Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Öryrkjar standa einir.

Þeir flokkar og stjórnmálamenn sem talað hafa manna hæst um að standa þurfi vörð um þá minni máta í samfélaginu síðustu árin eru nú að verða uppvísir að því að vera engu skárri en þeir flokkar og þingmen sem þeir hafa gagnrýnt hvað mest síðustu árin. Lífeyrisþegar eru nú að verða meðvitaðir um að ekkert afl á hinu háa alþingi hirðir neitt um þá nema rétt fyrir kosningar þegar atkvæði  þeirra er þeim dýrmæt. Standið nú saman lífeyrisþegar og stofnið ykkar eigin pólitísku samtök sem sinna ykkur og ykkar málum í stað þess að binda trús ykkar við þessa flokka sem svíkja ykkur við fyrstu hindranir sem verða á vegi þeirra. Öryrkjar standa einir í sinni réttlætis baráttu.


mbl.is ÖBÍ mótmælir kjaraskerðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan kemur orkan til rekstrarins.

Hefur þessu álveri og öðrum þeim framkvæmdum sem eru í bígerð þarna suður frá verið tryggð orka og þá hvaðan? Er það ekki forsendan til þess að hægt sé að hefja framkvæmdir á þessum verkum og að starfsemi geti hafist eða á að redda orkunni eftirá. Hvaðan kemur orkan til rekstrarins.
mbl.is Rekstur bæjarsjóðs byggist á álverinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB ályktun flokksráðs VG.

Loksins kom þá ályktun frá VG um ESB og hefði hún betur komið á síðasta flokksráðsfundi þar sem öllum er ljóst að engin vilji er innan raða flokksins í að fara þessa vegferð til ESB. Ég vill meina að flokksráð hafi verið blekkt hvað varðar það samkomulag sem náðist um  ESB þegar þau mál voru kynt í aðdraganda ríkisstjórnar samstarfsins og hefur það skemmt mikið fyrir samstöðunni í flokknum.  En hér er ályktunin um ESB eins og hún er birt á heimasíðu VG.

Flokksráðið ítrekar andstöðu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að nú hafi verið sótt um aðild að sambandinu, er það eindreginn vilji flokksráðs að Ísland haldi áfram að vera sjálfstætt ríki utan Evrópusambandsins.

Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hvetur ráðherra, þingmenn og félagsmenn Vinstri grænna um allt land til að halda stefnu flokksins um andstöðu við aðild Íslands að ESB á lofti og berjast einarðlega fyrir henni. 

Í ljósi afstöðu flokksins telur flokksráðið brýnt að til verði fastur farvegur skoðanaskipta um Evrópumál á vettvangi flokksins og hvetur til ítarlegrar umfjöllunar um þau, m.a. með málþingum og málefnastarfi.  Flokksráðið felur stjórn flokksins að skipa sérstakan starfshóp til að fylgjast grannt með því ferli sem nú er í gangi og tryggja upplýsingaöflun innan flokksins og til að starfa með þingflokki og fulltrúum flokksins í utanríkismálanefnd að Evrópumálum.  Flokksráðið leggur sérstaka áherslu á gegnsæi í umsóknarferlinu og hvetur til opinna umræðu- og fræðslufunda um ESB þar sem öll sjónarmið, kostir og gallar, eru dregin fram.


Sorgleg staða.

 Staðreyndir mála er nú að renna upp fyrir sumum félagsmönum í VG staðreyndir um hvernig staðið hefur verið að því að halda á lofti stefnu flokksins í þessu ríkisstjórnarsamstarfi við Samfylkinguna og hvernig blekkingarleiknum í kringum ESB er háttað. Mikil ólga er nú innan flokksins með þetta samstarf og endurspegla þær umræður sem átt hafa sér stað á flokksrásfundi VG á Akureyri það.  Erfitt er að sjá hvernig VG getur haldið áfram að starfa sem sá flokkur sem hann var fyrir þetta ríkisstjórnarsamstarf að óbreyttu og líklegt að margir munu hugsa sinn gang um hvort þeim sé vært í flokknum og hvort þeir eigi yfir höfuð samleið með honum við núverandi ástand.


mbl.is Fast skotið á báða bóga hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fróðlegur fundur framundan?

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessar tilögur verða afgreiddar af flokkráði VG og þá sérstaklega tillagan um ESB, en svipuð tillaga var feld á flokksráðsfundi í sumar með naumum meirihluta eftir að formaðurinn hafði lagst allfarið gegn henni. Ég hef vissu fyrir því að brátt muni koma til uppgjörs innan VG ef ekki verður breitt um kúrs í samstarfs málum VG og Samfylkingarinnar. Já það verður fróðlegt að sjá hvað þessi fundur leiðir af sér.


mbl.is Vilja hvorki ESB né AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greinilegt hvar hugurinn er.

