Þetta er ráðþrotta ríkisstjórn.
22.9.2009 | 18:25
Að lausn á Icesave málinu sé í sjónmáli er góðar fréttir, en ef sú lausn felur í sér að sniðganga þau lög sem sett voru á alþingi um fyrirvaranna við ríkisábyrgðina þá er friðurinn úti. Verði þeim lögum breitt á einhvern hátt án aðkomu alþingis er voðin vís og ekki líklegt að friður verði á alþingi um nokkurt mál.
Ennfremur segir Jóhanna í viðtalinu:
Hins vegar væri alveg ljóst að gripið yrði til aðgerða til handa heimilunum fyrir áramót. Á því væri enginn vafi.
Var ekki talað um að birta ætti úræði firrir heimilin nú um mánaðarmótin September - Október. Hvað varð um þau loforð, eru þau hugsanlega í takt við önnur loforð þessarar ríkisstjórnar svo sem um skjaldborgina sem engin hefur séð grilla í enn. Er hægt að leggja einhvern trúnað lengur í það sem þessi ríkisstjórn sagir um aðgerðir til handa heimilunum, ég er farin að efast um það. Þetta er ráðþrota ríkisstjórn.
Lausn í Icesave í sjónmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.