Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Það þarf að endurnýja ESB umboðið.

Vilji Björn Valur endurnýja umboð ríkisstjórnarinnar til ESB umsóknar þá verður það ekki gert á alþingi heldur í þjóðaratkvæðisgreiðslu, þar sem málið verður ekki notað enn og aftur til hrossakaupa og hótanna í garð þingmanna ríkisstjórnarinnar. Nú er rétt að þjóðin segi sitt álit á þessum máli og hún gefi þar með ríkisstjórninni heimild til þess að halda áfram með málið. Þingmönnum og Alþingi er ekki treystandi til að taka þessa ákvörðun einir og óstuddir af þjóð sinni það hefur þegar sýnt sig. Samfylkingin verður að beygja sig fyrir þeim vilja þjóðarinnar ef hún velur að stöðva ferlið nú þegar sem og aðrir ESB andstæðingar verða að sætta sig við niðurstöðuna verði hún á þá lund að halda skuli áfram. Það er eina leiðin til að skaplegur friður náist um þessa umsókn.


mbl.is Þingið endurnýi umboð til ESB-umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband