Vonandi verður þetta mál leitt til lykta nú.

Vonandi reynist það rétt að Bretar og Hollendinga geti hugsað sér að koma aftur að samningaborðinu án einhliða krafna . Það er farsælast fyrir alla aðila að gera slíkt því einhliða kröfur geta aldrei verið samningsgrundvöllur í neinu tilviki, og ef það á að nást niðurstaða í þetta mál þá er ekki um neitt annað að ræða. Hvort við eigum að borga eða ekki ætla ég ekki að dæma um þar sem ég er ekki  það lögfróður að ég telji mig færan um slíkt, hitt er þó að mínu vit að við eigum að greiða það sem okkur ber og ef það þarf dómstóla til að kveða upp úr um það þá verður svo að vera. En það hljóta allir að sjá að þetta mál verður að taka einhvern endi þar sem ekki er hægt að hjakka áfram í  sama farinu eins og nú er gert og koma engu í verk fyrir vikið.

 


mbl.is Falla frá einhliða skilmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst það bara gott mál, en mér virtist fjármálaráðherran okkar í hálfgerðri fýlu út af þessu??? ótrúlegt en satt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2010 kl. 16:36

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Sé svo Áshildur þá er það ill skiljanlegt, ég er þó að halda að hann forðist að gefa neinar yfirlýsingar sem hægt væri að túlka á annan veg en sagt er, hann er búin að brenna sig það oft á þessu máli að hann hlýtur að fara að forðast eldinn.

Rafn Gíslason, 3.4.2010 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband