Stoltur af nýja hundinum.

Er alveg farin í hundanna svei mér þá. Nú er hann Brútus komin til okkar hann er 13 mánaða blanda af Border Collie og Labrador. Við vorum dálítið smeyk um að Tinna tíkin okkar myndi ekki samþiggja ráðahaginn en allt virðist vera að ganga upp hjá þeim. Honum hafði ekkert verið sinnt í sveitinni þar sem hann var og það átti að fara að lóga honum þegar við lásum um hann á netinu og ákváðum að skoða hann betur, við höfum trúlega dottið í lukkupottinn með hann. Hann var gauðdrullugur þegar við fengum hann og honum hafði greinilega lítið verið sinnt, hann hafði aldrei komið í bíll eða haft hálsól og því síður gengið í ól, nú stekkur hann upp í bílinn eins og hann hafi aldrei gert annað og gengur við hæl í ól eins og margreindur verðlauna hundur, allt þetta á einum sólarhring. Þetta er algjört gæðablóð og sem vott um gott og stresslaust skaplindi þá var hann kembdur og fór í bað í gær og í dag var hann aftur kembdur og meira að segja ryksugaður á eftir, það þarf ekki að taka fram að hvorugu hefur hann nokkru sinni kynnst áður. Set mynd af honum hér á síðunna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband