Ásmundur Einar er í takt við félagsmenn VG og kjósendur flokksins.
1.7.2009 | 00:14
Ásmundur Einar Daðason á heiður skilið fyrir að hvetja þingheim til að slá ESB aðild út af borðinu, þjóðin er nógu sundruð út af icesave skuldunum svo ekki sé bæt á þann eld. Vg lýsti því yfir fyrir kosningar að ekki stæði til að fara í viðræður um ESB aðild ef flokkurinn kæmist til valda að minnstakosti ekki án þess að fram færi þjóðaratkvæðis greiðsla um hvort sækja ætti um aðild. Við vitum öll hvernig það mál hefur snúist í höndunum á flokks forustunni og eru nú einungis fáir þingmen VG sem hafa líst því afdráttarlaust yfir að þeyr muni standa við fyrri yfirlýsingar sem VG gaf kjósendum sínum fyrir kosningar en það eru þau, Þuríður Backman, Jón Bjarnarson, Guðfríður Lilja, Atli Gíslason og Ásmundur Einar. Nú síðustu vikur hafa verið að koma ályktanir frá svæðisfélögum VG þar sem þessum viðsnúningi forustunnar er mótmælt og er Ásmundur Einar aðeins að skerpa á þeirri andstöðu sem er innan flokksins hvað ESB umsókn varðar. Það má fullyrða að forusta VG og þeir þingmenn sem eru hlynntir ESB umsókninni eru ekki að tala fyrir hönd meirihluta félagsmanna í VG öfugt við ofangreinda þingmenn sem eru í takt við félagsmenn og kjósendur flokksins.
Hvatti þingheim til að slá ESB út af borðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sé ekki betur en að ríkisstjórnin sé öll í Vg og öll kosningamálin að koma fram:Lífskjör að verða verri en í N Afríku, mannréttindi fótum tróðin, þýfi bankanna ekki skilað til almennings heldur fært bankastjórum VG banka til innheimtu. Tryggð fákeppni á flestum sviðum.Bara allt eins og það var nema að
Vg markaðssetur þetta betur.Kallar þetta stöðugleikasáttmála og aðgerðir til bjargar heimilunum. ESB vill ekki svona pakk eins og íslenska stjórnmálastétt inn í ESB.Því miður er það svo og þar með verða íslendingar dæmdir úr leik enda eru lífskjör hér orðin þannig að allur almenningur hefur ekki efni á að ferðast.Hann situr hér fastur en aðeins Ásmundur Einar og flokkspótintátat VG banka komast úr landi.Á kostnað leikskólakennarans og smáfyrirtækjanna.
Einar Guðjónsson, 1.7.2009 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.