Umbótanefnd til hvers?

Ég hef alla tíð haldið því fram að hrun flokkarnir eru í það minnsta 3 og bera allir ábyrgð á gerðum sínum í samstarfi sínu við hvor aðra, ég hef reyndar oft fengið bág fyrir þessi sjónamið mín frá fylgjendum núverandi stjórnar herra.

Samfylkingin þarf enga nefnd til að átta sig á því hvað betur má fara hjá þeim og hverjir bera ábyrgð á gerðum flokksins í samstarfi þeirra við Sjálfstæðismenn því  það vita þeir mæta vel, hitt er svo hvort félagsmenn SF eru nógu einarðir í sér til að gangast við þeirri ábyrgð og hreinsa út, en eins og hlutirnir eru að þróast núna þá dreg ég það stórlega í efa.

Það hefur verið birtur listi yfir þá þingmenn og flokka sem hafa fengið fyrirgreiðslur hjá bönkunum í formi styrkja og eru þar sumir stórtækari en aðrir, en allt þetta lið sem svo er ástatt með á það sameiginlegt að það á að koma fram fyrir þjóð sína og biðjast afsökunar á því.

Þingmann þeirra flokka sem sátu í ríkisstjórnum sem beint áttu hlut að hruninu eiga að segja af sér þingmennsku þar sem engin getur tekið orð þeirra trúanleg um að þeir hafi ekkert vitað í hvað stefndi  og þar af leiðandi séu þeir án ábyrgðar, það gengur hreinlega ekki upp.


mbl.is Samfylkingin skipar umbótanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er þér algjörlega sammál, bloggaði um þetta fyrir nokkrum dögum undirtektirnar voru nokkuð misjafnar SJÁ HÉR.  Mér finnst ekki skipta meginmáli hverjir þessir flokkar eru heldur að þeir VIÐURKENNI sök og í það minnsta biðji afsökunar á aðgerðum/aðgerðarleysi sínu.

Jóhann Elíasson, 18.4.2010 kl. 16:21

2 identicon

'A meðan þetta fólk segir ekki af sér þingmensku hefur það þinghelgi sem kemur sér svo vel fyrir það, og ekki er hægt að sækja það til saka fyrir brot í starfi á meðan svo er.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband