Samfylkingarmenn undrandi á Ásmundi Einari.
16.11.2009 | 20:42
Samfylkingarmenn undrandi yfir formennsku þingmanns VG
Samfylkingarmenn undrast að þingmaður Vinstri grænna taki að sér formennsku í samtökum sem berjast gegn helsta stefnumáli Samfylkingarinnar.
Þessa fyrirsögn og fyrstu setningar úr greininni má lesa í Vísi nú í kvöld. Hvað getur talist athugavert við að Ásmundur Einar gerist formaður þessara samtaka. Hvenær rann upp sú stund að þingmen og félagsmenn VG þurfi að biðja leyfis hjá Samfylkingunni til slíkra hluta. Samfylkingin þarf að fara að átta sig á því að þeir ráða ekki för hjá VG þó svo að þeir hafi fengið ESB umsóknina í gegn með hjálp sumra þingmanna flokksins, því að það eru enn þingmenn þar í flokk sem ekki gefa neinn afslátt af afstöðu sinni til ESB og er Ásmundur Einar einn þeirra. Samfylkingin verður að átta sig á því að VG mun ekki hjálpa þeim með að koma ESB í gegnum þjóðaratkvæði, það var aldrei kveðið á um neitt slíkt í starfssamning flokkana og það mun heldur aldrei verða neinn vilji til þess hjá grasrót VG. Samfylkingin hefur nú ítrekað hótað stjórnarslitum ef eitthvað er aðhafst í ríkisstjórnarsamstarfinu sem ógnar getur ESB umsókninni, því ættu þeir að mynnast að það lá alltaf ljóst fyrir að minnst 6 þingmenn VG voru á móti þessari umsókn strax við myndun ríkisstjórnarinnar og Samfylkingin var meðvituð um það alla tíð, því þíðir lítið að vera með upphrópanir um afstöðu einstakra þingmanna VG til ESB, og því síður að ætla sér að fara hóta neinu því þinghópur VG er orðin þreyttur á slíkum vinnubrögðum og ætti afsögn Ögmundar Jónassonar að vera þeim nægileg viðvörun í þeim efnum.
Athugasemdir
Rafn eins og staðan er orðin ofbjóða báðir flokkarnir fólki. Samfylkingin er aumasti flokkur á norðurhveli jarðar og þó víðar væri leitað. Og VG hafa ekki staðið við neitt og ekkert frá þeim kemur lengur á óvart.
ElleE (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 22:00
Get verið þér sammála um flest í þessu mati þínu en ég ætla þó að hrósa þeim VG þingmönnum sem staðið hafa í lappirnar í ESB málinu og það færi betur að það væri í fleiri málum sem tekist er á um núna svo sem í Icesave málinu.
Rafn Gíslason, 19.11.2009 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.