Nú þarf að fara að hífa upp um sig buxurnar þingmenn VG.

Þetta hefur verið ljóst um nokkurt skeið og engum vafa undir orpið að svo er málum háttað, hitt er aftur á móti óljósara hvort það var þetta sem þingmenn VG voru að kjósa um á alþingi 2009 og hvort þeir hafi gert sér grein um að svona lægi í málinu, ég held ekki. Það er því komin tími til að þingmenn VG vakni af þyrnirósasvefninum og stöðvi þessa vegferð áður en illa fer og meðan enn er hægt að tala um VG sem ó klofin flokk. Þingmenn VG standa frami fyrir því vali að velja á milli flokksins eða Samfylkingarinnar, ég vill minna þingmenn VG á það fyrir hverja þeir sitja á alþingi og hverjir það voru sem komu þeim þangað, sé það einlægur vilji þeirra að hunsa kjósendur sýna og félaga í flokknum þá ættu þeir að hafa það hugfast að það er eining hægt að gera slíkt hið sama við þá. Endurvekið gömul gildi VG í ESB málinu annars er VG liðið undir lok sem flokkur.


mbl.is Ný staða í ESB-málinu með „aðlögun“ í stað umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er það ekki málið, það er hafið allt annað ferli en var kosið um á Alþingi þegar var ákveðið að senda inn umsókn í ESB.  Nú eiga þingmenn VG, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Hreyfingarinnar (þessi óháði er nú eiginlega þingmaður Landráðafylkingarinnar), að sjá sóma sinn í að sameinast í því að leggja fram frumvarp þess efnis að umsóknin í ESB verði dregin til baka.

Jóhann Elíasson, 20.8.2010 kl. 14:25

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Jóhann það liggur frami frumvarp um að draga umsóknina til baka,það var lagt fram í sumar áður en þingið fór í frí og að því standa þingmenn allra flokka nema Samfylkingar. Þetta frumvarp kemur fyrir haust þingið og því fróðlegt að sjá hvað þingmenn VG gera þá. Það var með tilvitnun til þess og til haust þings VG sem ég var að höfða til.

Rafn Gíslason, 20.8.2010 kl. 15:42

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Af hverju er VG menn hræddir að klára þetta ferli og láta svo þjóðina kjósa?

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2010 kl. 16:34

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Og ef við drögum umsóknina til baka þá hafa Íslendingar endanlega stymplað sig inn sem mestu hálvitar í alþjóðasamfélaginu.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2010 kl. 16:35

5 Smámynd: Rafn Gíslason

Af hverju að halda áfram með eitthvað sem þjóðin kærir sig ekkert um, og af hverju að kasta peningum og tíma í það. Eins og kemur fram í fréttinni er verið að aðlaga stjórnkerfið að einhverju sem ekki er vitað hvort við yfir höfuð viljum og allt bendir til að þjóðin kærir sig ekkert um. VG menn eru ekki hræddir við að klára þetta, við höfum bara einfaldlega ekki tilfinningu fyrir að þetta sé þjóðinni fyrir bestu og það má rétt eins spyrja af hverju SF vill ekki leifa þjóðinni að ákveða hvort farið sé í viðræður og hvort halda skuli áfram þessa braut, því hefur verið hafnað fram til þessa og því hægt að spyrja sig að því hvað óttast ESB sinnar við að leggja það í hendur þjóðarinnar.

Rafn Gíslason, 20.8.2010 kl. 16:55

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta mun leggjast í hendur þjóðarinnar þegar ferlið líkur. Þjóðin mun þá kjósa um samninginn sjálfan.

En ekki kjósa um einhverjar tröllasögur einsog raunin mundi vera ef það væri kosið í dag.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2010 kl. 17:11

7 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Þegar ferlinu líkur þá er búið að eyða hundruðum milljóna í þetta (ef ekki milljörðum, og hættu með bullið um múturnar frá ESB sem koma með þeim skilyrðum að þær megi ekki nota til að borga kostnaðinn uppí topp),  búið að setja á stofn fleiri ríkisstofnanir með tilheyrandi rekstrarkostnaði og overhead í beaurocracyið og tala nú ekki um öll lögin og reglugerðirnar sem verður búið að innleiða.

Þessi umsókn átti að fara í þjóðaratkvæði strax 2009.

Jóhannes H. Laxdal, 20.8.2010 kl. 17:31

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þegar ferlinu líkur þá mun Ísland standa eftir með betri stjórnsýslu.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2010 kl. 17:34

9 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Síðan hvenær hefur beaurocracyið í ESB verið góð stjórnsýsla?

Jóhannes H. Laxdal, 20.8.2010 kl. 17:43

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þeir eru að bæta okkar stjórnsýslu. 

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2010 kl. 18:27

11 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Með því að móta það eftir sinni eigin.

Jóhannes H. Laxdal, 20.8.2010 kl. 18:38

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mikið rétt.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2010 kl. 20:28

13 Smámynd: Rafn Gíslason

Ja mikil er trú þín Þruman eða hver sem þú nú ert. Það hefur verið vitað frá byrjun hvað okkur stendur til boða frá ESB og var endurtekið í síðasta mánuði þegar samningarferlið hófst formlega, þó svo að Össur og þið ESB sinnar þráist við og viljið ekki hlusta á þann boðskap sem kemur frá stækkunarstjóra ESB. Það verður þjóðinni dýrt spaug að koma vitinu fyrir ykkur og ætti reyndar alls ekki að þurfa að koma til þess ef lýðræðisást ykkar er í einhverju samræmi við yfirlýsingarnar sem frá ykkur koma.

Rafn Gíslason, 20.8.2010 kl. 23:15

14 identicon

Sæll Rafn.

Takk fyrir þennan fróðlega pistil, enn ein ástæðan til þess að forðast ESB apparatið eins og heitan eldinn.

Auðvitað hefur Alþingi rétt til þess að afturkalla ESB umsóknina hvenær sem er.

Lýðræðislegast hefði auðvitað að það hefði verið kosið um það 2009 hvort ætti að sækja um ESB aðild og hefja síðan aðlögunarferli.

Ég held að fæstir hafi áttað sig á því lymskuspili öllu saman og því fúafeni ESB meðvirkni og mútugreiðslana sem Samfylkingin hefur teymt þjóðina útí. 

En klókast væri nú fyrir Alþingi að samþykkja að það yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort stjórvöld hafi heimild eða ekki til þess að halda þessu samnings- og aðlögunarferli við ESB áfram. Það er lýðræði.

Komið hefur fram í skoðanakönnunum að 45% landsmanna telja sig vita mjög mikið eða heilmikið um ESB 30% telja sig vita ýmislegt en vildu gjarnan vita meira og 25% segist vita mjög lítið eða ekkert.

Þetta hlutfall mun ekkert breytast mjög mikið sama þó þessi ESB aðlögunar þrautarganga yrði genginn á enda.

Ef spurt væri fyrir Alþingiskosningar hvort fólk teldi sig hafa mikið, meðal eða mjög lítið vit á stjórnmálum þá yrði niðurstaðan ábyggilega svipuð.

Það er alveg meira en nóg komið fram um hvað þetta bandalag er og hvað það myndi þýða fyrir land okkar og þjóð til þess að hægt sé að kjósa um það.

Þeir sem vilja það ekki og telja að ekki sé nóg fram komið þeir þá einfaldlega greiða atkvæði með því að þessu ferli verði haldið áfram.

Afhverju ekki að leyfa beinu lýðræði að hafa milliliða lausa aðkomu að þessu stóra máli nú þegar ?

Við hvað eru ESB aftaníossarnir hræddir ?

Ég veit það þeir óttast, þeir óttaast nefnilega lýðræðið alveg eins og ESB elítan, en mest af öllu óttast þeir þó sína sína eigin þjóð ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 19:48

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gunnlaugur. Þjóðin fær að kjósa um samninginn þegar hann liggur fyrir. Og ESB sinnar eru alls ekki hræddir við það.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.8.2010 kl. 20:10

16 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Ekki gleyma því að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla sem Þruman er að tala um er aðeins ráðgefandi,  ef Samfylkingin nær meirihluta á alþingi fyrir aðild þá getur hún hunsað þjóðina ef hún svo óskar þess.

Jóhannes H. Laxdal, 23.8.2010 kl. 11:53

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

En hún ætlar ekki að gera það.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.8.2010 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband