Er Hannes heilbrigður?

Er þessi maður ekki heilbrigður? Er hann ekki ein af talsmönnum frjálshyggjunnar sem hampaði snilld útrásar liðsins með orðu eins og þeim að þeyr græddu á daginn og grilluðu á kvöldin.  Var hann ekki ein af hugmyndafræðingunum að einkavæðingunni og ein af þeim sem lagði línurnar að þeim ósköpum sem yfir okkur hafa dunið. Í þessu viðtali sem ég læt slóðina fylgja að þá kynnir hann fyrirlestu sin um snilld útrásarinnar og einkavæðingarinnar. Það fer ekkert á milli mála hverja hann telji vera snillingana á bakvið útrásinna og hversu frábær hugmynd hún var. Því er það með öllu óskiljanlegt hvað maðurinn er að hugsa með þessum mótmælum og hvað hann telur sig hafa til málanna að leggja, sumir kunna bara ekki að skammast sín.  Það er ábyrgðar hlutur af hálfu Háskóla Íslands að slíkur maður fái að kenna börnunum okkar stjórnmálafræði.

http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs&eurl=http%3A%2F%2Fwww.malefnin.com%2Fib%2Findex.php%3Fshowtopic%3D117914%26hl%3DHannes%2BH%C3%83%C2%B3lmsteinn&feature=player_embedded

 

 


mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll

Mikið rétt HHG stóð fyrir allt þetta sem þú nefnir, Rafn.

En, hitt er svo líka rétt hjá Hannesi að það fjölmiðlar lofsungu alla glæpamennskuna og brjálið á meðan að þeir fengu að vera með í boðinu. Og allir flokkar - nema VG (að einhverju leyti) - sungu með, ekki hvað síst Samfylkingin sem nú situr við völd og stjórnar öllu sem hún vill stjórna í skjóli VG.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 15:32

2 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Mikið rétt Rafn en andlegur foringi þinn kann nú líka að bulla og hvernig er hægt að trúa og treysta svona hys...

Sjá myndband: http://www.youtube.com/watch?v=Da88dIQoToU

Ragnar Borgþórs, 27.8.2009 kl. 15:35

3 identicon

Frjálshyggjan er fín og góð, en það er alveg rétt sem hann sagði að eftir 2004 breyttist allt, og ástandið á íslandi var alls ekkert í anda frjálshyggjunar.

 Þetta breyttist með tilrauninnni til að setja fjölmiðlalög, þá breyttist heldur betur valda jafnvægið þjóðfélaginu

stebbi (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 15:49

4 identicon

Tek undir með þér Rafn. Undarleg athugasemd frá Stebba hér að ofan sem stendur í brunarústunum og segir frjálshyggjuna fína og góða. Já hún er það fyrir ríkisstyrkta eins og Hannes og auðkýfingana sem settu allt á hausinn með dyggri aðstoð Sjálfstæðisflokksins.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 16:08

5 Smámynd: Rafn Gíslason

Ragnar hvaðan þú hefur það að Steingrímur J sé minn andlegi foringi veit ég ekki en þú ættir að lesa sum af eldri bloggum mínum þá átar þú þig kannski á að svo er ekki enda er ég ekki félagi í Vg lengur. Steingrímur J hvorki var né er minn andlegi foringi og ég tel mig ekki þurfa slíkan og er það meira en segja má um félaga sumra annarra flokka..

Stebbi og Guðmundur ekki ætla ég að gera lítið úr ábyrgð fjölmiðla en ég held að það sé ekki þar sem megin ábyrgðin á hruninu liggur þó þeyr eigi eflaust sinn þátt í voðanum.

Rafn Gíslason, 27.8.2009 kl. 17:21

6 identicon

Rafn, fjöldi manns studdi peninga-liðið.  Hins vegar get ég ekki sættst á það að það sama fólk megi ekki vera andvígt ICE-SLAVE kúgun.  Glæpabankar og glæpalýður var örugglega ekki það sem þeir studdu/ætluðu að styðja.  Og það er óréttlátt að þeim leyfist ekki að vera andvígir glæpum og ólöglegri kúgun.  Hannes er líka almennur borgari landsins og hefur fullt leyfi og ég mun styðja hvern sem er andvígur nauðunginni.

ElleE (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 21:27

7 identicon

Ætla samt að taka það fram að ég skil vel pirring þinn og fólks gegn þeim sem studdu peninga-liðið og óafvitandi glæpamenn.   Og efast ekki um víðtæka spillingu innan um stuðiningsmennina.   

ElleE (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband