Allt gert til að komast hjá því að þjóðin leggi dóm sinn á Icesave.
26.2.2010 | 13:07
Ég held að það sé svo komið að þessi ríkisstjórn er sem stendur að berjast fyrir lífi sínu og því róið með öllum árum að leysa Icesave samningin áður en þjóðin fær að segja skoðun sína á meðhöndlun hennar í því máli. Einnig er farið að hrikta í stoðum hennar vegna afstöðu sumra VG þingmanna í ESB málinu og ógjörningur að sjá hvernig þeir eiga að geta starfað með Samfylkingunni út kjörtímabilið nema þeir þá verði keflaðir í því máli, en það er augljóst að það hefur verið reynt áður með misgóðum árangri, en það kæmi mér svo sem ekki á óvart að forusta VG gerði allt sem hún gæti til að þagga niður í andstæðingum ESB innan flokksins, það hefur gerst áður.
Segir viðræður enn í gangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er þetta annað en Aðför að þegnum landsins þar sést hvað þessi stjórn er,hún er með SKÍTLEGT EÐLI.
Jón Sveinsson, 26.2.2010 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.