Evrópumálin eru Steingrími J erfiðust ?
6.9.2009 | 16:21
Evrópumálin eru Steingrími erfiðust
Steingrímur J. Sigfússon segir að Evrópumálin hafi verið sér miklu erfiðari en Icesave.
Jón Hákon Halldórsson skrifar:
Aðildarumsóknin að Evrópusambandinu er langerfiðasta málið sem Steingrímur J. Sigfússon hefur staðið frammi fyrir í ríkistjórnarsamstarfinu. Þetta kemur fram í viðtali við Steingrím í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins.
Fyrir mér var þetta miklu, miklu erfiðara mál heldur en Icesave. Ég átti í engum vandræðum með Icesave málið, því ég hef bjargfasta sannfæringu fyrir því að þetta var það eina sem hægt var að gera, þ.e.a.s. að leiða málið til lykta með þeim skástu samningum sem í boði voru," segir Steingrímur.
Steingrímur segist skilja mjög vel gagnrýnendur þeirrar niðurstöðu sem fékkst í ESB málinu. Hann bendi hins vegar á að Evrópumálin séu flestum flokkum erfið. Allir flokkar séu meira og minna skiptir í afstöðu sinni til ESB-aðildar.
Það er nú gott þó að seint sé að Steingrímur J sé farin að skilja hvaða skaða hann og forusta Vg hafa orsakað flokknum í ESB málinu. Það er bara full seint að skilja það þegar eftir stendur strandað fley og áhöfnin að yfirgefa strandstað. Það verður ekki aftur ýtt á flot á því fleyi þar sem það hriplekur og engin úr áhöfninni tilbúin að fara aftur út (til atkvæðaveiða) með þeim skipstjóra sem sigldi fleyinu svo dómgreindarlaust í stand. Það hjálpar ekki þó hann bendi á önnur skip og aðrar áhafnir sem hlotið hafa sömu örlög, það réttlætir ekki hans eigin afglöp.
Að Steingrímur J eigi ekki í neinum vandræðum með Icesave málið sínir kannski best í hvaða hugarheimi hann er staddur. Þarna erum að ræða mál sem er með þeim stærstu og afdrífaríkustu sem Íslenska þjóðin hefur staðið frami fyrir og hann telur sér enn trú um að sá samningur sem hann svo dómgreindarlaust skrifaði undir sé sá besti sem völ var á. Það þrátt fyrir að bent hafi verið á stórfenglega galla í þeim samningi bæði af innlendum og erlendum sérfræðingum. Þessi fullyrðing hans vekur hjá mér óhug.
Athugasemdir
Tek algjörlega undir þetta með þér. Maðurinn er gjörsamlega úr takti við þjóðfélagið, og það er Jóhanna reyndar líka. Eina sem heldur þeim við völd í dag er að fólk er ennþá hræddara við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn og þeirra afglöp.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2009 kl. 17:09
Gat fólk búist við öðruvísi fullyrðingum um Icesave frá manni sem þrýsti kúgunar-samningi gegn þjóð sinni i gegnum Alþingi? Fullyrðingin hans um Icesave núna er bara í takt við þá ósvinnu sem hann vann gegn þjóðinni með Jóhönnu Sig. og co. Og veldur mér ekki meiri óhug núna en fyrr. Frá mínum bæjardyrum eru yfirvöld okkar hættuleg frelsi og velferð þjóðarinnar.
ElleE (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.