Ný Hreyfing?
18.9.2009 | 15:52
Þann 12/9 2009 velti ég því fyrir mér hér á blogginu hvort Borgarahreyfingin æti sér framtíð, ég held að svarið við þeirri spurningu liggi nú nokkuð ljóst fyrir með þessum gjörningi fyrrum þingmanna flokksins sem í dag kusu að stofna sinn eigin flokk Hreyfinguna. Þessi flokkur ef svo skildi kalla, því að ekki er ljóst hvað margir standa að honum getur tæplega orðið langlífur. Hér er hreinlega verið að gefa kjósendum Borgarahreyfingarinnar puttann og ekki trúlegt að þessi samtök verði langlíf, því hver vill tilheyra samtökum þar sem þingmenn þeirra leggja línurnar og hinum er gert skylt að fylgja eða hunskast ella því það minnir óneitanlega á vinnubrögð hinu hefðbundnu flokka. Draumurinn um Borgarahreyfinguna sem nýtt og ferskt afl þar sem ekki skildi farin hin hefðbundna flokkspólitíska leið sprakk þegar þingmenn þessa afls vildu ekki taka tillit til óska félagasinna í grasrótinni og í stað þess alfarið ráða sjálf framvindu mála fyrir hönd flokksins á þingi og það án þess að grasrótin sem átti að vera hið sterka bakland væri með í ráðum. Hreyfingin verður því aðeins eins langlíf og þessir 3+2 þingmenn fá sínum vilja framgengt.
Hreyfingin verður til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held ég fari rétt með (en er þó ekki viss...) að það séu þingflokkar sem séu styrkhæfir. Ef svo er, lifir þessi "hreyfing" góðu lífi út kjörtímabilið.
Öndin trítilóða (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.