ASÍ og ríkisstjórnin.
11.2.2010 | 13:18
Um nokkurn tíma nú hef ég bloggað af og til um tengsl helstu forustumanna verkalýðshreyfingarinnar við Samfylkinguna, það er nefnilega svo að stór hluti þeirra er flokksbundin þar og eru forustumenn í ASÍ þar engin undantekning en þar er meirihluti þeirra tilheyrandi hinum svokallaða verkalýðsarmi þess flokks, og því ekki við því að búast að þeir beiti sér mikið gegn sitjandi stjórnarherrum sem þeim finnst þeir örugglega eiga meira undir um framtíð sína en okkur launþegum sem þó borgum launin þeirra. Ályktun sem þessi er því ekki marktæk að mínu viti þar sem engin hugur liggur að baki hennar af hálfu þeirra sem hana bera fram það hafa þeir nú þegar sýnt með aðgerðarleysi sínu og undirlægju hæti við núverandi stjórnvöld. Gylfa Arnbjörnssyni og öðrum stjórnarmönnum ASÍ er meira umhugsað um að troða Íslenskum launþegum inn í ESB ( og reyndar á þetta við stjórnarherra flestra verkalýðsfélaga landsins ) en að huga að því hvernig heimilin í landinu og umbjóðendur þeirra komast af. Ég hef reynt að fá skýr svör frá þessu fólki um hvaðan forusta ASÍ og þá jafnframt forusta aðildarfélagana fær umboð sit til að tala fyrir hönd Íslenskra launþega fyrir ESB aðild. Hafa slíkar tillögur til dæmis verið bornar upp til samþykktar á aðalfundum þeirra eða er þessi ákvörðun tekin í þröngum hóp stjórnanda sem flestir eins og áður segir eiga þann draum helstan að Samfylkingin stýri hinu pólitíska landslagi í verkalýðshreyfingunni ? Engin svör hef ég fengið við þeim spurningum þó gengið hafi verið eftir. Nei það að ASÍ álikti nú um aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar til handa bágstöddum heimilum er örugglega af öðrum hvötu en að þeir séu allt í einu að átta sig á því nú að svo er komið að heimilin og launþegar eru margir hverjir að kikna undan vandanum, þar hef ég trú á að aðrar hvatir ráði för og það skildi nú ekki vera að kosning til forseta ASÍ er fyrir höndum á þessu ári að mér skilst og mönnum því fundist að þeir þyrftu að þenja sig aðeins svona fyrir okkur vesalingana svo við sjáum að eitthvað sé gert á þeim bænum. Sú þögn sem ríkt hefur af hálfu ASÍ og verkalýðshreyfingarinnar í heild sinni um stöðu launþega og vanda heimyllana og fyrirtækjanna í landinu er með öllu óskiljanleg og hreint furðulegt að launþegar láti það viðgangast átölulaust.
Aðgerðir vegna skulda heimilanna í skötulíki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það er hrollköld staðreynd að forysta ASÍ er handbendi Samfylkingarinnar og gapir eins og hún vill. Það er traustvekjandi eða hitt þó heldur. Ég hef reyndar ofnæmi fyrir þessum formanni ASÍ Gylfa Arnbjörnssyni. Þegar maður man menn eins og Guðmund Jaka, þá blikna svona bullur í samanburði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2010 kl. 10:52
Já satt segir þú Ásthildur þar fer maður í forustu ASÍ sem ég er löngu búin að afskrifa sem barátumann launþega.
Rafn Gíslason, 12.2.2010 kl. 12:00
Verkalýðshreyfingin þarf að fara í stefnumótun og sjá að félagsmenn eru aðalatriðið en ekki pólitíkin - hafa villst illilega af leið. Kannski ekki nema eðlilegt þegar viðsemjenur og pólitíkusar eru þeirra ,,leikfélagar" finnst flottara að vera með þeim heldur en sínum félagsmönnum.
Mér finnst ansi lítið hafa farið fyrir forystu stóru verkalýðsfélaganna. Það er eins og þetta séu ,,einkahlutafélög"og þeim beri ekki að vinna fyrir félagsmenn.
Held það sé tími til kominn að formaður sitji ekki um aldur og ævi, heldur sé t.d. kosinn til 6-8 ára að hámarki. Hef ekki séð að þetta sé í lögum verkalýðsfélaga innan ASÍ - getur samt verið. Næstum ómögulegt er fyrir félagmenn að koma með framboð til stjórnar/formanns eins og lög margra félaga eru í dag.
Hafið þið séð verkalýðshreyfinguna mótmæla skerðingu á bótum öryrkja og ellilífeyrisþega? Mér hefur dottið í hug að það væri vegna þess að margir - ekki allir verkalýðsformenn eru i stjórnum lífeyrissjóða og leikfélagar þeirra eru t.d. SA menn sem sitja með þeim í stjórnum. Kannski finnst þeim upphefð að vera með þessum peninga/valda strákum? Eða hvað liggur þarna að baki?Allavega frá mínum sjónarhóli virðist það ekki vera verkafólkið sem er aðalatriðið. Forystumenn , ekki allir - komnir langt frá veruleika félagsmanna sinna í launum. Fá jafnvel næstum árslaun verkamanns í laun frá lífeyrissjóði, og það er ekki fyrir launatap heldur fá þeir óskert laun frá sínu félagi fyrir að fara á fundi í lífeyrissjóðum í vinnutíma. Held það sé kominn tími til að skoða yfirstjórn verkalýðsfélaga í heild sinni. - Uff - myndu allir standast skoðun??????
inga (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 23:13
Hjartanlega sammála þér Inga mín verkalýðshreyfingin og forustan er komin langt frá félögum sínum bæði í kjörum og málefnum..
Rafn Gíslason, 14.2.2010 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.