Atvinnuleysi útlendinga.

Þessi frétt kemur mér ekkert á óvart, útlendingar verða oftast þeir sem fyrst hverfa af vinnu markaði við svona aðstæður, það þekki ég af eigin raun frá þeim tíma sem ég bjó í Svíþjóð eða frá 1989 til 1996 á tímum fyrri bankakreppu þar í landi, en þar var þróunin meðal erlendra starfsmanna sú hin sama og við sjáum nú hér. Ég hef séð á ummælum sumra bloggara að þeim finnst þetta fólk vera afætur á íslenskum atvinuleysisbótum, en því er til að svara að þetta fólk hefur unnið fyrir réttindum sínum rétt eins og íslendingar og eiga að fá að njóta þeirra. Sumt af þessu fólki hefur jafnvel keypt hér fasteignir og þarf að standa skil á þeim rétt eins og við eða fyndist okkur það réttlát að Íslenskir starfsmenn erlendis væru sendir til síns heima og fengju ekki að njóta sömu réttinda og starfsmenn þess lands sem þeir ynnu í þótt þeyr hefðu greitt í sjóði veraklíðsfélaga og greitt sína skatta til samfélagsins.
mbl.is Mikið atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband