Glæsilegt það eða hitt þó heldur
24.2.2010 | 13:29
Glæsilegt það eða hitt þó heldur. Ísland þarf að taka upp sjávarútvegsstefnu ESB, það hlíttur að vera mikill fögnuður hjá Samfylkingarmönnum með það, og er sennilega fáum betur til þess treystandi en ESB að fara með þau mál fyrir okkar hönd enda segir árangur þeirra í þeim málaflokki sína sögu svo ekki verður um villst. Þar að leiðir að það hlíttur að vera okkur Íslendingum fagnaðar efni að láta þá um slík mál fyrir okkur. En að öllu gríni sleppt er þetta virkilega það sem við viljum og erum að sækjast eftir, er ekki komin tími til að horfast í augu við það að okkur standa ekki til boða neinar varanlegar undanþágur og þá einkum í sjávarútvegsmálum og í Landbúnaðarmálum. Nei nú þegar ljóst er hvað ætlast er til af okkar hálfu varðandi þessa inngöngu hvað viðkemur ESB þá er rétt að staldra við og spyrja sig hvort þetta sé eitthvað sem við viljum og getum gengið að, og einnig hvort nokkrar líkur séu á að við fáum nokkru áorkað í samningaviðræðum við ESB um þessa málaflokka því að mínu viti er það algjörlega útilokað að gangast undir sjávarútvegsstefnu ESB því það væri algjört glapræði.
![]() |
Mælir með aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.