Flokksrásfundur Vg á Hvolsvelli.

Nú um komandi helgi þann 28 til 29 Ágúst heldur Vg flokkráðsfund á Hvolsvelli , sagt er að þetta sé fjölmennasti  flokksráðsfundur sem flokkurinn hefur haldið til þessa. Það verður fróðlegt að sjá hver niðurstaða hans verður, mun grasrótin fara fram á uppgjör vegna afstöðu forustunnar í ESB málinu? eða mun hún láta berja sig til hlýðni við formanninn og forustuna eins og sumir þingmenn flokksins hafa þurft að þola eða mun hún láta loforð forustunnar um betrun og önnur vinnubrögð í framtíðinni nægja?.

Vg þarf að koma af þessum fundi með skýr skilaboð til félaga sinna og kjósenda um hvað flokkurinn ætlar sér í framtíðinni varðandi ESB og hvort hann ætli að lúta áfram í duftið hvað Samfylkinguna varðar  í afstöðu sinni til þess máls. Eiga hótanir Samfylkingarinnar um stjórnarslit að ráða áfram för og gerðum Vg í þessari ríkisstjórn eða ætlar forusta Vg að hífa upp um sig brækurnar og standa í lappirnar og hætta  að láta Samfylkinguna híða sig til fylgis við sig í nánast í öllum málum.

Ef Vg ætlar sér að endurheimta eitthvað af fyrri trúverðugleika verður að svara þessum spurningum og það strax og láta svo gjörðir fylgja loforðum, annars er ég hræddur um að þeyr félagar sem hafa hvað mest unnið fyrir flokkinn í grasrótinni vítt og breitt um landið leggi niður störf fyrir hann eins og þegar hefur átt sér stað og áður en almennur flótti úr flokknum mun eiga sér stað.

Einnig er það brýnt að flokkurinn myndi sér skýra stefnu um hvað hann ætli sér að gera í málefnum heimyllana því það er orðið brýnt fyrir löngu að eitthvað rótækt sé gert í þeim málum og að menn sýni þor til verka.


mbl.is Ögmundur er ekki vonsvikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hver treystir VG lengur með Steingrím í forsvari?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2009 kl. 16:36

2 identicon

Ekki mun ég hlusta og hvað þá trúa einu orði þeirra, Rafn.  Þeir hafa eyðilagt það. 

ElleE (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 18:08

3 Smámynd: Rafn Gíslason

Ásthildur og Elle. Já Vg er held ég búin að eyðileggja allt það traust og tiltrú sem flokkurinn hafði áunnið sér fyrir kosningar með framferði sínu í þessari ríkisstjórn og ekki nema von að kjósendur hans séu óánægðir.

Rafn Gíslason, 28.8.2009 kl. 18:28

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Aldrei að treysta eða trúa hérlendum vinstrisinnum Rafn minn, og allra síst
forverum hérlendra kommúnísta. Hin öfgafulla alþjóðahyggja sósíalista eins og hjá VG er engu minni en sósíaldemókrata. Þar sem við þurfum nýtt í íslenzka pólitík er róttækur ÞJÓÐLEGUR borgarasinnaður flokkur, sem hefur hagsmuni Íslands og almennings, hins vinnandi venjulegs manna eins og þig Rafn minn og mig Í FYRIRRÚMI.  Kalla hér með eftir okkar ÞJÓÐLEGA FRELSISFLOKKI!

Kveða til þín nýkominn frá vestfirsku Ölpunum og okkar falllega Önundarfirði!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.8.2009 kl. 21:41

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Varla nema von að það sé allt á hvolfi í þeim ágæta flokki Vg ef flokksfundirnir eru haldnir á Hvolfsvelli. Hvar er annars Hvolfsvöllur....?

Ómar Bjarki Smárason, 28.8.2009 kl. 23:42

6 Smámynd: Rafn Gíslason

Ómar minn þú fyrir gefur mér vonandi skriftina mína en eins og ég hef sagt áður hér á síðunni þá þjáist ég af lesblindu og það komma því miður fyrir svona leiðinlegar villur hjá mér ég átti auðvitað við Hvolsvelli, ég bið þig velvirðingar á því.

Rafn Gíslason, 29.8.2009 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband