Hvetr er fylgi flokkanna?
4.8.2009 | 16:44
Í gær var birt niðurstaða í svokölluðum þjóðarpúlsi Gallup þar sem fylgi ríkisstjórnarinnar var sagt vera 48% en það sem ég sakna þó mest í þessari könnun er að sjá hvaða hreyfing er á fylgi flokkanna, ég held að það sé það sem flestum landsmönnum leikur forvitni á að sjá um þessar mundir. Gallup hefur nú birt skoðanakannarnir um fylgi ríkisstjórnarinnar og hug manna til borgarstjórnarinnar, og nú í dag hvaða hug þjóðin ber til ESB aðildar, hvernig væri nú að birta niðurstöður um fylgi flokkanna, ég trú því nefnilega ekki að það hafi ekki verið spurt um það samtímis en af einhveri ástæðu er sú niðurstaða ekki birt. Hvert er fylgi flokkanna?.
Fylgi ríkisstjórnarinnar 48% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég tók þetta líka saman myndrænt í mínum pistli.
Axel Þór Kolbeinsson, 4.8.2009 kl. 16:50
Ég sendi fyrirspurn um þetta til Gallup og fékk bara einhver loðin svör.
Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 17:00
Skoðanakannanir útkomur þar eru bara í anda þeirra sem biðja um þær. Og núna liggur lífið við hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum að fylgi þeirra sé ekki gert opinbert.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2009 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.