Það er rétt hjá þeim.
6.10.2009 | 12:19
Mikið ósköp er samfylkingarmönnum hugleikin sú meinta valdabarátt sem á að ríkja innan Vg að þeirra sögn, af hverju skildi það vera. Það hefur verið öllum ljóst allt frá því að Icesave samningurinn leit dagsins ljós að ekki var samstaða um hann í þingflokki Vg. Í aðdraganda ESB umræðunnar var þingmönnum Vg heitið því að sannfæring þeirra í því máli ætti að ráða við atkvæðagreiðslu þeirra um það mál. Það vita allir sem fylgdust með því máli að svo varð ekki raunin, þingmenn Vg sem voru á móti ESB málinu voru beitir þrístingi og þeim hótað með stjórnarslitum ef þeir gerðu eitthvað sem hindrað gat framvindu þess máls. Sama aðferðarfræðin er nú uppi þegar Icesave samningurinn er borin á borð, semsagt hótanir og yfirgangur. Er nema von að þingmenn sem vilja fylgja sannfæringu sinni spyrni við fótum rétt eins og Ögmundur gerði þegar hann valdi þann kostinn að segja afsér, það færi betur ef fleiri þingmenn gerðu slík hið sama. Það er leit til þess að vita að Samfylkingin skuli meina þingmönnum að fylgja stjórnarskrár bundnum rétti sínum og reyndar skildu sinni að láta sannfæringu sína ráða för í gerðum þeirra á alþingi. Slíkir stjórnunar hættir geta aldrei haft neitt gott í för með sér og það var því einungis tímaspursmál hvenær upp úr siði. Það er einungis til að fagna að þingmenn á borð við Ögmund Jónasson og Guðfríði Lilju ásamt fleirum í þinghópi Vg láti ekki vaða yfir sig og skoðanir sínar jafnt innan flokks sem utan. Kúgun, einelti og hótanir hafa aldrei neitt got í för með sér hvar og hvernig sem slíkt er iðkað. Það er því rétt hjá þeim að þau hefðu ekki verið réttu talsmennirnir fyrir öfl sem svoleiðis hafa hagað sér.
Var ekki heppilegur talsmaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.