Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Haustþing VG um ESB aðildarumsóknina

Ég ætla bara minna Steingrím J á hvað samþykkt var á flokksráðsfundinum firr í sumar en þar var mikil andstaða við að halda áfram aðildar viðræðum við ESB það svo að málinu var bjargað í horn með því að fram fari nú í haust málefna þing um ESB aðildina þar sem málið verði endanlega afgreit innan flokksins. Allar líkur eru á að þá verði þessari umsókn hafnað og því veit Steingrímur J vel að hann er einungis að kaupa sér tíma hér. Verði hinsvegar niðurstaðan að flokksforustan nái að þvinga fram að aðildarviðræðum skuli haldið til streitu ja þá mun klofningurinn í VG orðin staðreynd og ég tel að ESB andstæðingar í VG muni ekki sitja þegjandi undir því og ég hef þá trú á að flokkurinn muni ekki eiga langt líf fyrir höndum að því loknu því í þinghóp flokksins eru menn sem hafa lýst því yfir að þeir muni ekki starfa í flokki sem stuðlar að ESB umsókn og aðild. Málefna þingið nú í haust mun því verða prófstein fyrir flokksforustuna um það hvort hægt er að halda honum saman sem þeim flokki sem fór í þetta stjórnarsamband eða hvort hann mun klofna í tvo flokka eða fleiri, það veit Steingrímu J mæta vel og einnig að hann er hér á hálum ís þar sem honum er hollast að hafa sem fæstar yfirlýsingar um þetta mál.


mbl.is Afstaða VG til ESB óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband