Er komin upp klofningur í ESB afstöðu ASÍ.

Eitthvað virðist samstaðan hjá ASÍ í Evrópumálum vera að riðlast, eða var hún kannski ekki eins mikil og Gylfi Arnbjörnsson hefur viljað vera láta, hann fullyrti í blaða skrifum við mig í vor að mikill meirihluti aðildarfélaga ASÍ væru hlynntir ESB aðild. Samkvæmt könnun sem ég gerði var ekki hægt að fá svör frá félögunum um hvort stjórnarmenn þessara aðildarfélaga ASÍ hefðu umboð sitt frá félagsmönnum sínum til að lýsa yfir afdráttarlausu fylgi við ESB umsókn,  þeyr hljóta að þurfa að sækja slíkt umboð frá baklandinu, það er að segja frá félagsmönum sínum annars er lítið mark takandi á slíkum yfirlýsingum. Nú virðist svo vera að einhverjir í forustu VR séu orðnir efins og kæmi mér ekki á óvart að það væri víðar meðal aðildarfélaganna. Því er hægt að spyrja sig hvort komin er upp klofningur í ESB afstöðu ASÍ.

Harmar að nokkrir stjórnarmenn VR vilji úr ASÍ

Gylfi Arnbjörnsson

Forseti Alþýðusambands Íslands segist harma það að nokkrir stjórnamanna í VR vilji að félagið segi sig úr sambandinu. Hann segir samstöðu launþegahreyfingarinnar afar mikilvæga á þessum tímum.

Í kvöldfréttum í gær kom fram að nokkrir stjórnarmanna VR vilji að félagið fari úr Alþýðusambandinu. Ástæðurnar eru meðal annars þær að það þyki of kostnaðarsamt og þá hafi stuðningur ASÍ við aðildarviðræður við Evrópusambandið farið fyrir brjóstið á nokkrum þeirra.

Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands segir launþegahreyfinginuna sundrast komi til þess að VR gangi út úr sambandinu. Alþýðusambandið hafi talið mikilvægt að sækja um aðild að ESB og að aðildarsamningurinn yrði lagður undir þjóðina sem tæki endanlega afstöðu. Með VR innanborðs verði áhrif launþegahreyfingarinnar sterkari og þá sérstaklega á þessum tímum. Hundað þúsund félagsmenn eru í ASÍ og er VR stærsta félagið þar inni. VR greiðir 70 milljónir á ári til sambandsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ekki orðið vör við að félagsmenn hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslu um ESB svo yfirlísing ASÍ hefur komið mér spánst fyrir sjónir,en það er alltaf hætta á svona vinnubrögðum þegar forystufólk tekur framgang í pólitík fram yfir félagsmenn.Það hefði verið nær að aukafundur ASÍ hefði snúist um að lægstu launin séu undir FÁTÆKTAMÖRKUM.Það er aumkunarvert að fólk hafi það jafnveg betra á atvinnuleisisbótum en að vinna á þeim launatökstum sem verkalýðsforystan hefur samþykkt í gegnum tíðina fyrir verkafólk.Kveðja til ykkar.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 08:49

2 identicon

Sammála - það þarf að leiðrétta stefnuna hjá verkalýðshreyfingunni og það strax.  Þegar pólitíkin er orðin aðalatriðið en laun og réttindi verkafólk aukaatriði þá er kominn tími á að skipta um í brúnni.

Hvar er rödd stærsta verkalýðsfélagsins Eflingar?  Er nálægð við atvinnurekendur aðalatriðið ekki félagsmennirnir? Er kannski er kominn tími á hallarbyltingu eins og hjá VR? Ekki er stuna vegna lækkunar á lífeyri frá lífeyrissjóði, er formaðurinn báðum megin borðs?

Sem betur fer eru nokkur stéttarfélög með rétta stefnu og berjast fyrir sínum félagsmönnum, við viljum fleiri svoleiðis verkalýðsforkólfa!

Ella (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband