Frostavetur er þegar skollin á.

Sagt var á alþingi í vikunni að það þurfi skatttekjur 80,000 íslendinga til að standa undir vöxtunum af Icesave samningnum einum og sér, og hefur sú fullyrðing ekki verið hrakin. Ríkisskattstjóri hefur birt svipaða niðurstöðu en þetta er um 40% af skatttekjunum. Það er því hægt að spyrja sig að því hvort að sá frostavetur sem verið er að hræða men með sé ekki þegar skollin á ef þessir samningar verða samþykktir með svona útþynntum fyrirvörum og þeim draumóra kenndu hagvaxta spám sem seðlabankinn hefur lagt fram til grundvallar þess að hægt sé að standa við þessi ósköp.
mbl.is Frostavetur falli Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, satt hjá þér. 

Það er verst að Samfylkingin getur þá ekki flúið inn í hlýjuna niður í Brussel á meðan við hin frjósum í hel.

Stefán Fr. Jensson (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 20:02

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kellingin er bara alveg að tapa sér og það sem verra er hún virðist hafa einhver "hreðjatök" á ALLRI LANDRÁÐAFYLKINGUNNI og landráðaarmi VG.

Jóhann Elíasson, 26.11.2009 kl. 20:08

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er algjörlega að fá nóg af Samfylkingunni og hluta af vinstri grænum.  Hvað er að þessu fólki eiginlega.  Verst að það er ekkert annað í spilunum.  Við erum lost í skógi óheiðarlegra atvinnupólitíkusa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2009 kl. 21:13

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Flestu venjulegu fólki gengur erfiðlega að skilja framgöngu Samfylkingar-fólks og hugsanagang þess. Hvernig má það vera að fólk skuli vera "Untermensch" af hugsjón ?

Við vitum að mannfólk er margvíslegrar gerðar. Sumir eru frímerkjasafnarar og aðrir raðmorðingjar. Það er einfaldlega metnaður Sossanna að vera Untermensch og engar rökræður geta breytt því.

Þess vegna munu Sossarnir á Alþingi allir sem einn greiða atkvæði með Icesave-klafanum. Þeir taka ekki rökum og þeir skilja þau ekki. Annað gildir um flesta Vinstri Græna, sem munu fella frumvarp Icesave-stjórnarinnar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.11.2009 kl. 21:38

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef við samþykkjum ekki IceSave verður frostavetur.

Ef við samþykkjum IceSave verður ísöld.

Einfalt mál. Segjum nei og þraukum þorrann, í og á föðurlandinu.

Haraldur Hansson, 27.11.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband