Ályktunin um ESB sem feld var á flokksráðsfundi Vg á Hvolsvelli.
1.9.2009 | 17:01
Ekki var hátt risið á flokksráði og forustu Vg á fundi þeirra á Hvolsvelli um síðustu helgi, nú er komið í ljós að upp var borin ályktun af Guðbergi Agli Eyjólfssyni um afstöðu Vg til ESB og leyfi ég mér að birta hanna hér að neðan en hún er tekin af bloggvef hans http://hleskogar.blog.is/blog/hleskogar/entry/941135/ En þar segir Eyjólfur.
Sjálfur var ég á flokksráðsfundi VG nú um helgina sem áheyrnarfulltrúi og lagði fram ályktun varðandi aðildarumsóknina í ESB. Ég læt ályktunina fylgja með og síðan ræðu mína á fundinum. Þess má geta að ályktunin var aðeins felld með tveimur atkvæðum og það eftir að formaðurinn hafði fordæmt ályktunina í ræðu sinni rétt áður.
Ályktun Eyjólfs.
Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs haldinn að Hvolsvelli 28. - 29. ágúst 2009.Flokksráð harmar að hluti þingflokks Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafi samþykkt þingsályktunartillögu um aðildar umsókn að Evrópusambandinu. Vill flokksráð benda þingflokknum á að í lögum flokksins standi skýrum stöfum að Vinstri hreyfingin grænt framboð ætli að standa vörð um sjálfstæði Íslands. Jafnframt segir í stefnu flokksins um utanríkismál að Vinstri hreyfingin grænt framboð hafni aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er ljóst að hluti þingflokksins hefur hvorki fylgt stefnu flokksins við atkvæðagreiðsluna né þeim áherslum sem flokkurinn lagði upp með í Evrópumálum í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga.
Vill flokksráð minna þingmenn flokksins á að fylgja stefnu flokksins og gæta þess að fara ekki út af sporinu í jafn viðamiklum málum og gert var í atkvæðagreiðslunni um aðildar umsókn Íslands að Evrópusambandinu.
Mikil ólga er innan flokksins vegna þessa og vill flokksráð beita sér fyrir því að flokkurinn standi þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Jafnframt er mikilvægt að þetta mál falli ekki í gleymsku og verði til lykta leitt á næsta landsfundi flokksins. Guðbergur Egill Eyjólfsson
Þetta segir allt sem segja þarf um viðbrögð og afstöðu flokksráðs Vg á túlkun þinghópsins á landsfundarályktun Vg til ESB aðildar. Afstaða Steingríms J virðist einnig hafa snúist í 180° um hvað afstöðu hann og flokksráð myndu taka til ESB þegar á hólminn yrði komið, en í sjónvarpsumræðum forustumanna flokkana sagði hann eftirfarandi.
Innlent - föstudagur - 24.4 2009 - 21:51
Steingrímur um ESB: Flokksráð VG mun ekki samþykkja aðildarvið- ræður í sumar
Steingrímur J. Sigfússon sagði í sjónvarpsumræðum forystumanna stjórnmálaflokkanna í kvöld, að flokksráð VG mundi aldrei samþykja að farið yrði í aðildarviðræður við Evrópusambandið nú í sumar. Fram kom að hann er óánægður með það hve fast ýmsir talsmenn Samfylkingarinnar hafa kveðið að orði um inngöngu í Evrópusambandið á næstunni.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kvaðst enn sannfærð um að flokkarnir næðu sameiginlegri niðurstöðu um hvernig leiða mætti ESB-málið til lykta þrátt fyrir ólíka afstöðu. Flokkarnir væru sammála um að þjóðin ætti að hafa síðasta orðið um málið. Steingrímur taldi einnig að flokkarnir finndu leið í málinu.
Jóhönnu og Steingrím greindi á um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt til. Steingrímur útilokaði ekki þá leið, en Jóhanna kvað hana ekki boðlega.
Hver ræður för hjá Vg þessa stundina, er það forustan með fulltingi flokksráðs, sem telur sig vera að framfylgja vilja félagsmanna og fara eftir landsfundarályktuninni frá því í vor, eða er það hollustan við Samfylkinguna og óttinn við að missa stjórnarsetuna ef ekki er farið að vilja þeirra í ESB málinu. Var sú leið sem flokkarnir fundu í ESB málinu í samræmi við stefnu Vg varðandi ESB aðild og fyrri yfirlýsinga Vg fyrir kosningar.
Athugasemdir
Það er mkilvægt Rafn, að birta þessa ályktunartillögu og fá frásögn af gangi mála á flokksráðsfundi VG. Það er víða setið á svikráðum þessa dagana og stór hluti almennings á engin orð yfir þeim blekkingum sem stundaðar eru.
Svik VG eru líklega stærri en áður hefur þekkst í sögu landsins. Varla hefur hvarflað að nokkrum manni fyrir kosningar, að VG myndi snúast gegn sínum heldstu málum.
Mér þótti nógu slæmt að í mínum eigin flokki, Sjálfstæðisflokknum var einn þingamanna fylgjandi ESB-umsókn og annar sat hjá. Þó er vitað að ESB-sinnar eru nokkuð fjölmennir í hópi kjósenda flokksins. Hefði ég verið í VG, myndi ég gera sem þú Rafn og forða mér hið snarasta.
Loftur Altice Þorsteinsson, 1.9.2009 kl. 18:18
það er búið að vera lengi ljóst þeim sem hafa eitthvað fylgst með stjórnmálum Íslands að flokkapólitíkin er samrunnin fyrir löngu á Íslandi ! það er ekkert sem heitir "hægri eða vinstri" lengur og það mun sjást enn betur og flettast ofanaf þegar fram sækir ! Þetta er eitt stórt refspil allt saman sýnist mér á öllu !!!
oft hefur verið þörf ! en nú er nauðsyn til Byltingar drengir góðir, það verður að fletta af huliðsklæðum alþingis hi snarasta !!!
www.icelandicfury.com
kveðja, sjoveikur
Sjóveikur, 1.9.2009 kl. 21:57
Alice það er satt þessi framganga forustu Vg er flokknum til skammar og ég fyrir mitt leiti vil ekki vera þáttakandi að svona vinnubrögðum, því hætti ég þó ég auðvitað geri mér full ljóst að í flokknum er fullt að góðu fólki sem vill vel en því miður er ekkert á það hlustað.
Sjóveikur ég held að það styttist í að fólk geri uppreisn hér ef ekki fer að hilla undir einhverjar aðgerðir til handa heimilunum, ég held að verði það ekki gert svo að við verði unað þá verður það dropin sem fyllir mælin.
Rafn Gíslason, 2.9.2009 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.