Að fleiri séu andvígir ESB kemur ekki á óvart.
15.9.2009 | 16:14
Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart, almenningur er farin að átta sig á að í ESB hefur Ísland ekkert að gera. Hjálpina á vandarmálum þjóðarbúsins er ekki að sækja þangað, það höfum við reyndar reynt í sumar þar sem aðildarþjóðir ESB hafa set okkur stólinn fyrir dyrnar hvað aðstoð frá AGS varðar, Icesave málið og allur ferilinn í kringum það segir sína sögu. Nei ESB mun ekki draga okkur upp úr forarpyttinum það munum við einungis gera sjálf með vinnusemi og samhentu átaki.
Einnig er fólk að átta sig á því að engar varanlegar undanþágur er að fá hjá ESB í þeim málum sem eru okkur nauðsynlegar til að ESB aðild sé yfir höfuð fýsilegur kostur fyrir Ísland. Það á einungis eftir að draga enn frekar í sundur með þessum hópum þegar staðreyndirnar og samningsvilji ESB verður öllum ljós.
Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott og vel. Hefjum umræðuna. Hvaða undanþágur er það sem "eru fýsilegar" að þínu mati? Það er dagljóst að ESB skiptir sér ekki að innri markaði sambandsins og engar undanþágur eru í boði. Ertu með landbúnaðinn í huga eða sjávarútveg. Morgunljóst að engin afskipti verður af veiðum okkar innan fiskveiðilögsögu. Það er mikill misskilningur að þetta eigi einungis við um lögsögu. Er ekki markmið stjórnmála að draga saman með fólki? Ég hélt að fólk sem hefði vinstri lífsýn væri um leið alþjóðlegra. Merkilegt hvernig Vg hefur unnið úr þessu. Tækifæri sunnlensk landbúnaðar á útflutning á íslensku kjöri er mikið. Íslenska kjötið er eina kjötið í Evrópu sem ekki er fóðrað eingöngu á korni. Þannig er það fullt af jákvæðu kolesteroli. Bíð með fleiri svör/spurningar þar til þú hefur svarað þessu.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 16:29
Sæll Gísli já til að mynda sjávarútvegin ég treysti ekki ESB til að fara með málefni okkar á þeim vettvangi, þér er jafn kunnugt og mér hvernig þeyr hafa staðið að þeim málum og engin ástæða til að trú að breyting verði á því. Aðildar þjóðir ESB hafa sagt að við gætum ekki setið að fiski miðunum einir og að sót yrði fast á að því yrði breitt ef við gengjum í ESB. Treystir þú því að við munum halda umráða rétti okkar yfir fiskimiðunum það er að segja ef svo skildi vilja til að við gerum það nú og að svo verði um ókomna tíð. Hvað landbúnaðinn varðar þá er ég hræddur um að hann muni leggjast af að miklu leiti í núverandi mynd og ég fyrir mitt leiti er ekki reiðubúin að skipta honum út fyrir landbúnaðarvörur frá ESB löndunum. Þú talar um hreinleika kjötsins okkar og að það ætti að vera samkennishæft á erlendum markaði og ég er þér sammála hvað gæðin varðar en þú veist jafn vel og ég að íslenskar landbúnaðarvörur verða aldrei samkeppnishæfar vegna legu landsins. Það hefur verið reynt áður að markaðssetja þær á erlendri grund með mis góðum árangri.
Þar sem þú talar að það sé markmið stjórnmála draga saman með fólki þá get ég ekki séð að ESB hjálpi upp á þær sakir nema síður sé, og ég get ekki séð að tækifæri okkar til að hafa frjáls og óheft samskipti við önnur lönd aukist með ESB aðild frá því sem nú er.
