Sinnaskipti hjá forustu VG í ESB málinu:

http://www.ruv.is/heim/frettir/innlendar/kosningar/2009/myndefni/nanar/store218/item258495/

Hér má hlusta á hvað formaður VG sagði um ESB aðild fyrir síðustu kosningar í morgunvaktinni á rás 1 þann 31 03 2009. Sama afstaða var endurtekin í yfirheyrslu formanna flokkana í síðdegisútvarpi rásar 2 þann 21 04 2009.

Þar segir Steingrímur J að það sé ekki á stefnuskrá VG að ganga í ESB og segir að rökin gegn aðild hafi jafnvel dýpkað. Þannig að öllum má vera ljóst að afstaða sumra þingmanna VG og forustu flokksins hefur breyst verulega frá því að þessi upptaka fór fram, og er hægt að fullyrða að kjósendum VG voru gefin önnur fyrir heit varðandi ESB aðild fyrir kosningar en þau sem við horfum fram á af hálfu meirihluta þingmanna og forustu VG í dag. Kjósendur VG og þeyr félagsmenn flokksins sem eru á móti ESB aðild eiga kröfu á forustu og þingmenn VG, sem hafa skipt um skoðun hvað aðild varðar að þeyr útskýri fyrir okkur hvað hafi valdið þessum sinnaskiptum. Ég vill ekki trúa að ráðherrastólarnir vegi svona þungt og að samstarfið við samfylkinguna sé þeim svo mikilsvert að þeyr séu reiðubúnir að svíkja kjósendur sína og félaga í VG í ESB málinu. Kjósendur og félagsmenn VG eiga heimtingu á að gert sé grein fyrir þessari  u beygju í ESB afstöðu VG forustunnar og það strax.


mbl.is Hjáseta kann að ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband