Höfundur
Rafn Gíslason
Höfundur er húsasmiður og býr í Þorlákshöfn. Höfundur er fyrrverandi stjórnarmaður í svæðisfélagi VG í Hveragerði og Ölfusi, Höfundur er einnig fyrverandi félagsmaður í Vg.
Höfundur er með lesblindu og biður því lesendur velvirðingar á málfræði og stafsetningarvillum sem kunna að slæðast með greinum.
Eldri færslur
Óheiðarleiki borgar sig greinilega.
19.11.2009 | 13:18
Hvað skildi aganefnd FIFA segja við þessu eða UEFA. Nú reynir á hvaða vilji stendur á bakvið hvatningar Platinis um heiðarleika í knattspyrnunni. En það ætti að dæma Thierry Henry frá þátttöku á HM mótinu næsta ári til að senda skír skilaboð um að óheiðarleiki borgar sig ekki.
Henry: Ég notaði höndina viljandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- almal
- altice
- aring
- arnthorhelgason
- asthildurcesil
- axelthor
- baldurkr
- birgitta
- bjarnihardar
- duddi9
- ea
- eeelle
- egill
- franseis
- fullvalda
- gretarmar
- gunnlauguri
- hedinnb
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hjorleifurg
- hleskogar
- hosmagi
- iceland
- islandsfengur
- jakobk
- jennystefania
- jensgud
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- kreppan
- larahanna
- leitandinn
- maeglika
- olinathorv
- omarragnarsson
- overmaster
- pallvil
- saedis
- sigurjonth
- sjoveikur
- skessa
- stebbifr
- tbs
- theodorn
- thorsaari
- tilveran-i-esb
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- zeriaph
- ziggi
- zumann
- zunzilla
- baldher
- birnamjoll
- einarbb
- esv
- alit
- ingagm
- joiragnars
- ludvikludviksson
- magnusthor
- ubk
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Þetta er auðvitað bara bull í þér, það ætti ekkert að banna honum að keppa á HM. Hversu oft nota leikmenn hendina viljandi í leikjum ? Það hefur mjög oft í gegnum tíðina gerst .. og hvað fá þeir leikmenn ? Rautt spjald, stundum gult .. og ef það var rautt þá fylgir eins leiks bann. Svo það ætti að gefa honum eins leiks bann enda var hann ekkert að nota höndina á neinn verri hátt en nokkur annar hefur gert. Þetta var ljótt af honum en það á ekkert að refsa á einhvern öðruvísi hátt, þar að auki átti dómarinn að sjá þetta og dæma aukaspyrnu að sjálfsögðu.
Jón, 19.11.2009 kl. 13:37
Jón leikmenn sem vitsvitandi hafa rangt við á að refsa og svo það svíði annars er ekki nein von um að heiðarleiki eða fair play fái að ráða en það hefur verið markmið bæði FIFA og UEFA og er það ekki sjaldan sem menn fá dóm eftir á þegar brot þeirra hafa verið skoðuð nánar. Það að leikmenn hafi haft rangt við gegnum tíðina er ástæða þess að FIFA og UEFA hafa séð ástæðu til að bregðast við, meðal annars með slagorðinu FAIR PLAY ef það skildir hafa farið fram hjá þér. Slík slagorð hafa því ekkert gildi ef leikmenn komast upp með að hunsa þau. Það er komin tími til að fyrrnefnd samtök hreinsi til meðal leikmanna á toppnum rétt eins og meðal leikmanna lægra setra deilda þar sem þetta eru fyrirmyndir ungu leikmananna og barnanna okkar, og ég trú því ekki að nokkurt foreldri vilji boða að það sé rétt að hafa rangt við ef það bara er í leik.
Rafn Gíslason, 19.11.2009 kl. 13:58
Auðvitað á að dæma hann í bann. Það er ekki hægt að segja að geti fengið að sitja fyrir á Fair play veggspjöldum í framtíðinni. Þetta var bara mjög ljótt af honum. "Dómarinn átti að sjá þetta" já dómarinn á að sjá ýmslegt en gerir það ekki. Nú er ég ekki Liverpool manneskja en hver man samt ekki eftir því þegar dómari dæmdi Fowler minnir mig vítaspyrnu sem klárlega var ekki víti þá var hann þó það heiðarlegur að hann gekk upp að dómaranum og sagði honum að hann hefði haft rangt fyrir sér með því að dæma víti. En dómarinn stóð við sína ákvörðun og hefði eflaust gert það ef Henry hefði haft manndóm í sér að segja dómaranum frá mistökum hans í gær.
Sísí (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 14:04
Það sem ég sagði var að ég er fyllilega sammála þér að hann eigi að fara í bann. Ég er bara algjörlega ósammála þér í því að hann eigi að vera í banni allt mótið. Sú skoðun er einfaldlega byggð á þeim bönnum sem leikmenn hafa fengið í gegnum tíðina fyrir einmitt að handleika knöttinn. Það að þetta hafi verið í undankeppni HM eða fjórðu deild á Englandi á ekki að skipta máli. Það á að refsa á jafnréttan og sanngjarnan (e. Fair) hátt og því væri firra að banna honum að keppa nokkurn leik á þessu móti, enda væri það ekki FAIR PLAY. Reglur FIFA segja ekkert til um hvað gera skuli í svona atvikum annað en að leikmaðurinn eigi að fá rautt spjald, þannig að eftirmál eru algjörlega í þeirra höndum og eins og í dómskerfinu þá eru dómar kveðnir upp og miðast við fyrri dóma af svipuðu eða eins tagi og því undirstrika ég aftur að mér finnst að hann eigi að fá eins leiks bann.
when a player deliberately handles the ball, e.g. when a player:
• deliberately and blatantly handles the ball to prevent an opponent gaining
possession
• attempts to score a goal by deliberately handling the ball
A player is sent off...
Jón, 19.11.2009 kl. 14:08
Jón:
Ef hann viðurkennir að hafa notað höndina til að leiða til ólöglegs marks (sem sézt á myndum), á að dæma það ÓGILT og þar með dæma Frakka úr leik! Hvað er eiginlega að þér að verja svona hátterni?!
Sigurjón, 19.11.2009 kl. 14:16
Sigurjón það er bara algjörlega rangt hjá þér og hefur aldrei verið gert í sögunni og er algjörlega á skjön við reglur leiksins. Það er mjög oft sem svona hundleiðinlegt mál koma uppá yfirborðið en svarið er alltaf það að það sé ekki hægt að breyta leiknum og einungis hægt að refsa eftirá.
Þar að auki skaltu taka vel eftir að þetta var tveggja áfanga leikur þar sem Frakkar unnu fyrri leikinn 1-0 svo þó að það væri hægt að ógilda markið (sem er ekki hægt) þá væri staðan samt sem áður 1-1. Ég er ekki að verja það að hann notaði höndina, ég er að verja það að hann eigi að fá sangjarna refsingu í takt við refsingar sem hafa verið áður gefnar. Síðan finnst mér þetta atvik enn og aftur sanna að það eigi að vera þannig að fjórði dómari skoði myndbandsupptökur til að skera úr svona mál á staðnum og um leið.
Jón, 19.11.2009 kl. 14:23
Algjörlega rangt hjá þér Jón. Hann á að fá refsingu og auk þess á að dæma Frakkland úr leik fyrir að hafa unnið á þennan hátt, burtséð frá öllu jafntefli og vítaspyrnukeppni. Þegar haft er rangt við, á að dæma lið úr leik. Einfalt!
Sigurjón, 19.11.2009 kl. 14:28
Veistu sem sagt ekki neitt um fótbolta reglur eða ? Þú þarft að koma þér í stjórn FIFA og gera þá breytingar á reglum sambandsins. Það þýðir ekki að segja "hann gerði rangt af sér og dæma á þá alla úr leik" því það er einfaldlega ekki raunhæft né eftir reglum.
Í fyrsta lagi þá á hann að fá refsingu, ég er búinn að segja það sjálfur oft núna, 1-2 leiki í refsingu yrði í takt við svona atvik og sanngjarnt. Síðan er eins og ég sagði ekki hægt að dæma þá úr leik fyrir eitt svona atvik og þú ert bara ekki að hugsa rökvíst enda er Henry einungis einn leikmaður úr heilu liði. Af hverju ættu þeir að missa af HM útaf þessu þegar þeir voru í stöðunni 1-1. Það væri jafn rangt við þá og það er við Íra núna.
Síðan veit ég ekki hversu mikið þú hefur lesið þig til um þetta atvik, né hvort þú hafir yfir höfuð horft á leikinn eða fótbolta leiki yfirhöfuð en það var viðtal við Kevin Kilbane leikmann Írlands og þar segir hann að beint eftir þetta atvik þá spurði hann Henry hvort þetta hafi verið hendi og Henry hafi játað um leið "Já þetta var hendi", dómarinn hefði einfaldlega átt að spurja Henry. En síðan þó að Henry hefði sagt já þá hefði hann líklega ekki breytt dómnum.
Fyrir nokkrum árum skoraði Robbie Fowler mark eða fékk víti, ég man ekki alveg. En um leið og því var dæmt fór hann til dómarans og sagði honum sannleikann en dómarinn breytti ekki dómnum. Hann sagði að eftir að hann væri búinn að dæma þá gæti hann ekki breytt því.
Jón, 19.11.2009 kl. 14:37
Er ég ekki að hugsa rökvíst?!
Hvað í andskotanum heldur þú að þú sért?!
Ef menn vinna leiki á óheiðarlegan hátt, eiga þeir að viðurkenna slíkt og liðið á að gjalda fyrir það með tapi, annars er ekki réttlætinu fullnægt og færðu bara rök fyrir öðru!
Sigurjón, 19.11.2009 kl. 15:24
Já þú ert ekki að hugsa á rökvísan hátt. Og ég held að ég sé ég sjálfur og ekkert annað.
Þú virðist halda að þú búir í einhverri útópíu þar sem fólkið sem gerir eitthvað af sér er refsað og réttlætinu fullnægt, en nei Sigurjón það er bara ekki heimurinn í dag svo það að miða útfrá þessu er EKKI rökrétt. Það virkilega kemur mér á óvart líka að manneskja sem býr á Ísland í dag skuli ekki sjá þessa hluti því ekki er réttlætinu fullnægt hér frekar en annarsstaðar.
Og það er ekkert öðruvísi í fótboltanum. Þar eru settar reglur og reglugerðir sem þú greinilega þekkir ekki neitt og ert að koma með tillögur að aðgerðum sem bara samræmast þessum reglum engan veginn. Svo ég er að reyna að ákveða hvort þú sért bara einhver Jón Jónsson sem hefur ekkert hundsvit á fótbolta né hvernig FIFA stjórnar þeim heimi og vilt bara segja þína skoðun sem er ekki byggð á neinu eða hvort þú fylgist virkilega með fótbolta en veruleikinn er bara svona firrtur að þú heldur að vondi gæinn fari alltaf í fangelsi og góði gæinn fær heitu gelluna.
En svona er fótboltinn, skítug og hundleiðinleg ósanngjörn úrslit gerast og það er ekki hægt að gera neitt í því eftirá og er eina lausnin við þessu að byrja að nota myndbandsupptökur við dómgæslu. Annars eru mörg hundruð ef ekki þúsundir leikja sem ætti að ógilda, en þannig er bara ekki fótbolti. Frægasta dæmið er Argentína að slá England út með hendi guðs og þeir fóru síðan áfram og unnu HM. Annað mjög nýlegt atvik er þegar Sunderland skoraði gegn Liverpool eftir að Bent skaut í sundbolta .. það er utanaðkomandi hlutur sem er miklu grófara heldur en ef að leikmaður gerir e-ð af sér. Hvorugur leikjanna var spilaður aftur og þannig er það bara í fótbolta, einu skiptin sem leikir eru ógildaðir er þegar það kemur í ljós að lið var með ólöglegan leikmann inná vellinum, þ.e.a.s. leikmann sem var ekki skráður löglega í liðið.
