Kjósa Bretar um Lissabon sáttmálan næst?

Nú liggja ESB sinnar sennilega á bæn og biðja þess að Íslandsvinurinn Gordon Brown og flokkur hans vinni komandi þingkosningar í Bretlandi, því annars er eins víst að önnur atlaga verði gerð að Lissabonsáttmálanum þar sem David Cameron og Íhaldsmenn hafa fullan hug á að leifa breskum almenningi að segja álit sitt á Lissabonsáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Verða það þá hugsanlega Bretar sem fella þann sáttmála og setja ESB batteríið í uppnám?.

Það er þá kannski eftir allt full snemmt að hrópa húrra fyrir niðurstöðunni á Írlandi. Smile


mbl.is Cameron áfram gegn Lissabon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það sem veldur ESB hugarangri, er bara gleðiefni fyrir mig !

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.10.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Þú ert ekki ein um það Loftur.

Rafn Gíslason, 3.10.2009 kl. 18:31

3 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

Við skulum krossa fingur og vona að þetta verði ekki keyrt í gegnum breska þingið fyrir kosningar í maí.

Egill Helgi Lárusson, 3.10.2009 kl. 18:33

4 identicon

Bara fylgjast með fréttum, (Egill):

23.9
Horst Koehler, forseti Þýskalands undirritaði Lissabon sáttmálann í dag og þá eiga aðeins Bretland Írland, Pólland og Tékkland eftir að undirrita hann af 27 löndum ESB. Þau tvö síðastnefndu segjast ekki gera það fyrr en Írland hefur gefið grænt ljós á samninginn. Svipað má segja um Breta. Núverandi stjórn sem situr út maí hefur enga ætlun að leggja þetta í dóm þjóðarinnar.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 20:20

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hélt að ég myndi aldrei setja neitt þessu líkt á prent:

Kjósa! Kjósa! Kjósa!

Sindri Karl Sigurðsson, 3.10.2009 kl. 20:47

6 Smámynd: Rafn Gíslason

Núverandi stjórn sem situr út maí hefur enga ætlun að leggja þetta í dóm þjóðarinnar.

Gísli. Finnst þér það ekki merkilegt hvað þjóðþing flestra ESB landa forðast það að leggja þennan samning fyrir þjóðaratkvæði. Hvað skildi valda því, við hvað eru þessar ríkisstjórnir hræddar? Skildi það vera við það að almenningi er ekki treystandi til að kjósa rétt að mati þessara stjórnvalda. Mikil minni hluti þjóðþinga ESB hefur valið að fara þá leið að treysta þegnum sínum til að greiða atkvæði um samningin og segja með þeim hætti álit sitt á Lissabonsáttmálanum.

Rafn Gíslason, 3.10.2009 kl. 22:43

7 Smámynd: Rafn Gíslason

Egill. Við skulum vona að svo verði ekki, en ef marka má ofsann í frammámönnum ESB við að keyra þetta í gegn um þing aðildarríkjanna þá er allt ein víst að sama verið upp á teningnum í Bretlandi, því þeim mun ekki hugnast það að bíða eftir niðurstöðu úr kosningunum í Bretlandi í vor.

Rafn Gíslason, 3.10.2009 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband