Höfundur
Rafn Gíslason
Höfundur er húsasmiður og býr í Þorlákshöfn. Höfundur er fyrrverandi stjórnarmaður í svæðisfélagi VG í Hveragerði og Ölfusi, Höfundur er einnig fyrverandi félagsmaður í Vg.
Höfundur er með lesblindu og biður því lesendur velvirðingar á málfræði og stafsetningarvillum sem kunna að slæðast með greinum.
Eldri færslur
Ekki bönkunum um að kenna þeir fóru að lögum !!!
23.9.2009 | 15:20
Ætlar þessi maður aldrei að hafa vit á því að þegja, hefur hann ekki gert nægan skaða nú þegar. Vonandi fer að styttast í forsetakosningar.
Íslensku bankarnir störfuðu samkvæmt reglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- almal
- altice
- aring
- arnthorhelgason
- asthildurcesil
- axelthor
- baldurkr
- birgitta
- bjarnihardar
- duddi9
- ea
- eeelle
- egill
- franseis
- fullvalda
- gretarmar
- gunnlauguri
- hedinnb
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hjorleifurg
- hleskogar
- hosmagi
- iceland
- islandsfengur
- jakobk
- jennystefania
- jensgud
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- kreppan
- larahanna
- leitandinn
- maeglika
- olinathorv
- omarragnarsson
- overmaster
- pallvil
- saedis
- sigurjonth
- sjoveikur
- skessa
- stebbifr
- tbs
- theodorn
- thorsaari
- tilveran-i-esb
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- zeriaph
- ziggi
- zumann
- zunzilla
- baldher
- birnamjoll
- einarbb
- esv
- alit
- ingagm
- joiragnars
- ludvikludviksson
- magnusthor
- ubk
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Ef sendiherrar eru ekki svívirtir, eða stærsta land í heimi kallað glæpasamfélag, þá er ráðist á fjörvallann fjármálaheiminn... Við höfum orðið efni á mun minna en við höfðum fyrir 2 árum..... enn er USA ekki búið að skipa nýjan sendiherra...... hversu lengi höfum við efni á þessum forseta ? Er hann ekki farinn að vera okkur of dýr
Haraldur Baldursson, 23.9.2009 kl. 15:56
Þarf ekki bara að leggja embættið niður? ég er að komast á þá skoðun eftir hans síðustu udirskrift.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2009 kl. 16:19
trúðu mér maðurinn er "uppskafningur"
Jón Snæbjörnsson, 23.9.2009 kl. 16:23
Það er rétt hjá Ólafi, að bankarnir störfuðu eftir reglum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og þar með ESB. Stóru mistökin sem við gerðum var að gangast undir reglur EES.
Þeir smáu verða alltaf undir í hnatt-væðingu og til þess er leikurinn gerður. Torgreinda peningastefnan er liður í þessari hnatt-væðingu og er ávísun á áframhaldandi þjófnað af almenningi.
Samskiptin við USA er ótrúlegt mál og sú staðreynd að nýr sendiherra hefur ekki verið skipaður, sýnir að framkoman við fyrri sendiherra hefur verið tekin sem móðgun. Mig grunar að Sossarnir hafi viljandi komið málum svona fyrir, til að tryggja að USA komi okkur ekki til hjálpar !
Loftur Altice Þorsteinsson, 23.9.2009 kl. 16:59
Eins og lélegur ræðari kennir árinni um, kennir forsetinn lélegu evrópsku regluverki um hrun íslenska fjármálakerfisins.
Það er sorglegt að velmenntað fullorðið fólk hér á landi skuli stöðugt tala eins og vanvitar, lepjandi vitleysuna upp eftir hver öðrum um að það sé bara ónýtu útlendu regluverki að kenna að íslenskir eigendur bankanna gátu ekki starfrækt þá eins og fullorðið ábyrgt fólk.
Skilaboð Ólafs til umheimsins bera fyrst og fremst blak af forheimsku útrásarvíkinganna og vanhæfum spilltum stjórnmálamönnum. Þau eru ekki lofsverð heldur fyrst og fremst til marks um að íslenska fjármálaspillingin hafi alla tíð notið sérstakrar verndar ráðamanna, og það hafi ekki breyst.
Er hægt að ætlast til þess að þjóðin geti hamið reiði sína þegar svona málflutningi, sem er hrein afneitun á ranglætisverkum þessara manna, er borin út um víðan völl? Trúa menn því virkilega að sú fjármálaspilling sem var rekin hér á landi, hafi bara orðið leiksoppur erlends regluverks?
DanTh, 24.9.2009 kl. 01:15
Við erum enn á eftir Bananlýðveldum...flest eru þau með her, sem fyrir löngu væri búinn að skipta út efstu lögin...kannski
Haraldur Baldursson, 24.9.2009 kl. 07:45
Eins og margir aðrir getur Daníel ekki hamið reiði sína. Þetta ætla ég ekki að gagnrýna en vil benda á, að ef við viljum læra af efnahags-hruninu verðum við að greina leikreglurnar sem gilda á efnahags-sviðinu. Það er lítið hægt að læra af, að horfa bara til leikmanna og dómgætslu. Allir vita að um starfsemi banka gildir hér Evrópskt regluverk. Ef efnahagshrunið er regluverkinu að kenna þá ber Evrópusambandið mikla ábyrgð. Mesta ábyrgð ber þó Evrópusambandið fyrir að fara EKKI að eigin regluverki ! Með því að þvinga okkur til að bera ábyrgð á Icesave-reikningunum, er ESB einmitt að gera það. Tilskipun 94/19/EB tilgreinir skýrum orðum, að aðildarríki EES mega ekki hafa nein afskipti að innistæðu-trygginga-kerfunum. Ef við látum undan þvingunum Breta og Hollendinga erum við að brjóta reglur EES ! Ég tek fram að ég er ekki lengur stuðningsmaður Ólafs Ragnars. Undirskrift hans á Icesave-lögin gerir það af verkum, að hann hefur ekki lengur minn stuðning. Ég virði samt það, að hann heldur uppi vörnum fyrir Íslendinga. Þeir sem básúna einungis glæpsamlega hegðan Íslendskra bankamanna, en neita að horfa til ríkjandi efnahagsumhverfis, eru þeir sem vinna mest gegn hagsmunum okkar. “Torgreind peningastefna” (discretionary monetary policy), “sýndar peningur” (fiat money), EES-aðild og hnattvæðing eru atriði sem athygli okkar á að beinast að. Einstaklingar sem hafa aðstöðu til að nota og misnota leikreglurnar verða alltaf fyrir hendi. Ef við einblínum á einstaklingana, verður skammt að bíða nærsta hruns.
Loftur Altice Þorsteinsson, 24.9.2009 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.