Þú mátt reiðast eins mikið og þú vilt en fótbolti hefur verið stór partur af lífi mínu í yfir 10 ár og megnið af þessum árum æfði ég, þar að auki les ég mig mikið til um hluti meðal annars fótbolta reglur og síðan veit ég líka hvernig FIFA hefur hagað sér undanfarið og það er bara ekki séns að þessar pælingar þínar muni gerast né vera mögulegar. Eina sem mun gerast er að Henry fái e-ð bann, FIFA var mjög umdeilt vegna þeirra "seeding" stefnu í þessum umspilsleikjum og það vita það allir að þeir sýni þessum stóru löndum hollustu í svona málum. Maður verður að horfast í augu við sannleikann, eina sem etv. gæti kollvarpað öllu væri ef að Franska Knattspyrnusambandið (FFF) myndi bjóða Írum "replay" leik og myndi heimta það. Þá væri FIFA útí horni og myndi kannski samþykkja.
p.s. ég var að halda þessu rökréttu og rólegu og finnst leiðinlegt að þú þurftir að upphefja þetta með því að blóta og taka varnartón. Ég vonast eftir svari byggðu á rökum og ekki tilfinningum enda verður ákvörðun í svona málum byggð alltaf á rökum og ekki tilfinningum.
Jón, 19.11.2009 kl. 15:55
Ég ét nokkur orð ofaní mig:
Þannig að jú það hefur áður leikur verið ógildaður og spilaður aftur af svipaðri ástæðu, svo hafa Írar núna formlega kvartað til FIFA og beðið um að spila leikinn aftur. Svo ég held að það sé smá vonarneisti fyrir Íra og ég styð þessa tillögu þó það sé ekki víst að hún nái fram að ganga. Þjálfari Íra sagði til að mynda:
"I know it's impossible to replay the game," the Italian added.
Jón, 19.11.2009 kl. 16:03
Skiptir engu máli. Það er hægt að dæma þá úr leik, vegna þess að það er ekki búið að leika um næsta sæti. Ef eitthvað væri varið í EUFA, þá væru þeir búnir að dæma Frakka úr leik fyrir svona óheiðarleika. Annað er bara skítlegt eðli sem þú greinilega hefur Jón...
Sigurjón, 19.11.2009 kl. 16:09
Strákar við erum að ræða hér um Fair Play og það hefur yfir höfuð ekkert með það að gera hvort aðrir leikmenn hafi gert þetta áður. Hér erum að ræða að komast áfram á stærsta mót sem knattspyrnumenn komast á eða HM, þess vegna á það að vera ó umdeilt að þeir sem þangað komast hafi gert það heiðarlega, og samkvæmt reglum. Þér til fróðleiks Jón þá hef ég stundað þessa íþrótt af miklum móði hér á árum áður og verð að segja að mér finnst það orðið ljótur ljóður á annars ágætri íþrótt hvað menn hafa oft rangt við og finnst það í lagi. Það er þess vegna að fram komin þessi barátta FIFA og UEFA um Fair Play það var ekki gert að ástæðulausu. Nú virðist það því miður ekki duga og menn halda áfram að hafa rangt við, og eins leiks bann gegn því að komast á HM bítur ekki á menn þegar svo mikið liggur við og flestir af þessum leikmönnum finnst það gjald vera þess virði, það þarf að koma meira til. Hvers eiga Írar að gjalda til dæmis heldur þú að þeim finnist eins leiks bann vera hæfilegt? og hvaða skilaboð er verið að senda út þegar um það er að ræða að þetta sé í lagi þar sem refsingin er svo væg að fyrir liðsheildina þá skiptir það ekki máli þó einn leikmaður fái eins leiks bann en restin græðir á brotinu eins og í þessu dæmi, heldur þú að Henry spá í það þó hann missi af fyrsta leiknum á HM ef hann kemst þangað þökk fyrir brotið.
Rafn Gíslason, 19.11.2009 kl. 16:20
Henry á bara ekkert að fá að spila þennan leik yfir höfuð. Er það eitthvað erfitt að skilja?! Ekki frekar en franska landsliðið fyrir að komast á leikana fyrir þetta svindl...
Sigurjón, 19.11.2009 kl. 16:45
Ef að við förum aftur að það sem um er verið að ræða í raun og það er óheiðarleika Henry's og hvernig það hefur komið Frakkland áfram.
Í fyrsta lagi þá eru margir leikmenn þar að auki þjálfari Íra búnir að segja í dag við fjölmiðla að þeir kenni ekki Henry um. Dómarinn hefði átt að dæma á þetta og það var ekki á ábyrgð hans að dæma leikinn. Einnig hafa nokkrir leikmenn þeirra sagt að þeir spurðu Henry beint eftir markið hvort hann hafi notað hendina og að hann hafi svarað játandi í öll skiptin, það var bara dómarinn sem hafði ekki fyrir því að spurja Henry.
Síðan var það í lok leiksins þegar Frakkland var búið að vinna þá fóru allir leikmenn Frakka að fagna nema Henry sem settist einhversstaðar á vellinum ásamt Richard Dunne fyrirliða Íra, greinilega til að mótmæla lélegri dómgæslu eða e-ð svoleiðis. Það eina sem Henry gerði sem var slæmt en skiljanlegt er að hann fagnaði markinu sem hann hefði ekki átt að gera, en ég get ímyndað mér að á þeim tímapunkti var hann að hugsa "OMG Við erum að fara á HM" í staðinn fyrir "OMG ég notaði höndina þarna".
Síðan ef að fólk hugsar hvernig þetta gerðist í rauntíma og ekki í endursýningu sem er sýnd á 1/3 af réttum hraða eða e-ð þannig, þá var hann fyrst að reyna ná með lærinu en náði ekki og þá fór "instinctively" (man ekki íslenska orðið) með höndina til að stoppa boltann. Þannig að já hann gerði þetta viljandi en þú getur ekki virkilega haldið því fram að hann sé með svo öra hugsun að hann fattaði á þessu sekúndubroti "ég ætla að stoppa boltann með hendinni svo ég geti gefið hann á Gallas".
Mér finnst bara þessir hlutir sýna að þessi bull reiði í fólki sem ég veit ekki einu sinni hvaðan er sprottin ætti ekki að beinast svona stíft að honum þar sem það er einfaldlega ekki sanngjarnt. Hann braut af sér, hann viðurkenndi og viðurkennir það, hann ætti að hljóta refsingu eins og hver annar sem notar höndina í fótboltaleik sem er ekki í marki. En annars hvílir ábyrgðin á dómaranum, kannski var hann of langt í burtu eða e-ð .. hvað veit ég, en í svona málum þá er ábygðin á þeim sem að dæmir leikinn og góður dómari hefði séð þetta, dæmt á þetta, henry hefði fengið líklega rautt þar sem þetta var hendi í bolta en ekki bolti í hönd og leikurinn hefði haldið áfram.
Síðan hef ég lítið annað að segja við þig Sigurjón þar sem ég held að þú getir ekki rökrætt með rökum né gagnkvæmni virðingu og gef ég lítið fyrir fólk sem reynir að tala svona illa um manneskju án þess að hafa hitt manneskjuna og umfram það við rökfærslum um fótboltaLEIK.
Og enn og aftur þá segi ég við þig, það er ekki hægt að dæma þá úr leik. Reglurnar einfaldlega bjóða ekki uppá það, með miklum útúrsnúningum gætu þeir náð að spila leikinn aftur og er það eiginlega bara möguleiki held ég ef að Frakkar bjóða uppá það sjálfir. Plús það að fair play eða ekki, bæði fjölmiðlar og einnig bara umtal um þessa umspilsleiki ættu alveg að hafa sýnt og sannað að FIFA er annt um það að stórþjóðir komist á HM, þess vegna notuðu þeir "seeding" aðferðina í staðinn fyrir að setja allar 8 þjóðirnar í pott og draga alveg handahófskennt.
Jón, 19.11.2009 kl. 17:55
Jón það er semsagt að þínu viti allt í lagi að brjóta vitsvitandi af sér ef dómarin sér það ekki og ef það er hægt að komast upp með það. Þessi röksemdarfærsla minnir mig óneitanlega á þau rök sem útrásarvíkingarnir hafa notað fram til þessa og er þeim lít til hróðurs. Ég held að sama hvernig litið er á þetta mál þá sé ekki hægt að réttlæta það með neinum gildum rökum, þetta er ljótur ljóður á íþróttinni og henni verður ekki breitt til batnaðar nema að vilji sé til þess hjá forustunni og það með því að setja fram hörð viðbrögð sem tekið er eftir og sem koma snerta viðkomandi að ráði. Dómarann þarf svo auðvitað að taka fyrir og hef ég verið að lesa Sænsk blöð í dag sem fordæma frammistöðu hans.
Rafn Gíslason, 19.11.2009 kl. 21:00
Ég held bara að Sigurjón þyrfti að komast á lyf, ef til eru lyf við því sem virðist hrjá hann greyið.
Ágúst (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 22:18
Ég biðst afsökunar á löngum svörum en ef þú ætlar að beina spurningum til mín þá verður þú að lesa mín svör í heild því þetta sem þú segir hér að ofan er úr lausu lofti gripið. Ég hef aldrei sagt að það sé í lagi að brjóta af sér og ég hef heldur aldrei sagt að það hafi verið í lagi að Henry hafi brotið af sér. Það eina sem ég hef komið með í mínum svörum hefur verið staðreyndir fyrir utan það þegar ég sagði frá minni túlkun á því sem að gerðist fyrir Henry og ég stend við það. Í fótboltaleikjum þá hefur maður engan tíma til að hugsa og plana fyrirfram eins og fólk ásakar Henry um, þetta gerðist á sekúndubroti og hann notaði höndina að mínu mati eftir að eðlishvötin sagði honum að gera það. Sem að sjálfsögðu þýðir að það var viljandi en ekki þannig að hann eigi skilið þessa reiði frá mönnum sem virðast ekki skilja hvað fer í gegnum hugann á mönnum í miðjum leik.
Það er allt voðalega hægt og fínt í replay en þegar þetta gerist þá eru svona miklar pælingar í gangi hjá leikmönnum. En eins og ég sagði þá sagði ég aldrei að þetta væri í lagi, það ætti að refsa Henry og ef að bæði lið samþykkja þá ætti alveg eins að endurtaka leikinn mín vegna. En ég tel það mjög ólíklegt þar sem að FIFA VILL að Frakkar séu á HM og þeir hafa alltaf í gegnum tíðina sagst ekki vilja skipta sér af leikjum eftirá heldur einungis refsa ef það á við.
Það er eina röksemdarfærsla þeirra til þessa að nota ekki myndbandsupptökur í miðjum, þeir segja að það muni raska flæði leiksins og að svona "controversial" atriði í leikjum eru partur af leiknum. Ég er ekki sammála því en þetta er samt e-ð sem þeir hafa sagt áður, annaðhvort Platini eða Blatter, man ekki hvor kom með þetta.
Það er það sem ég hef verið að segja, það er EKKI vilji hjá forystunni í þessu tilviki, ekki nema að ljósið verði birt of mikið og skært á þá. Þess vegna var ekki dregið venjulega í þessa umspilsleiki .. það voru búnir til tveir pottar, betri liðin voru sett í pott 1 og verri í pott 2 og það var til þess að reyna að passa að betri liðin kæmust öll eða sem flest á HM. FIFA vildi ekki vera án Portúgala, Frakka og á þeim tíma Þjóðverja því þá voru þeir í hættu um að þurfa fara í umspilsleik.
Ég skil ekki Rafn og Sigurjón hvernig þið sjáið ekki að ég er í grundvallaratriðum sammála ykkur, ég er hins vegar að reyna að setja fram líklegar og mögulegar lausnir á eftirmálum þessa máls með því að vísa í hvað FIFA hefur gert í fortíðinni með svipuð mál en þið eða amk. Sigurjón viljið/vill ekki samþykkja það og vill bara BURT MEÐ FRAKKA og bla bla bla. Ég meina ég vil að barnaníðingar fari í fangelsi í 15 ár en ekki 6 mánuði, ég vil að útrásarvíkingarnir fari í fangelsi í mörg ár og að peningur þeirra sé tekinn til að borga þeirra skuldir, ég vil einnig að þessi leikur hafi haft sanngjarnan endir, þ.e.a.s. að dómarinn hefði dæmt hendi og þetta hefði líklega farið í vító og þá hefðu bæði lið haft jafnan séns. En það er bara ekki hægt að fá allt sem maður vill og sumar reglur eru eins og þær eru, og þar til þeim er breytt þá eru þessir hlutir ekki að fara að gerast.
Og já Ágúst, ég veit nú ekki um þetta lyfja komment en ég myndi allavega vilja að hann tæki tvö skref aftur á bak og læsi það sem ég væri að skrifa, eða í það minnsta fræða sig meira um hvernig FIFA hefur í gegnum tíðina refsað svona atvik. Því hans skoðanir eru mjög svo útúr öllu samhengi við refsingar samtíðarinnar í boltanum fyrir samskonar atvik.
Jón, 19.11.2009 kl. 23:15
nei kannski óþarfi en öll hans framkoma bendir til að honum veitti ekki af einhverju gleðjandi, td þessi innlegg "skítlegt eðli sem þú greinilega hefur Jón" og "hvað í andskotanum heldur þú að þú sért" finnst þetta bara frekar ómálefnaleg innlegg í umræðuna, mbk Ágúst.
Ágúst (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 01:02
Ekki eru þin innlegg málefnaleg eða gáfuleg Ágúst og koma efni fréttarinnar eða pistilsins ekkert við...
Sigurjón, 20.11.2009 kl. 04:58
Gaman væri að vita hvernig fólk fái það út að hann segist hafa gert þetta vísvitandi. Eina sem hann segir er að boltinn hafi farið í höndina. Kemur aldrei fram að þetta hafi verið vísvitandi. Afar slæm blaðamennska.
Zak (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 10:05
Zak. Það vill nú svo til að Hann hefur sagt það sjálfur í viðtölum við erlendar fréttastofur. Jón það er þá gott að heyr að við erum sammála um að FIFA og UEFA hafa ekki tekið á þessum brotum sem skildi og ætla ég ekki að geta í eyðurnar af hverju það er en ef það er einhver vilji til að taka á svona brotum og öðrum viðlíka þá verður að gera það á þann hátt að menn sjái að það borgi sig ekki að viðhafa þau, eins leikja bann og komast á HM er önuglega viðunandi af hálfu Hanry. Auðvitað fremja menn brot í fljótfærni og hugsunarleysi en það eru brot samt sem áður og ekki hægt að fela sig bak við það. Ég vil svo taka undir með þér Jón að framferði FIFA í hvernig staðið var að þessu umspili er þeim til háðungar en þess ber þó að geta að lengi hefur verið vilji þar á bæ til að útiloka verri liðin eða minni liðin frá þáttöku á HM eða deildarskipta forspilinu að HM þannig að minni liðin geti ekki komið stæri liðunum í þá afstöðu að komast ekki á HM, sama gildir reyndar um meystarakeppni Evrópu þar sem stóru félagsliðin vilja helst losna við lið frá smálöndunum.
Rafn Gíslason, 20.11.2009 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.