Hétu stuðningi.

Ekki efa ég að þingflokkur Vg hafi heitið Steingrími J stuðningi sínum til að ná fram viðunandi samningi um Icesave skuldirnar en það er einmitt það sem allt veltur á, verður sá samningur viðunandi. Sú viðleitni ríkisstjórnarinnar að allir stjórnarliðar tali einni röddu í Icesave málinu hvað sem á dynur er ekkert nema óskhyggja ein. Það hefur allt frá því að málið kom fyrst til kasta ríkisstjórnarinnar og síðan alþingis verið ljóst að ekki voru allir þingmenn ríkisstjórnarinnar sáttir við þann samning sem í boði var og á það jafnt við þingmenn úr röðum beggja stjórnarflokkana, þó svo að sumir þingmenn Vg hafi  verið harðari í andstöðu sinni en þingmenn Samfylkingarinnar þá var engu að síður urgur í báðum flokkum. Hvernig Icesave málið hefur síðan velkst í þinginu og hjá ríkistjórninni er öllum ljóst sem fylgst hafa með. Það hafa verið málamiðlanir bæði við stjórnarandstöðuna og stjórnarþingmen sem leiddi að lokum til samstöðu um þá fyrirvara sem settir voru og afgreiddir frá alþingi nú í sumar. Eftir kynningu á þeim fyrirvörum hjá Bretum og Hollendingu hefur komið í ljós að þessir fyrirvarar eru þeim ekki að skapi og ríkisstjórn Íslands því hafið samninga viðræður um nánari útfærslu á Icesave samningnum aftur. Það þurfti því ekki að koma á óvart að ekki voru allir þingmenn stjórnarinnar sáttir við það og vildu að málið færi aftur til þingsins og fengi þar þinglega meðferð eins og eðlilegt getur talist. Það er hinsvegar öllum orðið ljóst núna að það var einlægur vilji þeirra Jóhönnu og Steingríms J að ríkisstjórnin og þingliðar stjórnarinnar töluðu einum rómi þegar málið kæmi aftur til kasta þingsins og að þeyr þingmenn sem voru andvígir málinu á fyrri stigum þess létu af andstöðu sinni. Fljótlega hefur þeim þó orðið ljóst að svo myndi ekki verða og því var það að samfylkingin eða Jóhanna greip til þess ráðs sem svo oft hefur verið notað frá því að þessi ríkisstjórn tók við völdum að hóta stjórnarslitum ef þingmenn ekki létu af andstöðu sinni. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að sá tími myndi koma að þingmenn Vg og í þessu tilfelli Ögmundur myndu segja hingað og ekki lengra, og taka þann kost einan sem hann átti eða að segja af sér ráðherra embætti þar sem þessi stjórnunar stíl er búin að viðgangast allt frá því að ESB málið kom til kasta alþingis og honum sennilega ljóst að honum væri ekki vært í ráðherrasæti áfram. Allt frá því að ESB málið kom til kasta alþingis og reyndar frá því að samið var um það mál í stjórnarmyndun hefur það verið vitað að hluti af þingflokki Vg var andvígur því og sá ágreiningur sem upp kom meðal stjórnarliða um hvernig því mál skildi afgreit og einnig sá þrístingur og hótanir sem þessir þingmenn Vg voru beittir hefur haft það í för með sér að mikil tortryggni ef ekki óvild ríkir nú á milli flokkana og því hótanir ekki vænleg leið til að ná fram stuðningi  við Icesave málsið meðal þinghóps Vg. Ætli Jóhanna og Steingrímur sér að halda saman ríkistjórn Vg og Samfylkingar þá verða þau að átta sig á því að með hótunum og þvingunum verður þeim ekki lengur neitt ágengt. Steingrímur J verður einnig að átta sig á því að framtíð Vg í núverandi mynd er að miklu leiti í hans höndum en ekki í höndum þeirra þingmanna Vg sem vilja þinglega og lýðræðislega stjórnarhætti. Því verður hann að sína fram þingmönnum Vg fram á að hann sé vel að stuðningnum komin.


mbl.is Hétu öll stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband