Það getur verið skaðlegt ef málflutningur Evu heyrist of víða.
3.8.2009 | 23:16
Það er undarlegt hvað sumum aðilum er uppsigað við Evu Joly og virðist það einna helst koma úr einni át, og á ég þá ekki við Björn Bjarnarson. Eva er eini erlendi stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp hanskann fyrir okkur Íslendinga og lagt sig fram um að málstaður okkar heyrist sem víðast á erlendri grund, og það er bara að þakka fyrir það. En auðvitað eru viss öfl í þjóðfélaginu sem mega ekki fyrir nokkurn mun heyra á slíkt minnst og eru æf yfir því að hún skuli gerast svo ósvífin, sérstaklega þar sem það gæti hugsanlega styggt viss samtök í Evrópu, nokkuð sem má alls ekki gera núna þegar svo mikið liggur undir, og geti nú sér hver til hvaða manskap þar er át við.
Það getur nefnilega verið skaðlegt ef málflutningur Evu heyrist of víða.
Joly tókst það sem öðrum tekst ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu ekki aðeins að dramatisera þetta með "uppsigað"
Fólk hefur deildar meiningar um hvort heppilegt sé að hún sé, án samráðs, að fjalla um viðkvæm milliríkjadeilumál okkar sem eru á viðkvæmu stigi.
Held að allir séu ánægðir með að fá hana hingað til aðstoðar við sérlegann saksóknara, nema þeir sem í svikum hafa staðið. Og þeir virðast loða mikið við Sjálfstæðisflokkinn.
hilmar jónsson, 3.8.2009 kl. 23:22
Ég get ekki séð Hilmar hvaða skaða hún gerir með að benda á staðreyndir og ég geri ráð fyrir að hún tali í eigin nafni í þessum greinum, hún er ekki að tala þar sem fulltrúi Íslensku ríkistjórnarinnar að mínu viti. Það væri orðið slæmt ef einstaklingar þurfa að fá heimild frá ríkistjórninni til að tjá sig, og við megum heldur ekki gleyma að hún á sæti á þingi Evrópusambandsins og gæti hæglega verið að tjá sig um þessi mál sem slík.
Rafn Gíslason, 3.8.2009 kl. 23:33
Viðbrögð margra Sossa við grein Evu Joly hafa verið ákaflega óyfirveguð og ég tek undir með þér Rafn, að þeim er uppsigað við Evu. Sem betur fer eru þessi heimskulegu viðbrögð Sossanna vel til þess fallin að stækka hóp okkar fullveldissinna.
Hvað sem segja má um pólitíska fortíð Björns Bjarnasonar, þá hefur hann verið virkur í fullveldisbaráttunni og mjög liðtækur. Málflutningur hans er ákaflega traustur, enda fáir í landinu sem hafa jafn mikla reynslu af ritstörfum og Björn.
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.8.2009 kl. 00:13
Hilmar er bara að segja það sem Evrópusinnarnir pískra sín á milli.
Sigurður Þórðarson, 4.8.2009 kl. 00:17
það eitt vil ég segja Loftur minn ! að Björn Bjarnason er það hættulegasta sem hefur svifið yfir íslenskum sjálfstæðismálum sem um getur í seinni tíð ! hann og hans meðhlauparar hafa haft sig í frammi við að vopna þjóðina (þótt smátt sé) sem gefur alltaf möguleika á að gjalda líku líkt !!!
Byltingin étur börnin sí ! Lifi Byltingin !!!
www.icelandicfury.com
kveðja, sjoveikur
Sjóveikur, 4.8.2009 kl. 09:40
Sjóveikur, ef Icesave-stjórnin heldur sínu striku mun nauðsynlegt fyrir þjóðina að vopnast og reka af höndum sér landsölulið Sossanna. Hvoru megin víglínunnar ætlar þú að taka þér stöðu ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.8.2009 kl. 13:25
minn kæri Loftur, ef ég væri ekki faðir ungra barna, þá væri ég komin á svæðið með duglegum körlum en veistu hvað ? einu sinni tók ég að mér verkalýðsmálavinnu og ég verð að segja það opið að það geri ég ekki aftur Stebbi kallinn Run blessuð sé mynning hans ! snéri liðinu á hurðarás og glotti við tönn þá skráði ég mig úr verkalýðsfélagi mínu og sný ekki aftur að svoleiðis endemum, en krati eða sossi er ég ekki vinur og ég hef öngva trú á því guðsvolaða liði sem situr við völin á Klakanum, og það kemur þér ábyggilega ekki á óvart fyrst þú virtir mig svars
ég hef alltaf kallað mig "pólitíska hóru" sem eiginlega ætti að gera mig að tækifæris sinna, en það er ég ekki heldur, svo svona til að útskýra mína afstöðu og efnisinnihald, þá myndi ég glaðlega fara í stríð fyrir "frjálsar" Eyjar ef ég byggi þar en ég er ekki á lausu til misnotkunnar lengur við sjómensku, svo eins og þú einfaldlega stillir því upp, þá geta sossarnir passað sig á mér, en það er ekki nýtt í mínu vinaliði að vita um það, ég bý í Svíþjóð og verð þar ef þeir henda mér ekki út og ég og mín fjölskilda sem er sænsk erum svarin á móti EU og það alla leið, svo þið getið treyst mér fyrir Íslands hag nú og alltaf, ef það er svarið sem þú færð félagi, en við verðum að jafna til í bökunarformunum svo að kakan metti þá sem hún verður að metta ! svo eitt að lokum Björn Bjarnason verður að krjúpa til krossins, hann er ekki heimskur bara ekki með öllum mjalla, sennilega vegna hroka og sjálfgefni, hann er af góðu fólki og vel gefin, fræðimenska eða eitthvað sem heldur honum frá mínum "hnefum" þvi ég er ekki sérlega hlyntur vopnun Íslands, það þarf tildæmis ekki nema eina hringferð með einni hleðslu af JAS 39 rúnt Ísland og Ísland er komið á landnámsöld aftur við seljum ekki landið, treystu því og við borgum ekki það sem Icesave heitir heldur, treystu því ! ef ég reynist ósannspár og "lýðræðið" gerir eitthvað annað ? máttu hóa í mig og ræða málin, ég kann götunnar mál og hef ekki neina þörf fyrir andlitsklúta
hafðu það sem best kall og verðu landið með kjafti og klóm, ég er með þér í því
www.icelandicfury.com
Pálmar Magnússon Weldingh er "sjoveikur"
Sjóveikur, 4.8.2009 kl. 14:12
Góð sending frá þér Sjóveikur. Ég bið að heilsa til Svíþjóðar, þar sem ég var við nám í 3 ár.
Kveðja.
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.8.2009 kl. 16:57
Þakka ykkur fyrir innlegin sem voru áhugaverð.
Pálmar þú ert vel staðsettur í Svíþjóð, þar er gott að vera af mínu mati en ég bjó þar í ein 8 ár, lendst af í Landskrona.
Rafn Gíslason, 5.8.2009 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.