Það er greinilegt hvar hugurinn er hjá Össuri. Enn og aftur snýst allt á þeim bæ um ESB, og enn og aftur er ljóst af hverju ekki er gengið herðar fram við Breta og Hollendinga í samningarviðræðum um Icesave. Hvað ætlar Samfylkingin sér þegar ESB aðild verður feld í þjóðaratkvæði þegar að því kemur? Væri ekki réttast að draga umsóknina til baka og einhenda sig í að semja um Icesave á mannsæmandi hátt, og snúa sér svo að ESB þegar einhver vilji er til þess hjá þjóðinni. Það er trúlega það sama uppi með ESB og Icesave samningin að Samfylkingin kís að hlusta ekki á þjóðarvilja og velur frekar að kljúfa þjóðina í fylkingar fremur en að sameinna.


mbl.is Bretar beita sér ekki gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fróðlegt.

Það er fróðlegt að lesa innsendu bloggin á Times í tengslum við þessa grein sem hér er vitnað í. Þar er ekki að sjá að almenningur í Bretlandi hafi ekki samúð með okkur í þessu máli eins og svo oft er haldið fram, ég hvet alla sem geta að lesa þessi blogg í tengslum við greinina.
mbl.is Times: Áfall fyrir breska ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsanlega rétti vettvangurinn.

Miðað við allt sem á undan er gengið þá er það að öllum líkindum rétti vettvangurinn fyrir þetta mál. Það er greinilegt að eins og komið er þá eru þjóðirnar komnar í öngstræti með málið og engar líkur til þess að það takist að semja án sáttamiðlara, en spurningin er bara hvort ESB þjóðirnar geti verið sá sáttarmiðlari sem vonast er til, þar sem þær hafa óbeint verið með þrísting á Íslendinga í þessu máli og þá fyrir hönd Breta og Hollendinga. Vonandi geta ráðamenn í ESB rifið sig upp úr því fari og gert sér grein fyrir að ekki verður komist að samkomulagi í þessu máli nema á þann veg að ekki sé allri velferð og sjálfstæði Íslendinga stefnt í voða með samningi sem við ráðum ekki við, það getur ekki verið vilji sambandsins að svo sé.


mbl.is Bretar leita til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frestun ?

Nú nú þurfa norrænu ríkin blessun Breta og Hollending fyrir því að aðstoða Ísland ? Hingað til hefur því verið haldið fram að ESB og AGS hafi beitt þá þessum þrístingi og þá aðallega AGS.
mbl.is Mun væntanlega fresta norrænum lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falskur Sáttatónn???

Var það ekki formaður fjárlaganefndar sem sagði á þingi rétt fyrir atkvæðagreiðsluna nú fyrir jólin að hann hefði ekki trúað því að Bretar og Hollendingar myndu ganga að fyrirvörunum sem settir voru í lög í Ágúst síðastliðin, finnst Birni Vali það bera vott um mikinn vilja til samstarf þegar menn ganga til þess með hangandi hendi og hafa ekki trú á störfum þingnefnda ? Og komu ekki skilaboð utan af sjó frá varaformanninum að það ætti að drífa í þessu, þar sem þetta væru svo góðir samningar að engin ástæða væri til að setja fyrirvara við þá og að verið væri að eiða tíma alþingis til einskins við að berja saman fyrirvara við þá ?. Nei ríkisstjórnin getur ekki kennt öðrum um þær ófarir sem hún er búin að koma sér í með þessum Icesave samningi, það hefði verið farsælla fyrir þjóðina og þá sjálfa ef haft hefði verið samráð við stjórnarandstöðuna frá byrjun og þannig fá breiða samstöðu um hvernig ætti að ljúka þessu máli, í stað þess að reina að troða þessum hörmungum upp á þjóðina og réttlæta það svo með að kenna hrunflokkunum um. Eins og of áður hefur komið fram hér á síðunni minni þá vann ég fyrir VG í síðustu kosningum og var í stjórn eins svæðisfélags VG hér í mínu kjördæmi, ég eins og margir félagar mínir bundu vonir við þessa stjórn og að flokkurinn okkar skildi vera komin í aðstöðu til að fylgja eftir sínum kosningaloforðum og stefnu flokksins, og það sérstaklega eftir góð úrslit í kosningunum, en viti menn þegar á hólminn var komið og búið að skríða fyrir Samfylkingunni við stjórnarmyndun þá stóð ekkert eftir af hinu fögru loforðum sem gefin voru fáum dögum áður, svo ekki sé nú talað um stefnu flokksins sem var fótum troðin með loforðum ein og að þingmenn fengju að kjósa í ESB málinu eftir sannfæringu sinni og engin yrði þvingaður til annars, það stóð ekki lengi þegar á reyndi.  Því held ég að Björn Valur ætti að tala varlega um svik og undirferli  annarra því ef einhverjir kunna þá kúnst þá er það hann og félagar hans í forustu VG, hann og félagar hans ættu að hafa vit á að skammast sín og láta af þeim leiða vana að kenna alltaf öðrum um ófarir sínar og misgerðir og í stað þess biðja kjósendur sína og félaga í VG afsökunar á eigin óefndum og misgjörðum.


mbl.is Segir sáttatón stjórnarandstöðunnar falskan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband