Greinilegt hvar hugurinn er.

Það er greinilegt hvar hugurinn er hjá Össuri. Enn og aftur snýst allt á þeim bæ um ESB, og enn og aftur er ljóst af hverju ekki er gengið herðar fram við Breta og Hollendinga í samningarviðræðum um Icesave. Hvað ætlar Samfylkingin sér þegar ESB aðild verður feld í þjóðaratkvæði þegar að því kemur? Væri ekki réttast að draga umsóknina til baka og einhenda sig í að semja um Icesave á mannsæmandi hátt, og snúa sér svo að ESB þegar einhver vilji er til þess hjá þjóðinni. Það er trúlega það sama uppi með ESB og Icesave samningin að Samfylkingin kís að hlusta ekki á þjóðarvilja og velur frekar að kljúfa þjóðina í fylkingar fremur en að sameinna.


mbl.is Bretar beita sér ekki gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Æ, æ, ég var að vona að þeir myndu beita sér gegn umsókninni.  Annars eru Breta þekktir fyrir að segja eitt og gera svo annað, sem dæmi er hægt að nefna hryðjuverkalögin, svo það er ekki öll von úti.

Jóhann Elíasson, 7.1.2010 kl. 21:18

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Að hugsa sér, Samfylkingin hyggst keyra ESB aðild í gegn sama hvað það kostar! 

Guðrún Sæmundsdóttir, 7.1.2010 kl. 22:22

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ef til vill fækkar svo í Samfylkingunni að það borgaði sig bara að flytja þá alla út til Brussel til að skapa frið í landinu á ný. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2010 kl. 11:25

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Alveg tilvalid fyrir landsmenn ad safna fyrir oneway ticket to Brussel fyrir Samfylkinuna og allt hennar pakk!

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.1.2010 kl. 14:04

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!

Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu

Sjá greinIceland needs international debt management

Þetta er að mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáð sig hefur opinberlega um málið, og fullyrðing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skoðast sem hreinn sannleikur máls, fyrst það kemur frá honum.

Prófill Sweder van Wijnbergen

Fáum þennann mann til landsins!!!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband