Íslendinga geta ekki setið einir að fiskveiðimiðum sínum ?

Spánverjar segja Íslendinga ekki getað setið einir að fiskveiðimiðum sínum. Er þetta ekki eitthvað sem var löngu vitað og það áður en til umsóknar okkar kom. Auðvitað vilja ESB löndin fá eitthvað fyrir sinn snúð, en það er bara svo að allar væntingar um varanlegar undanþágur frá ESB varðandi fiskistofnanna okkar og nýtingu þeirra eru draumórar einir. Þó ekki verði gert áhlaup á þá núna þá verður uppi sú krafa í framtíðinni að stofnanir verði nýttir af öllum aðildarþjóðum ESB eins og fiskistofnar bandalagsins eru nýttir nú, við munum ekki getað stöðvað þá þróun þegar við erum genginn í bandalagið. Verði ekki gengið frá varanlegum undanþágum um fiskistofnanna okkar strax þá geta ESB sinnar gleymt þessari aðild. Einnig ber að hafa í huga að Spánverjar taka næst við formenskunni af Svíum og því spurning hversu liðlegir þeir verða. 

 

Íslendingar geta ekki setið einir að fiskimiðum sínum

Diego López Garrido, Evrópumálaráðherra Spánar, telur Íslendingum ekki stætt á því að útiloka aðrar þjóðir frá fiskimiðum sínum eða útgerðarfyrirtækjum þegar til lengri tíma sé litið gangi þeir í Evrópusambandið. Þetta kom fram í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gærkvöld en þar ræddi Kristinn R. Ólafsson, fréttaritari Ríkisútvarpsins í Madríd, við ráðherrann.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ættum við að vilja þangað inn? 

ElleE (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 18:28

2 Smámynd: Sjóveikur

fiskifloti Spánar er ca 15 X í afkastagetu á móti íslenska, svo geta menn bara spáð í hvað hin ríkin geta  Danir veiða nú þegar meira en Íslendingar (hafa reyndar alltaf gert) og það er styttra til Íslandsmiða frá Spáni en frá Íslandi í Smuguna  og skipin sem notuð eru til að slátra hafinu í dag eru virkileg hótel, fólk virðist hafa tapað glórunni í sambandi við hvað íslenska þjóðfélagið lifir af  það er ekki mikið um ísfiskirí í dag, fiskurinn kemur pakkaður og klár í land, ætla íslendingar að lifa á einhverju eða gerast partur af þrælum Efrópu ?

Byltingin verður að gerast handfast ! Lifi Byltingin !!!

kveðja, sjoveikur

Sjóveikur, 30.8.2009 kl. 21:13

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fiskimiðin

Vatnið

Orkan

Þekkingin

Landssvæði undir stóriðju

og strategísk lega Íslands (siglingaleiðir)

Með þessu getum við skapað verðmæti og síðan tekjur til þess að greiða skuldir.

Með afsali auðlinda er verið að festa þjóðin í fátækt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.8.2009 kl. 21:15

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ps. mæli þó ekki með stóriðju. Tel að miða eigi frekar að valkostum eins og ferðamennsku.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.8.2009 kl. 21:16

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bara vill vekja athygli á að ef Ísland gengur í ESB fellur út bann við því að
erl.aðilar geti fjáfest í ísl. útgerðum. Þar með galopnast fiskimiðin í raun,
því erl. aðilar gætu þannig komist yfir kvótann með því að kaupa sig inn í
ísl. útgerðir. Þá myndi upphefjðast hið illræmda kvótahopp á Íslandsmiðum,
sem hefur m.a lagt breskan sjávarútveg í rúst.  Þetta myndi gerast burtséð
frá öllum öðrum tímabundnum undanþágum eða séríslenzku yfirráðasvæði.
Því þetta snertir grunnstoðir Rómarsáttmálans um fjórfrelsið, þ.e.a.s frjálsar fjárfestingar, sem aldrei verður hægt að semja um. Þannig að í raun
galopnast fiskimiðin fyrir útlendingum þann dag sem við göngum í ESB.
Og svo getur hver og einn Íslendingur spurt sig um ávinning af slíkum
efnahagslegum hamförðum, því fiskimiðin er jú okkar mikilvægasta auðlind
fyrir hagkerfið og hagvöxt á Íslandi um ókomin ár.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.8.2009 kl. 21:46

6 Smámynd: Rafn Gíslason

Jakobína og Guðmundur Jónas ég er sammála ykkur báðum, Þá tek ég undyr það að skoða eigi aðra kosti en stóriðju.

Rafn Gíslason, 30.8.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband