Er VG að klofna út af ESB og Icesave.

Árni Þór Sigurðsson telur umæli Jóns Bjarnasonar vera til heimabrúks í norðvesturkjördæmi, þetta eru furðulegar yfirlýsingar af hans hálfu þar sem Jón Bjarnarson hefur verið yfirlýstur ESB andstæðingur alt frá stofnun þessarar ríkisstjórnar og þarf því ekki að sannfæra sína kjósendur um það hvar hann stendur í þessu máli, það sem vekur athygli mína er að Árni Þór skuli beina spjótum sínum að Jóni, skildi það vera að Árni Þór sé hlynntur ESB aðild, ég er farin að hallast á þá skoðun. Ég get ekki betur séð en að Ögmundur Jónarson sé Jóni Bjarnarsyni samála hvað það varðar að verið sé að beita Íslandi þvingunum og bolabrögðum ef marka má skrif Ögmundar á heimasíðu sinni í gær í greininni „Vinir Íslands" og virðist sú færsla hafa farið fyrir brjóstið á Drífu Snædal framkvæmdastjóra VG en í facebook færslu hennar í dag veltur hún því upp hvort hægt sé að fá nálgunarbann á vinnufélaga sinn Ögmund, og þá vegna þeirrar teiknimyndar sem greininni fylgir og styðst hún þar við túlkun leiðara Fréttablaðsins á myndskreytingu þeirri sem fylgir með grein Ögmundar. Ég held að það sé nokkuð augljóst að komin er upp djúpstæður ágreiningur innan VG um hvernig haldið hefur verið á málum bæði í ESB málinu og nú í Icesave málinu, og ef fram fer sem horfir þá má gera ráð fyrir að sá ágreiningur muni brátt koma enn betur í ljós á næstunni eins og þessar glósur Árna í garð Jóns og ummæli Drífu í garð Ögmundar bera með sér..Er VG að klofna útaf ESB og Icesave.

 

Yfirlýsingar ráðherra skaðlegar

Yfirlýsingar Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að fresta beri umsóknarferlinu að Evrópusambandinu eru skaðlegar að mati Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns vinstri grænna og formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Hann segir yfirlýsingarnar virðast hugsaðar til heimabrúks í norðvesturkjördæmi en nú eigi fyrst og fremst að vinna að íslenskum hagsmunum.

Jón sagðist í fréttum útvarps um helgina vilja fresta umsóknarferlinu að Evrópusambandinu. Hann hefði meðal annars þungar áhyggjur af samningsstöðu Íslands. Árni segir þessi ummæli koma á óvart. Meirihluti Alþingis hafi tekið ákvörðun og það sé skylda þingmanna og ráðherra, þar á meðal landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, að vinna í samræmi við yfirlýstan vilja Alþingis. Hann segir að vilji Jón fresta umsóknarferlinu sé réttast að hann flytji um það tillögu í ríkisstjórn eða á Alþingi.

frettir@ruv.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta eru áhugaverðar hugleiðingar hjá þér Rafn, sérstaklega vegna góðra tengsla þinna við VG. Mér hefur að undanförnu orðið hugsað um þann möguleika að Steingrími hafi verið boðin formennska í Samfylkingunni og hann þegið.

Þessi ótrúlegu og óvæntu sinnaskipti sumra VG þingmanna boða ekki gott, hvorki fyrir þjóðina né framtíð VG. Með opinberri árás Árna Þórs, á Jón Bjarnason, er Árni auðsjáanlega að auglýsa að hann er ESB-sinni. Hann skorti manndóm til að koma úr skápnum fyrir kosningar.

Haltu áfram Rafn, að vakta VG.

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.7.2009 kl. 18:01

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisvert hjá þér, Rafn. Það var nú reyndar m.a. Steingrímur sem sagði, að þeir í VG áskilji sér rétt til að vera á móti inngöngu í þetta Evrópubandalag. Það er þó seint í rassinn gripið nú! Svik hans og (sennilega) Trójuhestsins Árna Þórs, tíu milljóna mannsins, eins og ég kalla hann (Árni fekk 10 millj. kr. styrk frá ESB fyrir nokkrum árum!), o.fl. VG-þingmanna eru hrikaleg, bæði við flokkinn, óbreytta kjósendur hans og þjóðina, því að þetta ferli, sem við erum komin á, er stórhættulegt, eins og Steingrímur átti að vita, m.a. í krafti upplýsinga sem flokksmaður hans Matthías Björnsson sendi honum, þ.e. bæklings eftir Nóbelsverðlaunahafann prófessor Ragnar Frisch.

Nú verður sennilega ekki aftur snúið hjá Ögmundi og Jóni Bjarnasyni með andstöðuna. Það ræð ég ekki endilega mest af "linkind" Steingríms við Jón í sjónvarpsviðtali í kvöld, heldur einfaldlega af eðli máls. Yfirgangur Samfylkingarspíra verður ekki þolaður, fyrr klýfur heilbrigði hlutinn í VG sig út úr þingflokknum og nýtur til þess fulls stuðnings langflestra VG-manna víða um land, jafnvel í kjördæmi formannsins. Jón er á meðan traustur í sessi ráðherra og ómissandi þar.

Bezt ég endi þetta með pillu minni um fyrrnefndan flokksbrodd, sem ég viðhafði þessi orð um á vefsíðu Páls Vilhjálmssonar í kvöld:

Tíu milljóna Ebé-maðurinn er undarleg blanda af Moskvulærðum, skrælnuðum sósíalista, flokkspotara, borgarbýrókrat, evró-trotter og flokkskommissar í bráðaútkalli til að tryggja sinni illa stöddu þjóð að fá að axla ofurþungann af ömurlegasta "lánssamningi" sem frétzt hefur af á byggðu bóli og þótt víðar væri leitað.

Jón Valur Jensson, 28.7.2009 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband