Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
Nú þarf að fara að hífa upp um sig buxurnar þingmenn VG.
20.8.2010 | 13:37
Þetta hefur verið ljóst um nokkurt skeið og engum vafa undir orpið að svo er málum háttað, hitt er aftur á móti óljósara hvort það var þetta sem þingmenn VG voru að kjósa um á alþingi 2009 og hvort þeir hafi gert sér grein um að svona lægi í málinu, ég held ekki. Það er því komin tími til að þingmenn VG vakni af þyrnirósasvefninum og stöðvi þessa vegferð áður en illa fer og meðan enn er hægt að tala um VG sem ó klofin flokk. Þingmenn VG standa frami fyrir því vali að velja á milli flokksins eða Samfylkingarinnar, ég vill minna þingmenn VG á það fyrir hverja þeir sitja á alþingi og hverjir það voru sem komu þeim þangað, sé það einlægur vilji þeirra að hunsa kjósendur sýna og félaga í flokknum þá ættu þeir að hafa það hugfast að það er eining hægt að gera slíkt hið sama við þá. Endurvekið gömul gildi VG í ESB málinu annars er VG liðið undir lok sem flokkur.
Ný staða í ESB-málinu með „aðlögun“ í stað umsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
ESB umsókn þökk sé ístöðulausum hóp þingmanna VG.
15.8.2010 | 19:59
Ekki þingmeirihluti fyrir ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
ESB og VG
11.8.2010 | 15:41
Hvað þarf meira til að Íslendingar átti sig á því að við eigum enga samleið með ESB. Heldur nokkur maður að tillit verði tekið til hagsmuna okkar ef það þóknast ekki hagsmunaaðilum innan ESB svo sem útgerðunum þar, og hvað langt er Össur og co. Reiðubúin að ganga til að koma til móts við ESB um fiskveiðistefnuna, á tildæmis að sætta sig við undanþágur eins og heyrst hefur þar sem fullyrt hefur verið að við þurfum engar varanlegar undanþágur í þeim efnum. Treystir orðið nokkur Íslendingur því að ESB muni huga að hag okkar ef það þóknast öðrum útgerðum innan ESB að gera annað.
Ef VG ætlar að halda áfram þátttöku í þessu aðildarferli þá er voðin vís fyrir þann flokk, nú þegar logar allt þar innandyra út af þessari umsókn og ef hér á að síðan bakka undan hótunum ESB til að róa þau skötuhjú Össur og Jóhönnu þá er mælirinn fullur og vandséð hvernig hægt er að halda flokknum frá því að klofna. Nú þarf Grasrótin í VG og sá hópur þingmanna flokksins sem er á móti ESB umsókninni að taka sig saman í andlitinu og stilla þeim hinum í forustu VG sem hafa talað fyrir þessari vegferð upp við veg þar sem þau fá að velja annað hvort áframhaldandi undirlægjuhátt við SF eða framtíð VG í núverandi mynd..
Spáir makrílstríði" við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)