Það þarf samstöðu og samstarfsvilja.

Er ekki hægt að gera þá kröfu til þeirra þingmanna sem nú sitja á alþingi að þeir geimi það til betri tíma að útkljá það deilumál sitt um hverjum sé að kenna að svona sé komið fyrir Íslendingum. Öll umræða um Icesave málið og önnur mál sem komið hafa til kasta alþingis hefur að mér finnst einkennst af þessum deilum og þá sérstaklega nú upp á síðkastið. Það hlýtur að vera að hægt að gera þá kröfu til þingmanna, hver svo sem þeirra pólitíska skoðun er að þeir hugsi núna fyrst og fremst um þjóðarhag og láti af flokkspólitísku argaþrasi um stund. Það lítur að vera hægt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir snú þessi í stað bökum saman í viðleitni sinni til að ná viðunandi niðurstöðu í Icesave málinu og við endurreisn atvinnulífsins, svo ekki sé nú talað um þá stöðu sem heimilin standa frami fyrir og þá skjaldborg sem reisa átti um þau. Íslenskur almenningur á það ekki skilið að þingmenn eiði dýrmætum tíma alþingis til að skora pólitískar keilur sjálfum sér og flokki sínum til framdráttar, og það á kostnað almennings meðan heimilin og fyrirtækin standa flest hver í ljósum logum. Ég geri í það minnsta þá kröfu til þingmanna að þeir láti nú þjóðarhag ganga fremri sínum eigin og slíðri vopnin um stund.   Stærri og veigameiri mál bíða nú úrlausnar, mál sem krefjast samtöðu og samvinnu allra til þess að vel megi fara. Tími þess að flokkanir og þingmenn komi vel út í skoðandakönnunum ætti að geta beðið um stund, þingmenn verða að gera sér grein fyrir því að þjóðin gerir þá kröfu til þeirra og flokkana að þeir hugsi núna einungis um hvað sé Íslandi fyrir bestu og að þeir vinni sem einn maður að því leysa þau vandamál sem þjóðin á við að etja. Það krefst samstöðu og samstarfsvilja.
mbl.is Icesave til fjárlaganefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband