þarf meira til að Íslendingar átti sig á því að við eigum enga samleið með ESB. Heldur nokkur maður að tillit verði tekið til hagsmuna okkar ef það þóknast ekki hagsmunaaðilum innan ESB svo sem útgerðunum þar, og hvað langt er Össur og co. Reiðubúin að ganga til að koma til móts við ESB um fiskveiðistefnuna, á tildæmis að sætta sig við undanþágur eins og heyrst hefur þar sem fullyrt hefur verið að við þurfum engar varanlegar undanþágur í þeim efnum. Treystir orðið nokkur Íslendingur því að ESB muni huga að hag okkar ef það þóknast öðrum útgerðum innan ESB að gera annað.
Ef VG ætlar að halda áfram þátttöku í þessu aðildarferli þá er voðin vís fyrir þann flokk, nú þegar logar allt þar innandyra út af þessari umsókn og ef hér á að síðan bakka undan hótunum ESB til að róa þau skötuhjú Össur og Jóhönnu þá er mælirinn fullur og vandséð hvernig hægt er að halda flokknum frá því að klofna. Nú þarf Grasrótin í VG og sá hópur þingmanna flokksins sem er á móti ESB umsókninni að taka sig saman í andlitinu og stilla þeim hinum í forustu VG sem hafa talað fyrir þessari vegferð upp við veg þar sem þau fá að velja annað hvort áframhaldandi undirlægjuhátt við SF eða framtíð VG í núverandi mynd..
![]() |
Spáir makrílstríði" við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Haustþing VG um ESB aðildarumsóknina
24.7.2010 | 15:44
Ég ætla bara minna Steingrím J á hvað samþykkt var á flokksráðsfundinum firr í sumar en þar var mikil andstaða við að halda áfram aðildar viðræðum við ESB það svo að málinu var bjargað í horn með því að fram fari nú í haust málefna þing um ESB aðildina þar sem málið verði endanlega afgreit innan flokksins. Allar líkur eru á að þá verði þessari umsókn hafnað og því veit Steingrímur J vel að hann er einungis að kaupa sér tíma hér. Verði hinsvegar niðurstaðan að flokksforustan nái að þvinga fram að aðildarviðræðum skuli haldið til streitu ja þá mun klofningurinn í VG orðin staðreynd og ég tel að ESB andstæðingar í VG muni ekki sitja þegjandi undir því og ég hef þá trú á að flokkurinn muni ekki eiga langt líf fyrir höndum að því loknu því í þinghóp flokksins eru menn sem hafa lýst því yfir að þeir muni ekki starfa í flokki sem stuðlar að ESB umsókn og aðild. Málefna þingið nú í haust mun því verða prófstein fyrir flokksforustuna um það hvort hægt er að halda honum saman sem þeim flokki sem fór í þetta stjórnarsamband eða hvort hann mun klofna í tvo flokka eða fleiri, það veit Steingrímu J mæta vel og einnig að hann er hér á hálum ís þar sem honum er hollast að hafa sem fæstar yfirlýsingar um þetta mál.
![]() |
Afstaða VG til ESB óbreytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað er ekki verið að segja okkur?
30.6.2010 | 15:08
![]() |
Þarna er kominn upphafspunktur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég mun ekki greiða þessa vexti.
30.6.2010 | 12:20
Vilja stjórnvöld stríð við almenning þá er bara að verða við þeirri ósk og láta á það reina fyrir dómstólum hvort fjármálafyrirtækjum sé stætt á að breyta vöxtum á þessum lánum einhliða. Ég hvet alla til að greiða einungis samkvæmt þeim vöxtum sem gilda á lánum þeirra og lát fjármálafyrirtækin sækja það sem út af stendur gegnum dómstóla ef þau telja sig hafa stöðu til þess.
Einnig eigum við að taka fram pottana og pönnurnar og fylkja liði á Austurvöll og koma þessari ríkisstjórn auðvaldsins frá.
![]() |
Einhliða aðgerð án alls samráðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er ekki saknað.
2.6.2010 | 10:02
![]() |
Grímur yfirgefur VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hollusta þingmanna.
28.5.2010 | 09:39
Það er augljóst á þessari yfirlýsingu Þórunnar hvar hollusta þingmanna SF á að vera fyrst og fremst, eða við flokkinn og svo hugsanlega þjóðina eða hafði það aldrei hvarflað að Þórunni að hún skrifar undir eiðstaf við stjórnarskrá Íslendinga þegar hún tekur sæti á alþingi. Það að Steinunn hafi dregið það allt fram á síðustu stund fyrir sveitastjórnarkosningar að segja af sér er ekkert til að hrópa húrra fyrir, þar var og er verið að hugsa um afdrif SF í komandi kosningum en ekki vegna þess að hún finni hjá sér hvöt til að biðja landslýð afsökunar á dómgreindarleysi sínu. Nú er öllu til tjaldað til að minka fyrirsjáanlegt fylgishrun SF í Reykjavík.
![]() |
Setur þrýsting á aðra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er nóg komið:
15.5.2010 | 17:58
Er ekki komin tími til að þingmenn og ráherrar VG tali tæpitungulaust um hvað þau vilja í ESB málinu, þessi hringlandi er engum til framdráttar og félagsmenn og kjósendur VG eiga orðið heimtingu á að vita hvar flokkforustan stendur þegar að þessu mikilvæga máli kemur. Það gengur hreinlega ekki að tala gegn ESB á tyllidögum og til að róa félagsmenn og framkvæma svo eitthvað allt annað þegar á hólminn er komin. Nú viljum við hreinskilin og undanbragða laus svör frá forustu VG um hvar hún stendur varðandi ESB, annað gengur ekki. Þessi hringlandi er ekki í takt við ályktun flokksráðs frá fundinum á Akureyri í vetur þar sem samþykkt var að forustan skildi beita sér gegn ESB aðild.
Nú er nóg komið.
![]() |
Jón eini ráðherrann á móti fækkun ráðuneyta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)