Loks sá svæðisfélag VG ástæðu til að minna þingmenn VG á ályktun flokksins.

Loksins sá einhverft af svæðisfélögum VG ástæðu til að minna þingmenn VG á ályktun flokksins, þá sem tekin var á landsfundinum í mars um ESB aðild, og var komin tími til. Það er með ólíkindum hvað hljót hefur verið meðal svæðisfélaga VG um þá ákvörðun flokks forustunnar í stjórnarsamstarfinu að veita ESB umsóknarferlinu brautagengi. Ég var farin að óttast að flokkssystkini mín ætluðu að láta þetta viðgangast ó átalað. Það er bara hægt að fagna því að svæðisfélögin láti í sér heyra og minni þingmenn á fyrirheitin fyrir kosningarnar um að ESB umsókn væri ekki verslunarvara af hálfu VG. Það að sumir þingmen VG ætli að greiða fyrir ESB aðildarumsókn með atkvæði sínu er með öllu                     ó ásættanlegt með tilliti til ályktunar flokksþingsins og þeirra loforða sem kjósendum voru gefin fyrir kosningar. Ég skrifaði grein fyrr í vor þar sem ég fordæmdi þessa ákvörðun og varaði við hugsanlegum klofningi innan raða VG ef mál færu á þan veg að þingmenn VG stuðluðu að því að frumvarpið yrði samþykkt. Það má vera að þingmenn VG telji sig ekki þurfa að gefa okkur félögum sínum skýringar á þessum sinna skiptum sínum og kannski erum við í grasrótinni ekki nógu merkileg í þeirra augum til að þeir sjái ástæðu til þess, sé svo þá er bara að harma það.


mbl.is Þingflokkur VG hvattur til að beita sér gegn aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Já það er nú gott  að vita að molbúarnir með torfbæjarhugsanaganginn séu vaknaðir til lífsins. 

Vinstri Græn, út úr kú!

Hvumpinn, 14.6.2009 kl. 16:22

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já það er nú kannski munur á þessum hugsunarhætti eða "skapandi" hugsjónapólitík hægri manna.  Þar fara sko saman framfarir og stöðugleiki eins og ástand vestrænna ríkja sýnir í dag. Þessi blússandi hagsæld hefði verið óhugsandi án leiðsagnar markaðshyggjunnar!!!!!!!!!!!

Árni Gunnarsson, 14.6.2009 kl. 16:55

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég tek ofan fyrir VG í Skagafirði og óska Árna frænda mínum til hamingu með þennan manndómsbrag sveitunga hans.

Sigurður Þórðarson, 14.6.2009 kl. 20:01

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Fólk getur nú farið víða og verið með opinn hug þó það sé alið upp í torfbæ. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Þvert á móti er það mannbætandi og góð tenging við land og sögu og minni hætta á að verða viðskila við arfleifð sína, eða vaxa út úr umhverfi sínu.

Ég verð nú ekki hvumpinn þegar torfbæjaruppnefningarnar eru á ferðinni. Þvert á móti verð ég glaður og minnist forfeðra minna sem sigldu um heimsins höf og uppgötvuðu m.a. Ameríku. En þessi heimsreisur og viðskipti lögðust að mestu leiti af þegar við lentum undir erlendu valdi.

Þannig er nú sú saga.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.6.2009 kl. 20:07

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nú þurfa bara fleiri félög VG að fylgja þessu góða fordæmi. Hvernig er með félag VG í Hveragerði og Ölfusi, Rafn? :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 14.6.2009 kl. 21:35

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvumpinn, þegar við bjuggum í moldarkofum vorum við undir erlendum yfirráðum. Við komumst út úr þeim smám saman samfara aukinni sjálfstjórn. Og nú vilja Evrópusambandssinnar koma okkur undir erlend yfirráð á ný.

Hjörtur J. Guðmundsson, 14.6.2009 kl. 21:44

7 Smámynd: Rafn Gíslason

Hjörtur það vill nú svo til að ég ræð ekki öllu innan þess félags,  en ég mun ekki láta mitt eftir liggja til að hvetja félaga mína til að feta í fótspor Skagfirðingana.

Hvumpinn þér kann að finnast við í VG vera með torfbæjahugsun en þess ber þá að gæta að ef svo er þá kom sá hugsunargangur ekki Íslensku þjóðinni í þær ógöngur sem við erum í núna, þar var eitthver allt önnur hugsun á ferðinni. Enda held ég að sá sem alinn er í torfbæ hefði að öllum líkindum farið betur með silfrið en þeyr höfðingjar sem þú virðist dýrka.

Rafn Gíslason, 14.6.2009 kl. 23:08

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Rafn, takk fyrir þetta. Að sjálfsögðu er það þannig :) Og ég veit að þú lætur þitt ekki eftir liggja :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.6.2009 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband