Davíð og eigendur Morgunblaðsins.

Hafi það verið hugsun Óskars Magnússonar og annarra eiganda Morgunblaðsins að auka tiltrú og áhuga almennings á Morgunblaðinu þá er ég hræddur um að þeir hafi skotið sig í fótinn blessaðir með þessum aðgerðum. Það er greinilegt að fjöldi mans ætlar að hætta með áskrift og aðkomu á netmiðli blaðsins sem og bloggarar sem virðast vera að yfirgefa blaðið í stórum hópum, var það vilji eiganda, höfðu þeir gert ráð fyrir því? aðeins tíminn mun skera úr um hver framvindan verður. Annars er kalhæðnin í öllu þessu að það var einmitt Davíð Oddson sem talaði manna hæst um ábyrgð fjölmiðla í bankahruninu og það verður því fróðlegt að fylgjast með því hvernig hann sjálfur mun meðhöndla þann þátt mála á þessum vettvangi, á samt ekki von á að hann muni bera þar nokkra ábyrgð gerðum sínum sama hvað frekar en fyrr.

Er annars einhver annar vettvangur fyrir blogg skrif?


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Væri hægt að reikna með öðru áliti frá þér ?  Öööööö nei !

"Höfundur er fyrrverandi stjórnarmaður í svæðisfélagi VG í Hveragerði og Ölfusi, Höfundur er einnig fyrverandi félagsmaður í Vg. "

Ragnar Borgþórs, 24.9.2009 kl. 21:54

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Ragnar af hverju finnst þér ástæða til að draga þetta inn í málið. Ég var áskrifandi að Morgunblaðinu og las það einnig á þeim tíma sem það var málgagn sjálfstæðismanna og hef haft gaman að lestri þess þrátt fyrir það. Það er líka ansi langsót hjá þér að halda að þó ég hafi verið félagi í Vg að ég geti ekki séð neitt gott við hægrimenn, en það má lesa út úr þessum skrifum þínum að þér finnist það. Þessi hugsunargangur skírir kannski ummæli þín og blint dálæti þitt á ofangreindum mönnum.

Rafn Gíslason, 24.9.2009 kl. 22:34

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eyjan.is - er nokkuð stór bloggheimur.

Sammála því, að það verður að koma í ljóst, hvort þetta verður til góðs fyrir Moggann eða ekki.

Vísbending um að nú ætli X-D að sækja fram hart gegn ríkisstjórninni.

Einnig, að X-D ætli að sækja fram í ESB málinu, þá undir hatti andstöðu.

DO mun að sjálfsögðu ekki geta staðist freystingar, svo reikna má með að ritstjórnargreinar verði kjarnyrtar og vekji athygli reglulega.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.9.2009 kl. 22:37

4 identicon

Já, já, það er hægt að blogga á ýmsum stöðum, t.d. á blogger.com.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 23:28

5 Smámynd: Sjóveikur

Tja, "ÖÖÖÖ NEI" !!! ég verð svo sjóveikur þegar ég sé fullorðna menn skrifa svona kjánalega eins og Ragnar gerir, eiginlega svo spældur að það skuli vera til svona kjánar komnir í ábyrga stöðu fullorðinna  annars sé ég ekkert nema jákvætt við upptalninguna hjá Ragnari, en tilgangurinn hjá Ragnari er meira í átt við fótboltabullur sem hata þá leikmenn sem yfirgefa liðið sitt til að spila með öðru liði  það er sumum hjartans mál að annað fólk geri sig blint og fylgi því auga, sýnist mér í Ragnars skrifum, hálf lasið dæmi

Kveðja, sjoveikur

það er varla að ég nenni orðið að skrifa Byltingar kveðja lengur !

Sjóveikur, 25.9.2009 kl. 04:31

6 identicon

Alveg ópólitískt Rafn, kannski verður þetta mótvægi gegn öllum Evrópubandalags-sinnuðu miðlunum?   Og ekki síst gegn Jóni Á. hinum óæskilega sem tröllríður öllu í landinu okkar? 

ElleE (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 21:35

7 Smámynd: Rafn Gíslason

Takk fyrir athugasemdirnar allir. Já kannski yfirsést mér eitthvað við ráðningu Davíðs til blaðsins, en eins og ég sagði hér að ofan þá mun tíminn ein skera úr um það. Það er hinsvegar rétt að sá ESB aðildarhalli sem hefur verið á blaðinu mun væntanlega rétta eitthvað úr sér með tilkomu Davíðs. Hinsvegar held ég að fólki blöskri þessi ráðning í ljósi aðkomu Davíðs að banka hruninu og þeim hremmingum sem landið er að fást við nú.

Rafn Gíslason, 26.9.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband