Mun ríkisstjórnin lifa af ?

Guðfríður Lilja þingflokks formaður Vg telur að ríkisstjórnina lifa af þótt Ögmundur Jónason hafi ákveðið að yfirgefa ríkisstjórnina. Það má öllum vera ljóst að mikill ágreiningur er um meðferð hennar á Icesave málinu meðal sumra þingmanna Vg og endurspeglar afsögn Ögmundar það. Vg getur ekki talist sameinaður flokkur í þessari ríkisstjórn lengur, bæði hefur afdrif ESB málsins og meðferð Icesav málsins klofið flokkinn í fylkingar sem erfitt reynist að sætta, það er augljóst nú. Eins og ég hef áður sagt hér í bloggi mínu þá ætlar þessi samvera með samfylkingunni í ríkisstjórn að verða Vg dýrkeypt svo ekki sé harðar kveðið að máli. Framtíð þessarar ríkisstjórnar veltur á því hvort Guðfríður Lilja og félager hennar í þingflokki Vg ætli að fara eftir sannfæringu sinni eða beygja sig enn og aftur fyrir þeim félögum Jóhönnu og Steingrími J. Sé það einlægur vilji og skilningur þingmanna Vg að fórnandi sé einum helsta forustumanni flokksins til að getað haldið þessari vitleysu áfram og að halda sömu stefnu sem fyrr í þessu samstarfi, þá mun klofningurinn í Vg einungis eiga eftir að aukast og mér er það ómögulegt að sjá hvernig Vg sem flokkur á eftir að geta komið heill út úr þessari ríkisstjórn.
mbl.is Telur ríkisstjórnina lifa af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ögmundur átti að stíga skrefið til fulls og hætta alfarið stuðningi við stjórnina.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 15:03

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Ég get vel verið sammála því Guðmundur.

Rafn Gíslason, 30.9.2009 kl. 15:08

3 Smámynd: corvus corax

Ögmundur er hetja dagsins. Hann var ekki tilbúinn að selja sannfæringu sína fyrir ráðherrastólinn heldur lét hann ráðherrastólinn fjúka fyrir sannfæringu sinni. Það er morgunljóst að Steingrímur J. hefur svikið kjósendur VG eins og Jón Bjarnason. Steingrímur er tilbúinn að éta hvaða skít sem er sem Jóhanna skammtar honum úr hnefa. Jón Bjarnason hikstaði ekki á því að hætta við innköllun aflaheimilda eins og kjósendum VG var hátíðlega lofað hvað eftir annað fyrir kosningar. Svo mátti engu muna að Katrín menntamálaráðherra skiti á sig með ráðningu þjóðleikhússtjóra en hún sett saman sérstaka nefnd til að gera viðrinið Kolbrúnu Halldórsdóttur jafnhæfa þeim hæfustu í starfið en heyktist svo á að ráða hana og slapp þannig með skrekkinn ...að þessu sinni. Kjósendur VG munu ekki láta blekkjast aftur auðveldlega fyrir kosningar sem verða fyrr en nokkurn grunar og ekki er hægt að kjósa farsaleikhúsið Borgara-ekkiborgara-hreyfinguna þar sem þingmenn kjörnir fyrir það skrípi líta á þingsætið sem sína einkaeign og yfirgefa stuðningsmenn sína um leið og þeir fá tækifæri til enda verður að hanga við kjötkatlana með öllum tiltækum ráðum því ekki fer þetta skítapakk aftur á þing í umboði almennings, svo mikið er víst.

corvus corax, 30.9.2009 kl. 15:09

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég er reyndar þeirrar skoðunar, að Samfó gefi ekki eftir að vera í ríkisstjórn, nema að hún sannfærist um að ekki takist að koma Íslandi inn í ESB.

Meðan, að það mál á að þeirra mati enn séns, held ég að Samfó muni kjósa að halda núverandi stjórnarsamstarfi áfram, svo að hótanir um slit séu sennilega "brinkmanship" þ.e. nokkurs konar "bluff".

Þ.e. athyglisvert, að það ku hafa verið fundur með Samfó og X-B í gær, en X-B er ekki líkleg til að gefa eftir í þessu tiltekna máli. Enn síður, fara þeir í stjórn, nema að tiltekin mál verði gefin eftir.

Þá getur Samfó allt eins haldið áfram með VG.

Persónulega, finnst mér líklegast stjórnarsamstarf við X-D, ef Samfó hendir út VG, þ.s. að það geti verið að X-D sé tilbúinn til að semja um Icesave málið, að það fari áfram í einhverju formi, gegn ráðherrastólum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.9.2009 kl. 18:02

5 identicon

Guðmundur: "Ögmundur átti að stíga skrefið til fulls og hætta alfarið stuðningi við stjórnina."

Já, akkúrat, það er það sem ég skil ekki.

ElleE (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 20:32

6 identicon

Corvus: "Jón Bjarnason hikstaði ekki á því að hætta við innköllun aflaheimilda eins og kjósendum VG var hátíðlega lofað hvað eftir annað fyrir kosningar.

Það er með ólíkindum ef þeir eru hættir við innköllun aflaheimilda?  Fyrst EU svik.  Næst Ice-slave nauðung.  Engin innköllun aflaheimilda og IMF við landstjórn.  Hvað mun VG ekki svíkja?

ElleE (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband