ESB og starfsmannaleigur.
21.8.2010 | 18:04
Átökin um starfsmannaleigurnar breiðist út í Evrópu.
Fjöldi starfsmanna hjá starfsmannaleigunum innan ESB hefur nú tvöfaldast á síðustu 10 árum. Á seinni hluta níunda áratug síðustu aldar og á fyrsta tug þessarar aldar var losað um atvinnulöggjöfina í fjölda Evrópulanda og reglunar um notkun innleigðs starfskrafts urðu frjálsari. Nú um alla Evrópu eykst áhugi atvinnuveitanda á því að notast við lausráðið starfslið sem hefur leitt af sér að þeir sem útleigðir eru til fyrirtækja hafa mun lægri laun en fastráðið fólk hafði áður.
Í Belgíu þar sem starfsmannaleigurnar hafa nú þegar komið sér fyrir á vinnumarkaðinum á sér stað umræða um þetta form ráðninga. - Það er staðreynd að atvinnuveitendur leita nú í auknum mæli eftir lausráðnum starfsmönum til að ná fram sveigjanlegri launakostnaði segir Matthiu Marin frá verkalýðshreyfingunni SETCA þar í landi, en í dag er fjöldi innleigðra starfsmanna frá starfsmannaleigum um 2,49 prósent af Belgíska vinnumarkaðinum og fer vaxandi.
Í Eistlandi er löggjöfin um starfsráðningar frekar laus í böndunum og sveigjanleg. En þar segir Harri Taliga formaður í Estonian Trad Union Confediration ( EAKL ) að geri það að verkum að auðvelt er fyrir atvinurekendur að losa sig við starfsfólk og með tilliti til atvinnuleysisins þá er það ekki vandkvæðum bundið að finna nýtt starfsfólk á starfsmannaleigunum fyrir lágmarks laun eða lægri. Starfsmannaleigur í Eistalandi eru almennt ekki settar undir neitt regluverk eða löggjöf en starfsemin skal þó greiða föst laun sem ekki eru lægri en lágmarkslaun í því landi sem starfsmaðurinn kemur frá.
Í Finnlandi hefur FFC sem er sambærileg samtök og ASÍ hérlendis hafið herferð gegn starfsmannaleigunum , þar er því haldið fram að ráðningarsamningar þeirra sem ráðnir séu frá starfsmannaleigum séu ó tryggir og að launin fylgi ekki ráðandi kjarasamningum í Finnlandi að mati FFC. Starfsmenn þessara starfsmannaleiga eru oftast ekki meðlimir í verkalýðshreyfingu og hafa ekki kjarasamninga til að fara eftir, þetta hefur leit til þess að mati FFC að starfsmenn hjá fyrirtækjum allmennt eiga æ erfiðra með að fá fast ráðningar.
Í Þýskalandi kom sú staða upp síðastliðin vetur að verslunarkeðjan Schlecker sagði upp þúsundum starfsmanna sinna, þessir starfsmenn voru síðan nauðbeygðir til að leita til tiltekinnar starfsmannaleigu sem jú réði þá aftur til starfa hjá sama fyrirtæki en nú á mun lægri launum. Haft var eftir konu einni í viðtali hjá ARD-TV. sjónvarpstöðinni að hún hefði lækkað í launum um 30 prósent fyrir vikið og fengi nú lélegri sumarleyfis kjör en áður. Sömu sögu er að segja um þúsundir annarra starfsmanna Schleckers sem hafa nauðbeygðir þurft að leita til starfsmannageigunar til að fá störf sín aftur , en þessi umrædda starfsmannaleiga er rekin af fyrrum starfsmannastjóra fyrirtækisins. Þessu hefur verið mótmælt harðlega og ríkisstjórn Þýskalands hefur fordæmt það að æ fleiri launþegar séu þvingaðir frá fastráðningu og boðið endurráðning gegnum starfsmannaleigur á mun verri kjörum en áður. Þar var því hótað af atvinnumálaráðherra landsins að ef um smugur í atvinnulögtöfinni væri um að kenna þá myndi það verða lagað hið snarasta, enn er allt við það sama í þeim efnum.
Í Pólandi er það reyndin að allt fleiri fyrirtæki ráða starfsfólk gegnum starfsmannaleigur og er það stefna Pólskra yfirvalda að einfalda löggjöfina svo að starfsmannaleigur eigi auðveldara með að athafna sig þar í landi í framtíðinni, nú verandi löggjöf frá 2003 gengur út á að einungis megi ráða fólk til starfa gegnum starfsmannaleigur í skemmri tíma eða til bráðabyrgða og skal ráðningin vera tengd sérstöku verkefni og ekki til lengri tíma en í 180 daga á hverju þriggja ára tímabili. Löggjöfin setur einnig reglur hvernig vinnu má leysa af hendi með þessum ráðningum og má hún ekki vera áhættusöm eða koma í staðin fyrir fastráðningu. Óþarfi er að taka það fram að Pólsk verkalýðshreyfing er á móti öllum breytingum á þessari löggjöf.
Í Bretlandi er hlutfall innleigðs starffólks það hæsta á vinnumörkuðunum í ESB eða um 4,1 prósent. Síðasta haust meðan á verkfalli póstburðafólks stóð en þar voru um 100,000 mans í verkfalli hjá Royal Mail póstdreifingarfyrirtækinu, þá tók sá atvinnuveitandi þá ákvörðun að fara í kringum verkfallið með því að ráða 30,000 þúsund lausráðið starfsfólk frá starfsmannaleigum. Þetta leiddi til feikilegra mótmæla sem að lokum varð til þess að verkalýðshreyfingin kærði Roayl Mail til atvinnudómstólsins í Bretlandi.
Til að ryðja brautina fyrir aukin hreyfanleika launþega á milli landa innan sambandsins þá lánaðist ESB árið 2008 eftir langvarandi andstöðu Breta að koma sér saman um löggjöf um starfsmannaleigur, löggjöfinni er ætlað að koma í veg fyrir hindranir gegnt atvinnurekendum sem og starfsmannaleigum í að ráða starfsmenn frá starfsmannaleigum hvort sem þær eru í viðkomandi landi innan ESB eða frá erlendum leigum, frá og með árinu 2011 á þessi löggjöf að vera komin í gagnið að fullu í öllum löndum ESB.
Í þessari samantekt minni sem byggð er að hluta til á grein Svíans Gösta Torstesson og birt með hans leifi, þá má það öllum vera ljóst að við inngöngu Íslands í ESB mun allt umhverfi Íslenskra launþega taka verulegum breytingum, þar sem starfsemi slíkra starfsmannaleiga eins og þeirra sem að framan er greint frá mun þá orðin lögleg hér á landi og ekki nóg með það heldur geta þær þá boðið upp á starfsmann frá láglaunasvæðum ESB sem og frá erlendum starfsmannaleigum og þá á þeim launum og kjörum sem tíðkast í heimalandi viðkomandi starfsmanns. Við höfum vissulega haft erlendar starfsmannaleigur hérlendis áður en þeim hefur verið gert að fara eftir Íslenskum lögum sem og kjarasamningum í einu og öllu hingað til, en það mun breytast við ESB aðild.
Við inngöngu Svíþjóðar í ESB þá var sænskum launþegum heitið því að ekkert myndi breytast hvað vinnulöggjöf landsins varðaði eða rétt sænskra launþega til að gera kjarasamninga við sína vinnuveitendur, það hefur gengið eftir að mestu, en staða sænskra launþega til að ná fram kjarabótum í samningum hefur verulega minkað þar sem atvinnurekendur þurfa ekki lengur að sækja starfsfólk á sænskan vinnumarkað þar sem svo er svo komið að starfsmannaleigur ráða orðið miklu um ráðningar og afkomu sænskra launþega og möguleika þeirra til kjarasamninga við atvinnurekendur, og eru þær komnar með starfsemi um allt landið og hafa náð eyrum atvinnurekanda.
Þessi þróun hófst í kjölfar dóms frá Evrópudómnum í hinu svo kallaða Vaxholms máli þar sem tókust á Lettneska byggingarfyrirtækið Laval og sænska byggnads, en Laval vildi ekki greiða laun eftir sænskum kjarasamningum byggnads fyrir sína Litháeysku starfsmenn. ( Sjá Færslu hér á bloggsíðu minni frá því í maí 2009 um sama mál ). Í kjölfar löggjafar frá ESB um ó hindraðan vinnumarkað innan ESB sem áður greinir frá er ekkert sem mælir gegn því né getur komið í veg fyrir það að slík starfsemi geti ekki haslað sér völl hér á landi við inngöngu okkar í ESB . Flest okkar muna væntanlega hvernig ástandið var við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og þá viðleitni bæði Impregilo og annarra verktaka þar við að flytja inn til landsins ódýrt vinnu afl, sem og viðleitni annarra fyrirtækja í bygginga geiranum til þess sama og líklega má heimfæra þessa viðleitni á fleiri fyrirtæki en bara þau sem eru í bygginga geiranum og því alveg augljóst að Íslenskir launþegar munu þurfa að takast á við samskonar vanda hvað varðar þessar starfsmannaleigur hérlendis rétt eins og launþegar annarra ESB landa hafa þurft að gera.
Athugasemdir
Athugasemdin sem ég ætlaði að gera við þessa grein þína setti ég óviljandi undir færsluna hér á undan. Þú og lesendur þínir áttið ykkur vonandi á því
Gunnlaugur I., 21.8.2010 kl. 20:07
Ég gerði það Gunnlaugur og hafðu þökk fyrir innlitið.
Rafn Gíslason, 21.8.2010 kl. 20:36
Sæll Rafn.Þetta er athyglisverður pistill.Hann vekur mann til umhugsunnar.
Framþróunn starfsmannaleiga er stríð gegn verkalýðsfélögum.Forustumenn verkalýðsfélaga ættu að verða það ljóst,að tilkoma slíkra starfsmannaleiga er vegna þess,að þeir hafa ekki sinnt sínu starfi.
Hvert verkalýðsfélag á að hafa lista yfir þá félagsmenn,sem eru á atvinnuleysis skrá og sjá um mannaráðningu.
Það er stórhætta,að eigendur starfsmannaleiga taka til sín stóran hluta af launum manna,sem þeir ráða til ákveðins verkefni,til sín.
Ingvi Rúnar Einarsson, 22.8.2010 kl. 10:46
Fín grein. Þessi hætta raunveruleg og sérlega fyrir fámennan launamarkað á Íslandi.
kv.
Sigurbjörn Svavarsson, 22.8.2010 kl. 11:30
Takk fyrir innlitið Ingvi og Sigurbjörn. Já ég hef haft áhyggjur af þessum þáttum málsins í alllangan tíma og meðal annars skrifast á við Gylfa Arnbjörnsson um þessi mál í Morgunblaðinu, en það var ekki að heyra á honum að ástæða sé til að óttast þessa þróun þó svo að kollegar hans innan ESB geri það, og vekur það hjá manni spurninga um hagsmuni hverra hann og verkalýðsforustan er að gæta eða eru menn þeim bæ orðnir svo blindir af pólitíkinni að þeir hafa gleymt því fyrir hverja þeir eru að vinna.
Rafn Gíslason, 22.8.2010 kl. 12:50
Takk þetta er góður pistill.
Í þjóðarsáttasamningunum 1990, reyndum við að takast á við það sem kalla má fyrstu þróunina í þessa átt hér á Íslandi. En það var þessi undirverktaka starfsemi inni á hefðbundnum vinnustöðum.
Oftast var um að ræða verktakasamninga við einstaklinga en einnig við hópa af mönnum s.s. við starfsmenn vinnustaðarins í heild sinni. Þá var þetta þegar algengt í byggingariðnaði og var t.d. ágóðri leið inn í húsgagnaiðnaðinn sem okkur tókst að stöðva algjörlega. Þessir samn-ingar virtust við fyrstu sýn hækka laun manna, en þegar þeir voru skoðaðirnánar kom í ljós að þeir lækkuðu laun manna mjög skertu réttindi.Byggingamenn voru ekki aðilar að þessum kjarasamningum 1990, en með því að kalla til forystumenn SBM (ég var reyndar einn af þeim en húsgagnasmiðir tóku þátt í þjóðarsáttinni) á þeim tíma tókst að gera samning um það, að samningsaðilar litu svo á, að þrátt fyrir vinnustaða-samninga að þessu tagi væru menn launamenn og ættu að fá laun eftir kjarasamningum.Samkvæmt ákvæðum EFTA var frjáls flæði iðnfyrirtækja frá öllu ESB svæðinu til að bjóða hér í verk og fyrirtækin gætu haft sitt starfsfólk í verkunum.
Á þessum tíma voru verkefnin það lítil og launin hér svo lág að það reyndi lítið á þetta. Kanski vegna þess að byggingarfyrirtæki í Evrópu höfðu næg verkefni. Þá urðum við íslenskir iðnaðarmenn að samþykkja starfsréttindi allra þótt iðnnám í mörgum þessum löndum væri ekki nema nokkrar vikur. En starfsmanna leigurnar voru ekki með þessum hætti eins og þú lýsir þeim. En kanski var það bara meir í felum.Kristbjörn Árnason, 24.8.2010 kl. 08:58
Takk fyrir innlitið Kristbjörn. Nei ég er vel meðvitaður hvernig þessum hlutum hefur verið háttað hér og hef reyndar heyrt margar ófagrar sögur frá eiginkonu minni en hún hefur starfað fyrir eitt stærsta verkalýðsfélag landsins í 13 ár og starfar nú fyrir ASÍ, einnig hef ég heyrt margar ljótar sögur frá félögum félögum mínum úr verkalýðsdreifingunni en hingað til hefur verið hægt að spyrna við fótum þegar starfsmannaleigurnar eru annarsvegar og krefja þær um launagreiðslur samkvæmt Íslenskum kjarasamningum, slíkt verður ekki hægt að gera við inngöngu okkar í ESB, það er þegar staðreynd sem kollegar okkar í ESB eru nú að átta sig á og komnir í átök út af. Það vill svo til að Sósíaldemókratarnir í Svíþjóð eru með þetta á stefnuskrá sinni fyrir komandi kosningar, af öllum flokkum.
Rafn Gíslason, 24.8.2010 kl. 10:08
Má ég birta þennan pistil á minni síðu?
Ég legg til að þú birtir þennan pistil á síðu Evrópusamtakana sem og hjá öllum ESB sinnum í athugasemdadálkunum. Fólk verður að fá að vita þetta!
Guðrún Sæmundsdóttir, 25.8.2010 kl. 00:46
Gott væri að þú settir hann núna í athugasemdadálkinn á minni síðu þar sem hann á ríkt erindi í þá umræðu sem að núna er í gangi þar. Bara copy pistilinn og paste í athugasemdirnar.
Guðrún Sæmundsdóttir, 25.8.2010 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.