Rökrétt að fresta ESB viðræðum.
26.7.2009 | 19:58
Það er bera hægt að vera sammála Jóni í þessu mati hans, það er öllum augljóst að nota á Icesave samningin til að þrýsta á okkur í komandi ESB aðildarviðræðum. Það á að afgreiða Icesave samningin frá alþingi áður en farið er í viðræður við ESB af augljósum ástæðum við erum ekki í neinni samnings stöðu með hann ófrágengin, það ættu allir að geta séð og gert sér grein fyrir.
Nú er það svo að ekki einungis Jón Bjarnason sér þessi tengsl og talar um þau opinberlega það hefur Ögmundur Jónasson einnig gert og nú síðast á heimasíðu sinni, þannig að ef þingmenn Samfylkingarinnar telja Jón vanhæfan sem ráherra vegna ESB og andstöðu sinnar þá ætti Ögmundur að vera það líka.
Atli Gíslason hefur krafist þess að AGS legði spilin á borðið hvað varðar lánasamningin þeirra við Íslenska ríkið og hvaða skilmálar fylgja honum. Það er komin tími til að þessir hlutir séu upp á borðinu nú þegar svo allir aðilar geti gert sér ljóst hvað þar stendur og hvort það séu ófrávíkjandi skilyrði AGS, ESB og þeirra erlendu ríkja sem ætla að lána okkur fé til uppbyggingar að gengið sé frá Icesave málinu áður en að ESB viðræðum kemur, en því miður þá hafa þessir aðilar verið tvísaga hvað það varðar.Þar af leiðandi er það rökrétt að fresta ESB viðræðum þar til þessi mál eru komin á hreint.
![]() |
Vill fresta umsóknarferli ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er svo djúp og mikil glæpastarfsemi á Íslandi, að það er aðeins toppurinn á ísjakanum sem fólk sér og þykir nóg um.
Það verður að hreinsa upp alla glæpastarfsemina í landinu áður en sótt er um aðild að ESB. Sambandið samþykkir aldrei inngöngu Íslands,þetta sjóræningjaskip með þessa glæpamenn innanborðs.ALDREI !
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.