Nú er mönnum mál.

Ja mikil er asi Samfylkingarinnar í að komast í fangið á ESB hvað skildi valda því? Óttast þeir svo um framtíð ríkisstjórnarinnar að keyra þurfi sem flest mál um ESB í gegn áður en hún fellur, og þá sama hvernig. Svo mikið virðist þessum herramönum liggja á að erindisbréfin ná vart að komast í hendur þeim sem með málið eiga að fara fyrir fyrsta fund nefndarinnar, og hverjir skipa þessa nefnd sem á að semja um auðlindir þjóðarinnar? Nei það er betra að fara sér hægt í þessum aðildarviðræðum ef ekki á illa að fara eins og í Icesave samningunum nú í tvígang, Skiptir það kannski ekki neinu máli hvaða samningar nást um auðlindirnar að mati Samfylkingarinnar ef við bara komumst sem fyrst í skjól ESB. Svona flan og óðagot getur ekki haft neitt gott í för með sér.
mbl.is Áhersla á auðlindirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sammála!

Guðrún Sæmundsdóttir, 9.11.2009 kl. 11:53

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er á því að þetta sé HÁRRÉTT athugað hjá þér!!!!!!

Jóhann Elíasson, 9.11.2009 kl. 12:18

3 identicon

Þeir hjá ESB hafa ekki miklar áhyggjur af samningum við okkur,það er ábyggilega enn verið að hlæja að síðustu samninganefnd sem samdi um ICESAVE.Kveðja til ykkar.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 22:03

4 identicon

Sammála!

Afhverju skyldu þeir vilja okkur inn? Við erum á vonarvöl fjárhagslega - en en ekki gleyma því - við eigum auð-lindir. Já, vatn, orku, sjávarauðlindir, orku og jafnvel olíu.

Þeir vilja okkur ekki inn bara af að þeir eru svo ,,góðir" við litla eyþjóð. Neibb  - það hangir meira á spýtunni en það. Þetta er allavega mitt álit.

kv. Inga

inga (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 22:09

5 identicon

Held allt sem sagt er að ofan sé satt.  Og bendi líka á að við erum í alvöru í þvinguðum (af Jóhönnu, Össuri og co.) aðlögunarviðræðum eins og fólk hefur kallað það, bendi á nýjasta pistil Páls Vilhjálmssonar.  Eins og þið vitið er búið að sækja um inngöngu þarna. 

ElleE (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband