Það var búið að vara við því að til þess gæti komið.
7.9.2010 | 18:34
Að til þess komi þarf ekki að koma neinum á óvart, sjómen og skipsstjórnendur hér við ströndina hafa varað við þessu allt frá því að ákveðið var að ráðast í þessa framkvæmd, og sagt að þetta gæti komið upp og vilja meina að miklu lengri sjóvarnagarð þurfi til að verja innsiglinguna í höfnina í Bakkafjöru en þann sem nú er. Spurningin er bara sú hvort það dugi til þegar veður eru sem verst við suðurströndina og hvort nokkurn tíman verði hægt að tryggja siglingar þarna á milli við slíkar aðstæður.
Herjólfur til Þorlákshafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þarf ekki meir en comon sense til að komast að þessari niðurstöðu
Jónas Jónasson, 7.9.2010 kl. 21:50
Þetta er fjárfesting sem má segja að peningunum hafi verið kastað út um gluggan, hefði jafnvel verið betra að skjóta þeim upp sem rakettum, fólk hefði þá notið þeirra um stund ekki satt?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2010 kl. 09:20
Þetta er hreint skammarlegt hvernig farið er með fjármuni okkar. Ég veit um verktaka sem voru að störfum þarna fyrir 2 árum og sögðu að þarna væri allt að 100 m niður á fastland, það segir sig sjálft að svo mikill sandur sem er á sýfeldri hreyfingu að það mun ekki duga að dýpka einu sinni heldur þarf að líkindum að vera dýpkunarskip þarna að staðaldri svo vel sé.
Rafn Gíslason, 8.9.2010 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.