Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Hvað er ekki verið að segja okkur?

Hvað er ekki verið að segja okkur neitendum í þessu máli? Hvað veldur því að ekki er hægt að bíða eftir niðurstöðu úr dómskerfinu í haust eins og talað var um að gera og fara með málið flýtimeðferð eins og talað var um á þingi nú fyrir þinglok. Eru fjármögnunarfyrirtækin það illa stödd að þau geta ekki beðið með að fá niðurstöðu þessara mála frá dómskerfinu í haust , er það ástæðan? Hvernig væri að segja okkur sannleikan í þessu máli? Sé svo ekki þá get ég ekki skilið þennan asa og mér er það lífsins ómögulegt að skilja að ríkisstjórn sem telur sig tala fyrir jafnaðarmannastefnu og fyrir skjaldborg um heimilin geti samþykkt svona gjörning, nema að ekki sé verið að segja okkur neitendum rétt frá um stöðu bankanna af einhverjum ástæðum.
mbl.is „Þarna er kominn upphafspunktur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég mun ekki greiða þessa vexti.

Vilja stjórnvöld stríð við almenning þá er bara að verða við þeirri ósk og láta á það reina fyrir dómstólum hvort fjármálafyrirtækjum sé stætt á að breyta vöxtum á þessum lánum einhliða. Ég hvet alla til að greiða einungis samkvæmt þeim vöxtum sem gilda á lánum þeirra og lát fjármálafyrirtækin sækja það sem út af stendur gegnum dómstóla ef þau telja sig hafa stöðu til þess.

Einnig eigum við að taka fram pottana og pönnurnar og fylkja liði á Austurvöll og koma þessari ríkisstjórn auðvaldsins frá.


mbl.is Einhliða aðgerð án alls samráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki saknað.

Ég á ekki von á að fyrrum félagar hans í VG muni sakna hans, nema þá hugsanlega Svavars armurinn í flokknum, grasrótin gerir það varla. Það verður fróðlegt að sjá hvar Grímur endar næst.
mbl.is Grímur yfirgefur VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband