Fer Birgitta með rétt mál?

Séu þessar upplýsingar Birgittu réttar, þá er hér grafalvarlegt mál á ferðinni sem kalla á skýringar af hálfu fjármálaráðherra og hans fólks. Það er sem mann grunar að trúlega er ekki allt komið upp á borðið eins og lofað var. Því getur maður spurt sig er þetta rétt hjá Birgittu?

 

Segir ríkisstjórnina hagræða tölum

 

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar.

Sunnudagur 19. júlí 2009 kl 21:30

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

„Maður þarf að toga öll gögn út, svo framarlega sem við vitum hver gögnin eru. Það er afskaplega mikið af gögnum sem eru merkt sem trúnaðarmál sem mér finnst ekki eiga að vera trúnaðarmál," segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar. Ríkisstjórnin boðaði betra upplýsingaflæði til þjóðarinnar á hveitibrauðsdögum sínum en annað hefur komið á daginn að sögn Birgittu.

Hún furðar sig á því sem hún kallar blekkingarleik fjármálaráðuneytisins varðandi heildarskuldastöðu þjóðarinnar sem komin sé upp í 250 prósent af landsframleiðslu og þar með yfir mörkum AGS til að þjóðir teljist tæknilega gjaldþrota.

„Þessu var hins vegar breytt þannig að sveitarfélögin voru tekin út úr pakkanum, genginu var breytt og skuldir álfyrirtækjanna felldar út. Þar er verið að hagræða hlutunum svo við getum tekið á okkur Icesave," segir hún.

„Við áttum ekki að sjá Icesave-samninginn, en áttum að fá úrdrátt úr honum. Þingið átti að taka ákvörðun um samninginn út frá úrdrætti. Samningurinn lak svo í fjölmiðla og þá fengum við hann."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég hef heyrt svipaðar sögur beint frá öðrum þingmönnum úr öðrum flokkum.  Ég trúi því að þetta sé rétt hjá Birgittu.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.7.2009 kl. 09:51

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Þá finnst mér það grafalvarlegt mál Axel. Með því að hagræða tölum á þennan hátt þá er vísvitandi verið að blekkja fólk.

Rafn Gíslason, 20.7.2009 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband