Upphafið að endalokum VG.
16.7.2009 | 13:12
Með þessari afgreiðslu má fullyrða að forusta VG hafi tekið fyrstu skóflustungu að gröf flokksins. Vinstri grænir héldu uppá 10 ára afmæli sitt fyrir skömmu og hefur forusta flokksins nú gefið félagsmönum félega afmælisgjöf eða hitt þó heldur. Síðustu klukkutímanna hefur síminn hjá okkur hjónum bókstaflega glóað þar sem svæðisfélög víða um landið hafa keppst við að hvetja grasrótanna í að senda forustunni ályktanir um að hafna aðildarviðræðum, eða í það minnsta styðja tvöfalda þjóðaratkvæðisgreiðslu. Forusta VG hefur nú valið að hunsa þá beiðni félaganna, því segi ég að það eina sem forusta VG virðist skilja er að félagar flokksins segi sig úr honum eða segi sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir hann, því að ljóst má vera að það hefur orðið algjör trúnaðarbrestur á milli forustu VG og grasrótarinnar. Þetta kann að vera upphafið að endalokum VG.
Tillögu Sjálfstæðisflokks um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Thvert á móti verdur thetta til thess ad flokkurinn verdur tekinn alvarlega og mun frekar auka fylgi sitt en öfugt.
Thad er náttúrulega bara kjaftaedi og barnaskapur ad hafa tvöfalda kosningu.
Thjódin mun kjósa ad samthykkja eda ekki samthykkja hugsanlegan samning. TVÖFÖLD KOSNING....LOL AHHAHAHHA AHHAHAHHAHAH HAHAHAHAHAHHAHA HVÍLÍKT BULL OG VITLEYSA!!!!
Halló!! (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 13:45
Skil mjög vel afstöðu þína.
Virðist vera sem að milli landsbyggðar og Rvíkursvæðisins sé illbrúanleg gjá í afstöðu til sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarréttar þjóðarinnar.
Minni á, að undirritaður gat ekki greitt sínum Flokki sitt atkvæði síðast.
Mbk
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 16.7.2009 kl. 13:48
Ég varla trú thér Bjarni Kjartansson ad thú hafir ekki greitt "thínum" flokki thitt atkvaedi.
Nei ég á bágt med ad trúa thér thegar thú segir thetta. Taladir thú ekki á sjálfum landsfundinum?
En ef thú ert ad segja sannleikann thá er mín spurning til thín: HVERNIG Í ÓSKÖPUNUM STENDUR Á THVÍ AD THÚ GREIDDIR THESSUM FLOKKI SÉRHAGSMUNA SEM STYDUR KVÓTAKERFID ATKVAEDI THITT ALLT THITT LÍF?
Nefndu mér eitthvad jákvaett vid thennan flokk. Heldur thú virkilega ad thessi flokkur hafi áhuga á kjörum almennings í landinu? Og ef svo er...vinsamelga nefndu nokkur daemi sem stydja thá skodun thína.
Halló!! (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 14:14
Halló: Mikil er trú þín, ég upplifði annað hér í morgun rétt fyrir þessar kosningar þar sem síminn bókstaflega stoppaði ekki hjá okkur hjónum vegna þessa máls. Við höfum bæði starfað fyrir svæðisfélag VG hér í Hveragerði og Ölfussi, konan mín sem formaður og ég sem stjórnarmaður, það bókstaflega glóir allt af illsku og ósættis í VG og meðal kjósenda sem kusu VG vegna andstöðu við hans við ESB. Ég tel að það þurfi mikið að koma til að flokkurinn auki fylgi sitt á næstunni, ég hef því miður trú á hinu gagnstæða.
Rafn Gíslason, 16.7.2009 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.