Rafn Gíslason, 15.9.2009 kl. 17:00
Sendi þér hérna límt/klínt grein um sjávarútveg. Get svo sem sent þér greinar um landbúnað. en legg ekki í það nema þú samþykkir. En skoðum mýtuna um sjávarútveginn:
Við getum samið við
Evrópusambandið um sjávarútveg
30.04.2009
Höfundur: Aðalsteinn Leifsson
Stærsta bábiljan í Evrópuumræðunni er sú að kvóti færist frá íslenskum stjórnvöldum til annarra aðildarríkja Evrópusambandsins. Staðreyndin er sú að allur kvóti í staðbundnum stofnum umhverfis Ísland verður áfram í höndum íslenskra stjórnvalda eftir aðild að Evrópusambandinu. Samkvæmt gildandi reglum Evrópusambandsins er kvóti í höndum þeirra ríkja sem hafa veiðireynslu í viðkomandi fiskistofni. Ekkert aðildarríkja ESB hefur veiðireynslu umhverfis Ísland í meira en 30 ár. Aldrei hefur verið litið lengra en 9 ár aftur í tímann þegar veiðireynsla er metin. Þess vegna fer því víðsfjarri að við ESB aðild Ísland muni erlendir togarar gera sig heimakomna í íslenskri lögsögu. Við þurfum hvorki undanþágu eða sérlausn til þess að tryggja að allur kvóti verði í höndum Íslands eftir aðild að Evrópusambandinu. Þetta er mikilsverð staðreynd sem áhrifamenn í framkvæmdastjórn ESB hafa ítrekað staðfest, m.a. á opnum fundum á Íslandi.
Getum tryggt yfirráðin?
Þeir sem hafa kynnt sér reglur ESB í sjávarútvegi mæla ekki á móti þessari staðreynd en sumir hafa sagt að Evrópusambandið geti breytt þessum reglum í kjölfar aðildar Íslands með vegnum meirihluta í ráðherraráði sambandsins og þannig rekið rýting í bakið á okkur og tekið sér kvóta í íslenski lögsögu. Það er rétt að hægt er að breyta öllum reglugerðum og lagaákvæðum í Evrópusambandinu eins og annars staðar. Reglunum um eignarhald á kvóta á grunni veiðireynslu hefur hins vegar aldrei verið breytt og er einn af hornsteinum núverandi sjávarútvegsstefnu ESB. Breytingar eru ákafalega ósennilegar því þær hefðu í för með sér að verðmæti væru færð frá einu aðildarríki til að láta þau í hendur annars. Ef Íslendingar vilja fá algera staðfestingu á því að kvóti í staðbundnum stofnum verði í höndum Íslands, þá má setja ákvæði þess efnis í aðildarsamninginn. Aðildarsamningar hafa sama lagalega gildi og sáttmálar sambandsins og yrði því ekki breytt nema með samþykki Alþingis eða í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi. Með þessu væri gulltryggt að allur kvóti í staðbundnum stofnum innan íslensku lögsögunnar verði í höndum Íslands til frambúðar.
Ákvarðanataka í höndum okkar
Í sjávarútvegi, rétt eins og í öðrum málaflokkum, er sá háttur hafður á í Evrópusambandinu að aðeins þau ríki sem ákvörðunin snertir taka þátt í ákvarðanatökunni. Þannig hafa Eystrasaltsríkin ekki áhrif á ákvörðun um aflamark í Miðjarðarhafi og Miðjarðarhafsríkin hafa ekki skoðanir á kvótaákvörðun í Norðursjó. Þar sem aðeins Ísland mun fara með kvóta í staðbundnum stofnum umhverfis landið, þá mun ákvörðunin um heildarkvóta í raun vera í höndum Íslendinga – svo lengi sem hún uppfyllir almenn skilyrði sjávarútvegsstefnu ESB um að fylgja ráðleggingum vísindamanna. Samvæmt núverandi kerfi yrði ákvörðunin þó formlega afgreidd á fundi sjávarútvegsráðherra allra aðildarríkjanna.
Ef það er þyrnir í augum Íslendinga að formleg ákvörðun verði tekin í Brussel – jafnvel þó hún verði ekki tekin „af Brussel“ – þá má hugsa sér útfærslur í aðildarsamningi til þess að koma til móts við þau sjónarmið. Til að mynda er hægt að sjá fyrir sér ákvæði á þá leið að engin ákvörðun verði tekin um heildarafla í stofnum sem einungis íslensk stjórnvöld úthluta úr án samþykkis Íslands. Þannig yrði engin ákvörðun tekin nema Ísland stæði að henni.
Sveigjanleiki er fyrir hendi
Ein af afleiðingum þess að vera með gjaldmiðil sem ekki er gjaldgengur í alþjóðaviðskiptum er sú að við höfum þurft að setja á viðskiptahöft sem ganga í berhögg við EES-samninginn og það er einungis tímaspursmál hvenær hann fer í algert uppnám og þar með framtíð utanríkisviðskipta landsins.
Enn er ósamið við erlenda kröfuhafa, lánakjör á alþjóðlegum mörkuðum eru með því versta sem gerist ef lán fást, rekstrargrundvöllur nýju bankanna er í óvissu og allar aðstæður til atvinnureksturs með þeim hætti að ábyrgir rekstraraðilar sem á annað borð geta flutt rekstur úr landi hljóta að hafa það til alvarlegrar skoðunar. Evrópusambandsaðild er engin töfralausn en þegar með aðildarumsókninni stígum við stórt skref í átt til stöðugleika og eðlilegs viðskiptaumhverfis. Við munum þurfa að takast á við erfið verkefni í aðildarviðræðunum en hvort sem litið er til löggjafar Evrópusambandsins eða reynslu þeirra 22 ríkja sem hafa gengið til liðs við það frá stofnun þess þá blasir við að það er hægt að finna lausnir. Sveigjanleiki er fyrir hendi. Evrópusambandið hefur aldrei gengið gegn grundvallarhagsmunum nýrra aðildarríkja.
Höfundur er lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.
Birt í MBL. 29.4.09
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 17:17
... og þetta
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 17:26
Gísli það má svosem tína til allskonar greinar og fullyrðingar á báða bóga og læt ég hér fylgja svo sem tvær.
Ekki gera sömu mistök og við gerðum!
18. jún 2009
Dagana 14.-17. júní sl. voru staddir hér á landi á vegum Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, þrír gestir frá Bretlandseyjum, tveir Skotar og einn Norður-Íri. Tilgangurinn með heimsókn þeirra var að miðla Íslendingum af reynslu heimabyggða sinna af sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem þær hafa búið við í á fjórða áratug. Reynslan af fiskveiðistjórnun sambandsins er vægast sagt hörmuleg og hefur hún gengt lykilhlutverki í leggja stærstan hluta sjávarútvegar aðallega í Skotlandi í rústir. Skoski fiskveiðiflotinn er í dag aðeins þriðjungur af því sem hann var þegar Bretland gekk í forvera Evrópusambandsins, aflaheimildir Skota hafa dregist stórkostlega saman og enn koma fyrirmæli frá Brussel um að skera verði sífellt meira niður.
Þarna voru á ferðinni þeir dr. James Wilkie sem er menntaður í stjórnskipunarrétti og hefur sinnt ráðgjafastörfum fyrir austurísk stjórnvöld á sviði utanríkismála og fyrir skosk útgerðasamtök vegna sameignlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Í dag starfar hann fyrir iðnaðar- og þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Leslie Girvin sem er varaformaður bresku sjómannasamtakanna FAL og sömuleiðis varaformaður útgerðarsamtakanna NIFPO á Norður-Írlandi. Hann hefur stundað sjómennsku í hartnær hálfa öld og rekur í dag útgerð á Norður-Írlandi. Og loks Peter Adams sem er framkvæmdastjóri breska stjórnmálaflokksins UK Independence Party í Skotlandi.
ESB hefur alltaf lokaorðið
Bresku gestirnir funduðu með ýmsum forystumönnum hér á landi á meðan á heimsókn þeirra stóð, bæði í atvinnulífinu og í stjórnmálunum, og héldu síðan framsögur á vel sóttum fundi Heimssýnar sem fram fór í Háskóla Íslands 16. júní. Fjölmargt fróðlegt kom fram í máli þeirra en rauði þráðurinn var sá að engar líkur væru á því að Íslendingar fengju einhverja sérmeðferð í sjávarútvegsmálum eða öðru ef þeir sæktu um inngöngu í Evrópusambandið í neinu sem máli skipti. Þeir gáfu ekkert fyrir fréttir um að hugsanlega stæði til að draga eitthvað úr miðstýringu innan sambandsins í sjávarútvegsmálum og færa vald til svæðisráða þar sem hagsmunaaðilar gætu komið meira að ákvarðanatökum.
Þeir bentu á að ráðamenn í Brussel hefðu alltaf lokaorðið í sjávarútvegsmálum innan Evrópusambandsins, m.a. vegna þess að samkvæmt Amsterdam-sáttmála sambandsins kæmi skýrt fram að allt vald sem framselt væri til þess frá ríkjum þess gæti aldrei farið til baka aftur. Að færa völd frá Evrópusambandinu til ríkja sambandsins eða annarra aðila innan ríkjanna væri einfaldlega brot á sáttmálanum. Það gæti því aldrei gerst. Það sem í mesta lagi gæti gerst væri að ákvarðanir væru að nafninu til teknar af slíkum aðilum en í raun væri þegar búið að leggja línurnar fyrir þær í Brussel. Lokaorðið yrði þannig alltaf hjá ráðamönnum Evrópusambandsins.
Engin trygging í hlutfallslegum stöðugleika
Bretarnir vöktu athygli á því að lykilatriðið í öllum sáttmálum og lagasetningu Evrópusambandsins, þ.m.t. í sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni, væri jafn aðgangur að sameiginlegum auðlindum. Sameiginlegt í skilningi sambandsins þýddi það sem tilheyrði öllum. Íslenska fiskveiðilögsagan heyrði sögunni til ef Ísland gengi í Evrópusambandið og yrði eftirleiðis aðeins hluti af sameiginlegri lögsögu sambandsins. Regluna um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika væri hvergi að finna í sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins enda væri hún aðeins hugsuð sem tímabundið fyrirkomulag. Það segði sig væntanlega sjálft að slík regla, sem kveður á forgang ríkja að miðum í ljósi sögulegrar reynslu, kæmi illa heim og saman við jafnan aðgang að sameiginlegri auðlind.
Þeir sögðu að ákvarðanir Evrópusambandsins um að skera sífellt niður breska fiskveiðiflotann og aflaheimildir þeirra undanfarin ár og áratugi væru ekki byggðar á vísindalegum grunni heldur hefði verið um pólitískar ákvarðanir að ræða. Markmiðið væri að draga nógu mikið úr veiðigetu Breta til þess að þeir gætu ekki veitt allan kvóta við Bretland. Þannig væri hægt að koma aflaheimildunum til útgerða í öðrum ríkjum Evrópusambandsins og uppfylla smám saman grundvallaratriði sjávarútvegsstefnunnar um sameiginlegan aðgang. Þetta hefði gerst í miklum mæli og væri í dag stór hluti breskra aflaheimilda í eigu aðallega spænskra og hollenskra útgerðaraðila. Ástæðan væri sú að gjöful fiskimið hefðu verið við Bretland og væru enn að stóru leyti en búið væri að rústa flestum öðrum miðum innan sambandsins.
Einskis nýt efnahagsleg tengsl
Bretarnir fjölluðu um tilraunir breskra stjórnvalda til þess að koma í veg fyrir færslu breskra aflaheimilda til annarra ríkja innan Evrópusambandsins. Það hefði tekið fimm ára réttarhöld og að lokum hefði Hæstiréttur Evrópusambandsins (European Court of Justice) komist að þeirri niðurstöðu að Bretar gætu ekki meinað útgerðum frá öðrum ríkjum sambandsins að kaupa breskar aflaheimildir, enda úrskurðaði dómstóllinn ávallt í þágu aukins samruna innan þess. Svo bresk stjórnvöld gætu haldið andlitinu var þeim heimilað að setja reglur sem kveða á um ákveðin efnahagsleg tengsl þeirra skipa sem stunda fiskveiðar við Bretland við landið. Aðeins þarfi þó að uppfylla eitt skilyrði um slík tengsl af nokkrum. Eitt þeirra er að landa þurfi a.m.k. tvisvar á ári í breskri höfn. Þetta geri erlendu skipin, landa tvisvar á ári einhverju lítilræði og landa síðan að öðru leyti í heimalandi útgerðarinnar.
Þeir sögðu ennfremur frá því að nýlega hefðu verið opinberuð í Bretlandi gögn þar sem fram kemur að Edward Heath, sem var forsætisráðherra Breta þegar þeir gengu í forvera Evrópusambandsins, hafi verið fullkunnugt um að langtímamarkmið Evrópusamrunans væri að skapa eitt ríki og ennfremur að þátttaka í honum myndi að lokum ganga að breskum sjávarútvegi dauðum. Viðbrögð Heath voru þau að segja að sjávarútveginum væri fórnandi fyrir stærri hagsmuni eða það sem hann kaus að kalla the greater good.
Einungis aðlögunartími í boði
Spurðir að því hvort Íslendingar gætu ekki breytt sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins innanfrá sögðu þeir því miður engar líkur á því. Bentu þeir m.a. á í þeim efnum að Bretar hefðu verið í sambandinu og forvera þess í hátt í fjóra áratugi og allar götur síðan reynt að breyta stefnunni en án alls árangurs. Þó væru Bretar eitt stærsta ríki Evrópusambandsins og með vægi innan þess eftir því.
Þeir bentu á að Bretar hefðu fengið tíu ára aðlögunartíma að sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins þegar þeir gengu forvera þess í byrjun 8. áratugarins. Í fyrstu hefði lítið sem ekkert breyst en að þeim tíma liðnum hefði stefnan lent á þeim með fullum þunga. Það væri það eina sem Íslendingum gæti staðið til boða, tímabundinn aðlögunartími líkt og Norðmönnum var boðinn á sínum tíma.
Að lokum hvöttu bresku gestirnir Íslendinga til þess að gera ekki sömu mistök og Bretar gerðu á sínum tíma.
Forsíða Fréttir Nýtt Spánverjar ætla sér að komast í íslensk fiskimið
Spánverjar ætla sér að komast í íslensk fiskimið
30. júl 2009
Spænska dagblaðið El Pais greindi frá því í vikunni að í augum spænska fiskveiðiflotans væri íslenska fiskveiðilögsagan fjársjóður og ennfremur að ráðherra Evrópumála í ríkisstjórn Spánar, Diego López Garrido, hefði í hyggju að tryggja hagsmuni spænsks sjávarútvegar í umsóknarferli Íslands að Evrópusambandinu. Haft var eftir ráðherranum að Spánverjar myndu hafa mikið að segja um umsóknarferlið og að ekki mætti undir neinum kringumstæðum semja um inngöngu Íslands í sambandið nema spænskir fiskveiðihagsmunir yrðu tryggðir.
Ummæli Garrido koma ekki á óvart enda alla tíð verið vitað að ef Ísland gengi í Evrópusambandið yrði ekki hægt að tryggja yfirráð Íslendinga yfir auðlindum Íslandsmiða. Þau yfirráð færu til stofnana sambandsins. Að sama skapi gætu Íslendingar ekki gert sér vonir um að sitja einir að aflaheimildum við landið ef af inngöngu í Evrópusambandið yrði enda grunnregla sambandsins jafn aðgangur að sameiginlegum auðlindum og undir það flokkast fiskistofnar innan sameiginlegrar lögsögu ríkja þess.
Rafn Gíslason, 15.9.2009 kl. 17:32
Malta er með yfir 70 sérlausnir og undanþágur frá reglum ESB. Þetta nær yfir allt mögulegt hjá Maltverjum, allt frá banni við skilnaði og yfir í bann við að útlendingar kaupi sumarhús á Möltu.
Allt tal um að íslendingar geti ekki fengið sérlausnir, eða undanþágur frá reglum ESB er tóm þvæla og á ekkert skylt við raunveruleikan.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 17:38
Þá skulum við láta reina á það Jón og sé það svona auðvelt eins og þú vilt láta þá ætti ekki að vera torsóttir varanlegar undanþágur hjá ESB. Mér finnst það hinsvegar ekki trúverðugt að svo sé ef taka má mark á ummælum frammámanna ESB sem sagt hafa að engar slíkar undanþágur séu í boði en þú veist kannski betur.
Rafn Gíslason, 15.9.2009 kl. 17:54
Aðalsteinn Leifsson hefur haldið marga lofræðuna um Evrópusambandið enda verið á launum hjá því við það.
Sigurður Þórðarson, 15.9.2009 kl. 18:25
Rafn, ég fylgist bara með fréttum, og ég kýki á eldri fréttir ef mig vantar upplýsingar um eitthvað sem búið er að gerast.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 18:29
Rafn, vildi bara taka undir þetta með þér. Og nenni ekki að fara að rökræða við neinn um heilabilun eins pólitísks flokks. Hvað ættum við að vilja gera þarna inn með yfirgangs-veldum? Ekkert.
ElleE (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 18:32
Jón ekki dreg ég það í efa að þú fylgist með en segðu mér eftir að vera er búin að lesa þessa grein í Thelegraph, hvar stendur að þessar 77 undanþágur sem þú fullyrðir að Malta hafi fengið séu varanlegar.
Rafn Gíslason, 15.9.2009 kl. 18:43
Rafn, þessar undanþágur eru í aðildarsamningi Möltu við ESB, og aðilarsamningi ríkis við ESB er ekki breytt nema að samið sé upp á nýtt.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 18:57
Gísli og Jón binda fyrir bæði augu og horfa fram hjá þeirri staðreynd að
strax við ESB aðild fer kvótinn á Íslandsmiðum á uppboðsmarkað ESB. Því
þá galopnast fyrir ESB-aðila að fjáfesta í ísl.útgerðum að vild og þar með
kvóta þeirra og sigla þannig bakdýramegin inn í íslenzka fiskveiðilögsögu,
MEÐ SKELFILEGUM afleiðingum fyrir íslenzkt efnahagslíf.
Þetta vita þessar elskur en neita að viðurkenna það í sínu blinda barnslegaa ESB-trúboði..
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.9.2009 kl. 21:49
Jón (Reynir) Frímann er dæmigerður "fasista gikkur" fylginn sér í allri ruglun sem getur safnast í lítin haus, erfðafræðinni væri fengur í að kíkja inn í litla búið þitt Jón "Reynir" Frímann, Malta ! ertu að djóka kálfurinn þinn, ertu búin að kíkja eftir hver afkastageta fiskveiðiflota EU ríkja ? Svíar og Danir eru uppá kant, einnig Svíar, Danir, Lettar og Lithauar, það eru grimm rifrildi í gangi um Norðursjóinn milli Frakka, Portúgala, Íra, Breta og Norðmanna, einnig eru Danir og Svíar blandaðir í þaug mál, þessar þjóðir eru búnar að rústa fiskveiðum strandríkja Afríku og vantar ný mið fyrir sín skip (sem eru flottari en íslensku skipin að jafnaði) það myndi ég kalla fyrir heilabilun að bjóða uppá viðræður um okkar eigin auðlyndir, það er heilabilun !!!
www.icelandicfury.com
sjoveikur
Sjóveikur, 15.9.2009 kl. 21:51
Ég veit ekki hvort hægt sé að ræða málefnalega um þetta hér lengur. Sýnist allt breytast í (kúa)skítaslettur.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 22:26
Gísli. Ég veit ekki hvort að það þjóni nokkrum tilgangi að ræða þessi mál yfir höfuð við suma ESB sinna ég hef reynt það í dag á síðunni þinni, en ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með þann málflutning sem ESB vinir þínir höfðu í hávegum í garð aðildarfélaga Heimsýnar. Það er því miður oft svo að þegar menn eru hættir að geta rætt saman á eðlilegan hátt um hin ýmsu mál sem menn greinir á um að þá er oft gripið til svívirðinga níðslegra ummæla í garð þeirra sem rætt er við. Það getur ekki verið svo að maður með þína menntun og reynslu getir varið slíkan málflutning. Ummælin um (Kúa)skítsslettur eru frá þér sjálfum komnar saman ber ummæli þín hér að neðan frá því í dag, (tekin af þinni eigin síðu). Ég ætla að rétt vona að sama hvar menn standa í skoðunum sínum til ESB þá láti þeir af þessum leiða sið þetta er hvorugum málstaðnum til framdráttar.
Það er því of snemmt fyrir andstæðinga, "fullveldissinna" og einangrunarsinna, að gleðjast. Þráfaldlega hafa menn óskað eftir málefnalegri umræðu um kosti og galla aðildar en fá í sig kúaslettur að "bændasið".Vonandi fer þetta að batna og málefnavopnin notuð.
Rafn Gíslason, 16.9.2009 kl. 00:28
Kannski er satt hjá Gísla og Rafni að fólk geti ekki rætt þetta málefnalega. Hefði Evrópuflokkur Jóhönnu Sig. ekki troðið EU umsókn með flýti og offorsi og yfirgangi gegn vilja stærri hluta þjóðarinnar í gegnum Alþingi, væri líklega staðan allt önnur. Frekja og ósvifni Jóhönn-flokksins og þeirra sem fylgdu yfirganginum og þrýstu gjörningnum í gegnum Alþingi hinsvegar setti fjölda fólks í baklás og olli mikilli reiði.
ElleE (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 11:09
Ég er hættur að nenna að taka þátt í "rökræðum" við þá sem hafa gagnstæða skoðun en ég á Evrópusambandinu því það endar alltaf á því að ég er kallaður einangrunasinni, afdalamaður, öfga-þjóðernissinni og jafnvel útlendingahatari.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.9.2009 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.