Ósvífni Björgólfsfeðga:
7.7.2009 | 21:50
Ég er sammála Vilhjálmi Bjarnarsinni það er ekki hægt að bjóða þjóðinni svona lagað, það eru gjörðir fyrirtækis þessara manna sem íslenskur almúgi á að borga reikningana fyrir í formi Icesave skuldanna, er mönnunum ekki sjálfrátt hvernig dettur þeim þetta í hug og hvað er stjórn Kaupþings að hugsa, hafa þessir menn ekkert lært á fyrri mistökum hvað varðar niðurfellingu skulda auðmanna þar á meðal fyrri eiganda Kaupþings, halda þeyr að þjóðin láti bjóða sér svona yfirgang. Nei nú er mál að linni og farið verði í að frysta eigur þessara manna. Þeir sjá greinilega enga sök hjá sjálfum sér og hafa fyrirgert sér alla vorkunn frá Íslensku þjóðinni og réttast væri að gera þá landlausa og burtræka frá Íslenskri grund um aldur og ævi.
Varar við borgarastyrjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála!!!!! Þetta er hrein ósvífni!!! Þeir eiga að greiða sín lán að fullu - eins og við hin. Við þurfum að taka á öllu okkar til að standa við okkar skuldbindingar - þeir eig að gera það líka. Vorkenni þeim ekki að selja allt og fara á leigumarkað.
Þeir eiga að þrífa eftir sig sjálfir. Sveiattann!!!!
Inga (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.