Nú reynir á samstöðuna.

Nú ætla ég rétt að vona að þingflokkur Vg taki endanlega afstöðu í kvöld til þess hvernig hann vil standa að Icesave samningnum og áframhaldandi samstarfi við Samfylkinguna. Náist ekki samstaða um þetta innan flokksins fljótlega eru allar líkur á því að sú sundrung sem komin er upp innan Vg muni aukast og það svo að erfitt gæti reynst að snúa aftur til fyrri stöðu. Steingrímur J og Ögmundur ásamt forustu Vg standa þar af leiðandi frami fyrir því vali að ná málalyktum eða málamiðlunum sem allir flokksmenn Vg geta sætt sig við. Að öðrum kosti mun Vinstrihreyfingin grænt farmboð líði brátt undir lok í núverandi mynd. Ég trú því ekki fyrr en á reynir að það verði niðurstaðan að forusta Vg sé reiðubúin til að kljúfa flokkinn og leggja framtíð hans að veði fyrir áframhaldandi ríkistjórnarsambúð við Samfylkinguna. Nú reynir á samstöðuna.
mbl.is Þingflokkur VG fundar í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Maður skilur ekkert í þessu. Málið er afgreitt frá þinginu með stuðningi allra þingmanna stjórnarliðsins og með yfirgnæfandi meirihluta. Hvernig getur fólk skipt svo fljótt og harkalega um skoðun að nú sé það tilbúið að sprengja stjórnina til að breyta þessu samkomulagi?

Héðinn Björnsson, 7.10.2009 kl. 14:58

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Héðin eins og ég skil stöðuna þá er ekki um að ræða sömu fyrirvara og niðurstöðu sem samþykkt var á alþingi í lok sumarþings, andstaðan er því við það sem viðsemjendur okkar í Bretlandi og Hollandi vilja burt úr því samkomulagi.

Annars held ég að ESB málið og hvernig það hefur samtvinnast Icesave samningnum hafi sitt að segja hér, svo ekki sé talað um þá aðferðafræði sem forusta ríkisstjórnarinnar hefur notar til að ná sínu fram.

Rafn Gíslason, 7.10.2009 kl. 15:10

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég hef ekki séð neinn ræða þann möguleika, að Steingrímur gangi inn í Samfylkinguna með þá liðsmenn sem honum vilja fylgja. Fyrir viðvikið fengi Steingrímur formennsku í Samfylkingunni og möguleika á að verða það sem hann dreymir um, að verða Castro Norðursins.

Svo er auðvitað sá möguleiki fyrir VG, að skipta um nafn. Þetta hafa vinstri-menn gert oft og mörgum sinnum, með góðum árangri.

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.10.2009 kl. 17:39

4 identicon

Hvað kom fyrir hann Steingrím Joð eftir apríl sl.?  Steingrímur stjórnarandstæðingur var öðruvísi. 

ElleE (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband